Körfubolti

Byggja 7 þúsund manna völl á flugmóðurskipi

Trausti Hafliðason skrifar
Flugmóðurskiptið USS Carl Vinson.
Flugmóðurskiptið USS Carl Vinson. Nordic Photos / AFP
Fyrsti körfuboltaleikurinn á flugmóðurskipi verður leikinn 11. nóvember í San Diego í Bandaríkjunum. Forsvarsmenn bandaríska háskólakörfuboltans hafa, með leyfi bandaríska sjóhersins, ákveðið að byggja sjö þúsund manna völl á dekki flugmóðurskipsins USS Carl Vinson.



Hér má sjá teikningu af körfuboltavellinum á skipinu.


Það verða lið Norður Karolínu háskólans (University of North Carolina) og Ríkisháskólans í Michigan (Michigan State University) sem munu mætast á þessum óvenjulega velli en fyrrnefnda liðinu er af flestum spekingum spáð sigri í bandaríska háskólakörfuboltanum í vetur.

Gert er ráð fyrir því að 3.500 hermönnum verði boðið á leikinn sem verður sýndur beinni útsendingu í Bandaríkjunum á sjónvarpsstöðinni ESPN.

Ef svo ólíklega vill til að ekki verði hægt að leika á skipinu vegna veðurs verður leikurinn leikinn í flugskýli í San Diego.

Hið ríflega 30 ára gamla skip er engin smásmíði. Það er 333 metra langt og rúmar um 90 flugvélar eða þyrlur. Flugmóðurskipið risavaxna komst síðast í fréttirnar fyrir um fimm mánuðum þegar Osama bin Laden var drepinn. Lík hans var flutt um borð í skipið og því sökkt í sjóinn eftir að gengið hafði verið frá því að hætti Múhameðstrúarmanna.

Eins og áður sagði fer leikurinn fram 11. nóvember, sem er almennur frídagur í Bandaríkjunum en þá er lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar minnst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×