Körfubolti

Minnesota Lynx WNBA-meistari í fyrsta skipti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Leikmenn Lynx fögnuðu titlinum að hætti hússins.
Leikmenn Lynx fögnuðu titlinum að hætti hússins. Nordic Photos/AFP
Minnesota Lynx vann á föstudagskvöld sinn fyrsta meistaratitil í NBA-deild kvenna. Liðið lagði Atlanta Dream í þriðja leik liðanna 73-67 fyrir framan tæplega 12 þúsund áhorfendur í Atlanta.

Lynx, með Seimone Augustus í broddi fylkingar, hafði sigur í fyrstu þremur leikjum úrslitanna en þrjá sigra þarf til þess að tryggja sér titilinn. Augustus, sem skoraði 16 stig í leiknum, var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar.

Vonbrigði heimamanna í Atlanta voru töluverð. Annað árið í röð komst liðið alla leið í úrslitin. Í fyrra beið liðið lægri hlut gegn Seattle Storm einnig í þremur leikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×