Mourinho: Klúðruðum of mörgum færum Eiríkur Stefán Ásgeirssno skrifar 11. desember 2011 12:15 Pep Guardiola og Jose Mourinho í leiknum í gær. Nordic Photos / Getty Images Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, segir að það hafi komið honum á óvart að sjá hversu illa hans menn fóru með færin sín í leiknum gegn Barcelona í gær. Pep Guardiola og Xavi voru hins vegar hæstánægðir með sigur Barcelona. Barcelona vann leikinn, 3-1, en Real komst yfir strax á fyrstu mínútu leiksins. Cristiano Ronaldo fékk svo tækifæri til að koma Real í 2-0 forystu stuttu síðar en fljótlega eftir það jafnaði Alexis Sanchez metin fyrir Barcelona. „Við hefðum skorað aftur undir venjulegum kringumstæðum en Christiano setti boltann fram hjá," sagði Mourinho. „Við lentum í engum vandræðum á miðjunni en áttum erfitt uppdráttar á síðustu 10-15 mínútum leiksins." „Barcelona stjórnaði leiknum, fengu bæði tíma og pláss til þess og gátu leyft boltanum að ganga á milli leikmanna." Hann sagði að Lionel Messi hefði átt að fá rauða spjaldið í leiknum. „Það hefði átt að reka hann af velli en ég vil ekki segja neitt meira um málið þangað til að ég horfi aftur á leikinn." Kollegi hans, Pep Guardiola, vildi ekki gera of mikið úr sigri sinna manna. „Ég er ánægður með frammistöðuna. Madrid mun ná sér á strik. Til þess að vinna hér verður maður að spila mjög vel og það tókst okkur að gera í dag." Barcelona komst á topp spænsku úrvalsdeildarinnar með sigrinum en liðin eru jöfn að stigum. Real á þó leik til góða. „En það er enn mikið eftir af tímabilinu og Madríd kemst aftur á toppinn ef þeir vinna Sevilla. Það verður enginn meistari í desember." Miðjumaðurinn Xavi átti góðan leik í gær. „Við vorum miklu betri en Real Madrid," sagði hann eftir leikinn. „Við vildum vera hugrakkir. Við vissum að öðruvísi er ekki hægt að vinna svona leik. Við vorum góðir á öllum sviðum og mun betri en Real." Spænski boltinn Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Sjá meira
Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, segir að það hafi komið honum á óvart að sjá hversu illa hans menn fóru með færin sín í leiknum gegn Barcelona í gær. Pep Guardiola og Xavi voru hins vegar hæstánægðir með sigur Barcelona. Barcelona vann leikinn, 3-1, en Real komst yfir strax á fyrstu mínútu leiksins. Cristiano Ronaldo fékk svo tækifæri til að koma Real í 2-0 forystu stuttu síðar en fljótlega eftir það jafnaði Alexis Sanchez metin fyrir Barcelona. „Við hefðum skorað aftur undir venjulegum kringumstæðum en Christiano setti boltann fram hjá," sagði Mourinho. „Við lentum í engum vandræðum á miðjunni en áttum erfitt uppdráttar á síðustu 10-15 mínútum leiksins." „Barcelona stjórnaði leiknum, fengu bæði tíma og pláss til þess og gátu leyft boltanum að ganga á milli leikmanna." Hann sagði að Lionel Messi hefði átt að fá rauða spjaldið í leiknum. „Það hefði átt að reka hann af velli en ég vil ekki segja neitt meira um málið þangað til að ég horfi aftur á leikinn." Kollegi hans, Pep Guardiola, vildi ekki gera of mikið úr sigri sinna manna. „Ég er ánægður með frammistöðuna. Madrid mun ná sér á strik. Til þess að vinna hér verður maður að spila mjög vel og það tókst okkur að gera í dag." Barcelona komst á topp spænsku úrvalsdeildarinnar með sigrinum en liðin eru jöfn að stigum. Real á þó leik til góða. „En það er enn mikið eftir af tímabilinu og Madríd kemst aftur á toppinn ef þeir vinna Sevilla. Það verður enginn meistari í desember." Miðjumaðurinn Xavi átti góðan leik í gær. „Við vorum miklu betri en Real Madrid," sagði hann eftir leikinn. „Við vildum vera hugrakkir. Við vissum að öðruvísi er ekki hægt að vinna svona leik. Við vorum góðir á öllum sviðum og mun betri en Real."
Spænski boltinn Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Sjá meira