
Við borgum ekki… og þó
ValiðÁ laugardaginn stendur þjóðin hins vegar frammi fyrir afdrifaríku vali. Þá gefst kostur á því að velja á milli þess að samþykkja Icesave samkomulag sem felur einmitt í sér að óreiðumennirnir eða nánar tiltekið þrotabú Landsbankans greiðir stærstan hluta Icesave-skuldarinnar (líklega yfir 90%). Ríkissjóður ábyrgist afganginn sem skv. nýjasta mati gæti numið um 27 milljörðum króna á næstu fimm árum miðað við óbreyttar forsendur um gengi, greiðsluhraða úr þrotabúinu og mat á endurheimt eigna. Sú upphæð getur hækkað í rúmlega 100 milljarða eða lækkað niður í núll ef fyrrnefndar forsendur breytast verulega sbr. nýja útreikninga hagdeildar Alþýðusambands Íslands.
Hinn kostur kjósenda er að segja nei og þá bendir flest til þess að málið verði útkljáð fyrir dómstólum. Dómstólaleiðin myndi að líkindum kosta þjóðina margfalt hærri fjárhæðir, úr röðum andstæðinga samkomulagsins hafa heyrst tölur á borð við 140 milljarða króna en fulltrúar samninganefndar með Lárus Blöndal í fararbroddi hafa nefnt 400-700 milljarða króna ef allt fer á versta veg og jafnvel allt að 1100 milljarða. Dómstólaleiðin gæti líka skilað jákvæðri niðurstöðu þar sem málstaður Íslendinga yrði samþykktur um að ekki væri greiðsluskylda og útgjöldin því engin. Það eru að sönnu færri sérfræðingar en fleiri sem telja líklegt að Íslendingar vinni málið fyrir dómstólum en eina sem hægt er að fullyrða um niðurstöðu dómsmáls er að um hana ríkir óvissa.
VissanEn eitt er víst – ef þjóðin segir nei við Icesave á laugardaginn þá verður kyrrstaða í íslensku hagkerfi næstu misserin, áframhaldandi atvinnuleysi á bilinu 8-9% ef að líkum lætur, lágt lánshæfismat íslenska ríkisins, skortur á erlendri fjárfestingu, lítill hagvöxtur – í einu orði sagt kreppa. Fórnarkostnaður þess að segja nei á laugardag í formi hærri vaxtagreiðslna, aukins atvinnuleysis og stöðnunar í efnahagslífi mun að líkindum hlaupa á 200-250 milljörðum króna á næstu fimm árum. Hagdeild ASÍ áætlar að ef núverandi áform um auknar fjárfestingar ganga eftir muni verðmætasköpun aukast um 119 milljarða á næstu þremur árum. Mikilvæg forsenda þessara fjárfestinga er greiður aðgangur að lánsfé en það er niðurstaða ASÍ að ef Icesave-deilan er óleyst verði erlendir lánsfjármarkaðir áfram lokaðir og verðmætasköpunin frestast sem því nemur.
Áfram Ísland – já takk!Á laugardaginn fáum við sjaldgæft tækifæri til að kjósa minna atvinnuleysi, meiri hagvöxt, betri lánskjör, lægri ríkisútgjöld, minni óvissu um stöðu þjóðarbúsins. Já er ávísun á léttari byrðar almennings vegna skulda óreiðumanna í viðskiptabönkunum og Seðlabanka. Ég hvet alla til að mæta á kjörstað á laugardaginn og kjósa veginn til framtíðar.
Skoðun

Hlustum á náttúruna
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Skattheimta sem markmið í sjálfu sér
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Tæknin hjálpar lesblindum
Guðmundur S. Johnsen skrifar

Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni
Sigurjón Þórðarson skrifar

Opið bréf til Friðriks Þórs
Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar

Skjólveggur af körlum og ungum mönnum
Ólafur Elínarson skrifar

Menntamál eru ekki afgangsstærð
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

‘Vók’ er djók
Alexandra Briem skrifar

Er friður tálsýn eða verkefni?
Inga Daníelsdóttir skrifar

Kattahald
Jökull Jörgensen skrifar

Framtíðin er rafmögnuð
Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar

Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum
Erna Bjarnadóttir skrifar

Þjóðarmorðið í blokkinni
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu
Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar

Ég hataði rafíþróttir!
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Því miður hefur lítið breyst
Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar

Versta sem Ísland gæti gert
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar

Allar hendur á dekk!
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Engin sátt án sannmælis
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Að finna rétt veiðigjald...
Bolli Héðinsson skrifar

Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti?
Carmen Maja Valencia skrifar

Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt?
Davíð Bergmann skrifar

Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar