Ómakleg Orrahríð Kristinn H. Gunnarsson skrifar 16. júní 2011 09:00 Í aðsendri grein vegur Magnús Orri Schram ómaklega að Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Segir hann nánast berum orðum að Geir beri sjálfur ábyrgð á því að þurfa að verja sig fyrir úreltum Landsdómi. Rökstyður Magnús Orri þau ummæli sín með því að vísa til þess að Geir stóð að því í desember 2008 að setja lög um rannsóknarnefnd Alþingis án þess að leggja þá til breytingar á lagaákvæðum um ráðherraábyrgð og Landsdóm. Með þessum orðum er ákærandinn Magnús Orri Schram að varpa ábyrgð á eigin gerðum yfir á herðar þolandans í málshöfðuninni. Aðalatriðið, sem með réttu er gagnrýnt, er að stjórnmálamenn tókust á um það á pólitískum vettvangi hvaða stjórnmálamenn ætti að draga fyrir dómstól. Mat hvers og eins þingmanns verður óhjákvæmilega pólitískt og niðurstaðan eftir því. Alþingi með þingbundna ríkisstjórn er ógerningur með trúverðugum hætti að höfða mál gegn þeim sem gegnt hafa ráðherraembætti. Þetta þýðir ekki að ég sé að hvítþvo ráðherrana. Þvert á móti var ég gagnrýninn á störf ráðherra bæði þá og fyrr eins og lesa má í þingræðum mínum, til dæmis hinn 27. nóvember 2008. Nauðsynlegt er að minna á að rannsóknarnefnd Alþingis var ætlað að leita sannleikans um aðdraganda og orsakir falls bankanna. Nefndinni var ekki falið dómsvald né heimild til að beita menn viðurlögum. Það var embætti sérstaks saksóknara sem annaðist sakamálarannsókn. Það var svo ákvörðun Alþingis ári seinna, í desember 2009, þegar skýrsla rannsóknarnefndarinnar lá fyrir, að skipa sérstaka þingmannanefnd til þess að meta hvort höfða ætti mál á hendur fyrrverandi ráðherrum fyrir Landsdómi. Þegar Magnús Orri Schram og aðrir alþingismenn höfðu ákveðið þetta áttu þeir að huga að lögunum um Landsdóm. Alþingi var í lófa lagið að breyta lögunum eða endurbæta eða ákveða að málaferlin yrðu fyrir almennum dómstólum. En það var ekki gert. Á því ber Magnús Orri ábyrgð og getur ekki vísað henni á Geir Haarde. Það er aldrei bót að pólitísku ákæruvaldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Í aðsendri grein vegur Magnús Orri Schram ómaklega að Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Segir hann nánast berum orðum að Geir beri sjálfur ábyrgð á því að þurfa að verja sig fyrir úreltum Landsdómi. Rökstyður Magnús Orri þau ummæli sín með því að vísa til þess að Geir stóð að því í desember 2008 að setja lög um rannsóknarnefnd Alþingis án þess að leggja þá til breytingar á lagaákvæðum um ráðherraábyrgð og Landsdóm. Með þessum orðum er ákærandinn Magnús Orri Schram að varpa ábyrgð á eigin gerðum yfir á herðar þolandans í málshöfðuninni. Aðalatriðið, sem með réttu er gagnrýnt, er að stjórnmálamenn tókust á um það á pólitískum vettvangi hvaða stjórnmálamenn ætti að draga fyrir dómstól. Mat hvers og eins þingmanns verður óhjákvæmilega pólitískt og niðurstaðan eftir því. Alþingi með þingbundna ríkisstjórn er ógerningur með trúverðugum hætti að höfða mál gegn þeim sem gegnt hafa ráðherraembætti. Þetta þýðir ekki að ég sé að hvítþvo ráðherrana. Þvert á móti var ég gagnrýninn á störf ráðherra bæði þá og fyrr eins og lesa má í þingræðum mínum, til dæmis hinn 27. nóvember 2008. Nauðsynlegt er að minna á að rannsóknarnefnd Alþingis var ætlað að leita sannleikans um aðdraganda og orsakir falls bankanna. Nefndinni var ekki falið dómsvald né heimild til að beita menn viðurlögum. Það var embætti sérstaks saksóknara sem annaðist sakamálarannsókn. Það var svo ákvörðun Alþingis ári seinna, í desember 2009, þegar skýrsla rannsóknarnefndarinnar lá fyrir, að skipa sérstaka þingmannanefnd til þess að meta hvort höfða ætti mál á hendur fyrrverandi ráðherrum fyrir Landsdómi. Þegar Magnús Orri Schram og aðrir alþingismenn höfðu ákveðið þetta áttu þeir að huga að lögunum um Landsdóm. Alþingi var í lófa lagið að breyta lögunum eða endurbæta eða ákveða að málaferlin yrðu fyrir almennum dómstólum. En það var ekki gert. Á því ber Magnús Orri ábyrgð og getur ekki vísað henni á Geir Haarde. Það er aldrei bót að pólitísku ákæruvaldi.
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar