Höfuðstóll verðbætist frá stofndegi Hjalti Þórisson skrifar 23. ágúst 2011 06:00 Tilefni þessarar greinar er erindi Hagsmunasamtaka heimilanna (HH) til Umboðsmanns Alþingis og röksemdafærslu þeirra um útreikninga verðtryggðra lána. Enginn vafi er á því að verðbindingar fjárskuldbindinga eru heimilar – en verða að lúta leyfðum viðmiðunum – um það hefur gengið dómur (myntkörfulánadómurinn). Hvernig þær eru útfærðar er framkvæmdaatriði og þó tæplega nema einn kostur í stöðunni – sá sem skilar tilætluðum ávinningi með þeim og ennfremur er lógískt réttur og réttmætur – sá sem ástundaður hefur verið og einmitt má lesa úr lögunum. Verðtrygging er í eðli sínu verðbinding nafnverðs höfuðstóls – heildarupphæðar fjárskuldbindingar – frá stofndegi út allan lánstímann. Þegar talað er um verðtryggð lán er ekki átt við lán þar sem allar áfallnar verðbætur hvers gjalddaga (á milli gjalddaga) á heildarlánið (höfuðstólinn = afborgun + eftirstöðvar) eru krafðar, heldur þvert á móti einungis af gjaldfallinni „greiðslu“ – afborgun og vöxtum. Lán sem taka alla „verðbætingu“ lánsins á hverjum gjalddaga hafa verið praktíseruð hér undir nafngiftum eins og „hávaxtalán“ (verðbæting tekin inn í vexti – verðbótaþáttur vaxta) eða bara „óverðtryggð lán“ – sem er auðvitað rangnefni en gætu kallast vaxtaaukalán eins og slík lán kölluðust í upphafi þegar þau voru fyrst kynnt til sögunnar – illu heilli – um 1975. Gjalddagagreiðsla af óverðtryggðu láni er óumdeilt samsett af afborgun og áföllnum vöxtum. Þegar löggjafinn tekur svo til orða, að verðbætur skuli reiknast á hverja greiðslu á verðbættu láni, meinar hann þetta – afborgun og vexti. Löggjafinn er hér að skilgreina hvað megi krefja til endurgjalds á hverjum greiðsludegi – gjalddaga. Hann tekur ekki fram (ATH) að jafnframt skuli þá gjaldfella og setja í innheimtu verðbætur á eftirstöðvar nafnverðs höfuðstóls. Hann ætlast sem sagt ekki til þess að verðbætur á eftirstöðvar séu greiddar jafnharðan (það sem talsmönnum HH hefur þóknast að kalla staðgreiðslu – orðalag sem hefur allt aðra merkingu). Í þessu felst, sem ætti raunar ekki að þurfa að fjölyrða svona um, að ekki eru innheimtar verðbætur á ógjaldfallnar eftirstöðvar (það sem HH kalla höfuðstól – og undanskilja þá afborgunina) frekar en eftirstöðvarnar sjálfar, sem verðbæturnar eru bundnar við. Löggjafinn er með þessu að skilgreina hvaða lögkröfu megi gera á hverjum gjalddaga og þar með að verja rétt og hagsmuni skuldarans – að hann verði ekki krafinn um hraðari endurgreiðslu. Það eru endurkröfurnar – sá löggerningur – sem skipta máli að löggjafinn kveði á um en ekki bókhaldsleg atriði eins og uppfærsla höfuðstólsins eru í bókhaldi, það er gert í reglugerð sem í þessu tilviki eru reglur Seðlabankans sem hafa reglugerðargildi. Ekkert í lögunum bannar það. Þannig ber að skilja lagatextann. Ekki ætti svo að þurfa að taka fram að á lánstímanum gjaldfalla hins vegar verðbæturnar á eftirstöðvarnar (ókrafinn höfuðstól) smám saman á hverjum gjalddaga og það myndu þær einnig gera, en þá allar í einu, ef lánið af einhverjum ástæðum lenti í vanefndum – og væri þá allur afgangs höfuðstóll (eftirstöðvarnar) – ásamt áföllnum vöxtum – orðinn að „greiðslu“ sem þyrfti að gera upp. Hið eina sem séð verður að leitt gæti af lögfræðiáliti HH, ef hald væri í því, er, að bannað yrði að bókfæra áfallnar en ógjaldfallnar verðbætur, þ.e.a.s. verðbætur á eftirstöðvar höfuðstóls; sem sagt halda úti falskri mynd af raunverulegri skuldastöðu (ath. hvort sem um út- eða innlán er að ræða). Það væri bókhaldsblekking og sjálfsblekking. Ef sá skilningur yrði hins vegar ofan á, að krefja eigi áfallnar verðbætur milli gjalddaga af allri skuldinni, sem HH virðist sækjast eftir, yrði fjárhagslegur ávinningur skuldara minni en enginn – en skaðsemin gífurleg og verðtryggingakerfið lagt í rúst með þeim þekktu afleiðingum sem eldri kynslóð ætti að þekkja og hafa lært af. Lítið gagn er af reynslu kynslóðanna ef skellt er skollaeyrum við henni jafnharðan. HH virðast ekki gera sér grein fyrir afleiðingunum og eru þarna að vinna gegn hagsmunum heimilanna. Þessa uppfærslu eftirstöðvanna – verðlagsleiðréttingu þeirra við gjalddaga eða vísitöluútreikning –, sem NB stundum er til lækkunar, segja talsmenn HH kalla fram „margfeldisáhrif“, sem valdi því að lánardrottnar fái í sinn hlut „margfaldar verðbætur“. Þessi skilningur þeirra fellur undir það sem Vilhjálmur Bjarnason kallaði meinloku í Kastljósviðtali 17. ágúst. Hér vinnst ekki pláss til að fjalla um þessa „meinloku“ en hugsanlega er hún í því fólgin að talsmenn HH ímyndi sér að verðbætur séu reiknaðar ofan á verðbætur – tvíreiknaðar – sem ekki er, eða þá, sem einnig hefur sést, að eitthvað mætti skoða nánar hvað átt er við með orðunum „árleg verðbólga“ og hvernig slíkt reiknast ár frá ári, – í ljósi þess að formaður HH hefur ítrekað borið sig undan „vaxtavöxtum“ í þessu sambandi. Jafnvel lítur út fyrir að talsmennirnir geri ekki greinarmun á því hvort verðbætur eru reiknaðar frá upphafi láns eða einungis á milli síðustu gjalddaga því þeir virðast álíta að við þessar tilfæringar gufi verðbæturnar upp að stærstum hluta!! Um útreikninga og reiknilíkön bæði HH og annarra, sem gefa aðrar niðurstöður en reiknilíkön bankanna, verður að nægja hér að segja, að allt slíkt verður að byggjast á sömu forsendum ef bera á niðurstöður útreikninganna saman. Sérstaklega á þetta við lánstíma (líftíma láns) og þá er að minna á að bæði vextir og verðbætur eru fall af tíma. Þannig er beint samband milli lengri lánstíma og hærri upphæða. Sú röksemd þeirra, sem hafna reikningum HH, að núvirðisreikningar verði að gefa sömu niðurstöðu, nægir hins vegar ekki, því að núvirðisreikningarnir myndu byggjast á áðurgerðum framvirðisreikningum sem ekki byggja á sömu forsendum. Deilan snýst um forsendur, þar á meðal einfaldlega hvernig menn umgangast hlutfalls- og prósentureikning og almenna bankareglu. Að lokum: Um þá kröfu HH, að skuldarar verði framvegis ekki einir alfarið ábyrgir um verðbætingu á lánsfé því sem þeir hafa fengið í hendur, og að því sem kallað er „áhætta“, sem þeirri ábyrgð er samfara, verði að stórum hluta af þeim létt og komið yfir á þá sem lögðu fram fjármunina og veittu þeim lánið; – sem sagt, að þeir aðilar skuli sætta sig við að fá ekki raunvirði til baka –, þarf sérstaka umfjöllun sem ekki rúmast hér – en þar takast á sanngirnissjónarmið sem æskilegt er að ná sátt um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Tilefni þessarar greinar er erindi Hagsmunasamtaka heimilanna (HH) til Umboðsmanns Alþingis og röksemdafærslu þeirra um útreikninga verðtryggðra lána. Enginn vafi er á því að verðbindingar fjárskuldbindinga eru heimilar – en verða að lúta leyfðum viðmiðunum – um það hefur gengið dómur (myntkörfulánadómurinn). Hvernig þær eru útfærðar er framkvæmdaatriði og þó tæplega nema einn kostur í stöðunni – sá sem skilar tilætluðum ávinningi með þeim og ennfremur er lógískt réttur og réttmætur – sá sem ástundaður hefur verið og einmitt má lesa úr lögunum. Verðtrygging er í eðli sínu verðbinding nafnverðs höfuðstóls – heildarupphæðar fjárskuldbindingar – frá stofndegi út allan lánstímann. Þegar talað er um verðtryggð lán er ekki átt við lán þar sem allar áfallnar verðbætur hvers gjalddaga (á milli gjalddaga) á heildarlánið (höfuðstólinn = afborgun + eftirstöðvar) eru krafðar, heldur þvert á móti einungis af gjaldfallinni „greiðslu“ – afborgun og vöxtum. Lán sem taka alla „verðbætingu“ lánsins á hverjum gjalddaga hafa verið praktíseruð hér undir nafngiftum eins og „hávaxtalán“ (verðbæting tekin inn í vexti – verðbótaþáttur vaxta) eða bara „óverðtryggð lán“ – sem er auðvitað rangnefni en gætu kallast vaxtaaukalán eins og slík lán kölluðust í upphafi þegar þau voru fyrst kynnt til sögunnar – illu heilli – um 1975. Gjalddagagreiðsla af óverðtryggðu láni er óumdeilt samsett af afborgun og áföllnum vöxtum. Þegar löggjafinn tekur svo til orða, að verðbætur skuli reiknast á hverja greiðslu á verðbættu láni, meinar hann þetta – afborgun og vexti. Löggjafinn er hér að skilgreina hvað megi krefja til endurgjalds á hverjum greiðsludegi – gjalddaga. Hann tekur ekki fram (ATH) að jafnframt skuli þá gjaldfella og setja í innheimtu verðbætur á eftirstöðvar nafnverðs höfuðstóls. Hann ætlast sem sagt ekki til þess að verðbætur á eftirstöðvar séu greiddar jafnharðan (það sem talsmönnum HH hefur þóknast að kalla staðgreiðslu – orðalag sem hefur allt aðra merkingu). Í þessu felst, sem ætti raunar ekki að þurfa að fjölyrða svona um, að ekki eru innheimtar verðbætur á ógjaldfallnar eftirstöðvar (það sem HH kalla höfuðstól – og undanskilja þá afborgunina) frekar en eftirstöðvarnar sjálfar, sem verðbæturnar eru bundnar við. Löggjafinn er með þessu að skilgreina hvaða lögkröfu megi gera á hverjum gjalddaga og þar með að verja rétt og hagsmuni skuldarans – að hann verði ekki krafinn um hraðari endurgreiðslu. Það eru endurkröfurnar – sá löggerningur – sem skipta máli að löggjafinn kveði á um en ekki bókhaldsleg atriði eins og uppfærsla höfuðstólsins eru í bókhaldi, það er gert í reglugerð sem í þessu tilviki eru reglur Seðlabankans sem hafa reglugerðargildi. Ekkert í lögunum bannar það. Þannig ber að skilja lagatextann. Ekki ætti svo að þurfa að taka fram að á lánstímanum gjaldfalla hins vegar verðbæturnar á eftirstöðvarnar (ókrafinn höfuðstól) smám saman á hverjum gjalddaga og það myndu þær einnig gera, en þá allar í einu, ef lánið af einhverjum ástæðum lenti í vanefndum – og væri þá allur afgangs höfuðstóll (eftirstöðvarnar) – ásamt áföllnum vöxtum – orðinn að „greiðslu“ sem þyrfti að gera upp. Hið eina sem séð verður að leitt gæti af lögfræðiáliti HH, ef hald væri í því, er, að bannað yrði að bókfæra áfallnar en ógjaldfallnar verðbætur, þ.e.a.s. verðbætur á eftirstöðvar höfuðstóls; sem sagt halda úti falskri mynd af raunverulegri skuldastöðu (ath. hvort sem um út- eða innlán er að ræða). Það væri bókhaldsblekking og sjálfsblekking. Ef sá skilningur yrði hins vegar ofan á, að krefja eigi áfallnar verðbætur milli gjalddaga af allri skuldinni, sem HH virðist sækjast eftir, yrði fjárhagslegur ávinningur skuldara minni en enginn – en skaðsemin gífurleg og verðtryggingakerfið lagt í rúst með þeim þekktu afleiðingum sem eldri kynslóð ætti að þekkja og hafa lært af. Lítið gagn er af reynslu kynslóðanna ef skellt er skollaeyrum við henni jafnharðan. HH virðast ekki gera sér grein fyrir afleiðingunum og eru þarna að vinna gegn hagsmunum heimilanna. Þessa uppfærslu eftirstöðvanna – verðlagsleiðréttingu þeirra við gjalddaga eða vísitöluútreikning –, sem NB stundum er til lækkunar, segja talsmenn HH kalla fram „margfeldisáhrif“, sem valdi því að lánardrottnar fái í sinn hlut „margfaldar verðbætur“. Þessi skilningur þeirra fellur undir það sem Vilhjálmur Bjarnason kallaði meinloku í Kastljósviðtali 17. ágúst. Hér vinnst ekki pláss til að fjalla um þessa „meinloku“ en hugsanlega er hún í því fólgin að talsmenn HH ímyndi sér að verðbætur séu reiknaðar ofan á verðbætur – tvíreiknaðar – sem ekki er, eða þá, sem einnig hefur sést, að eitthvað mætti skoða nánar hvað átt er við með orðunum „árleg verðbólga“ og hvernig slíkt reiknast ár frá ári, – í ljósi þess að formaður HH hefur ítrekað borið sig undan „vaxtavöxtum“ í þessu sambandi. Jafnvel lítur út fyrir að talsmennirnir geri ekki greinarmun á því hvort verðbætur eru reiknaðar frá upphafi láns eða einungis á milli síðustu gjalddaga því þeir virðast álíta að við þessar tilfæringar gufi verðbæturnar upp að stærstum hluta!! Um útreikninga og reiknilíkön bæði HH og annarra, sem gefa aðrar niðurstöður en reiknilíkön bankanna, verður að nægja hér að segja, að allt slíkt verður að byggjast á sömu forsendum ef bera á niðurstöður útreikninganna saman. Sérstaklega á þetta við lánstíma (líftíma láns) og þá er að minna á að bæði vextir og verðbætur eru fall af tíma. Þannig er beint samband milli lengri lánstíma og hærri upphæða. Sú röksemd þeirra, sem hafna reikningum HH, að núvirðisreikningar verði að gefa sömu niðurstöðu, nægir hins vegar ekki, því að núvirðisreikningarnir myndu byggjast á áðurgerðum framvirðisreikningum sem ekki byggja á sömu forsendum. Deilan snýst um forsendur, þar á meðal einfaldlega hvernig menn umgangast hlutfalls- og prósentureikning og almenna bankareglu. Að lokum: Um þá kröfu HH, að skuldarar verði framvegis ekki einir alfarið ábyrgir um verðbætingu á lánsfé því sem þeir hafa fengið í hendur, og að því sem kallað er „áhætta“, sem þeirri ábyrgð er samfara, verði að stórum hluta af þeim létt og komið yfir á þá sem lögðu fram fjármunina og veittu þeim lánið; – sem sagt, að þeir aðilar skuli sætta sig við að fá ekki raunvirði til baka –, þarf sérstaka umfjöllun sem ekki rúmast hér – en þar takast á sanngirnissjónarmið sem æskilegt er að ná sátt um.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun