Til varnar bændum Matthías Kristinsson skrifar 26. ágúst 2011 06:00 Þórólfur Matthíasson ritaði grein í Fréttablaðið 25. ágúst sl. og réðst þar af mikilli vanþekkingu á bændur vegna niðurgreiðslu ríkisins á útfluttar landbúnaðarafurðir. Í staðinn fyrir að líta á málið í heild sinni tekur hann aðeins einn þátt til útreiknings og fær þannig sjálfgefna niðurstöðu sem mér virðist hafa það að markmiði að hvetja til óhefts innflutnings á landbúnaðarvörum. En málið er ekki jafn einfalt og Þórólfur setur það fram. Þar vantar m.a. allar upplýsingar um gjaldeyristekjurnar sem fengust fyrir útflutninginn, atvinnuskapandi þáttinn hér innanlands við útfluttu afurðirnar, tekjur flutningafyrirtækja, skatttekjur ríkissins af þeim þáttum og þann sparnað sem auknar atvinnuleysisbætur ýmissa stétta hefðu haft í för með sér ef þessi útflutningur hefði ekki komið til. Þá er þess að gæta að okkur er lífsnauðsynlegt að hafa næga matvælaframleiðslu í landinu, ekki síst ef til styrjaldar kæmi og matvæli fengjust ekki annars staðar frá. Þá þýddi lítið að segja bændum að búa til sauðfé, kýr o.fl. þegar búið væri að ganga of nærri búunum af hyggjuleysi einu saman. Þá segir Þórólfur að það viðgangist ekki skilyrðislausar niðurgreiðslur í hinu „vonda" Evrópusambandi og segir bændur þar þurfa að sækja um niðurgreiðslurnar og fái þær ekki nema þeir geti sýnt fram á að starfsemi þeirra sé sjálfbær og að landnýting þeirra stuðli ekki að rányrkju. Ja, mikil er nú viska hagfræðinnar ef sjálfbær bú þurfa á styrk að halda! Svo nefnir Þórólfur það siðleysi en löglegt hjá bændum að ráðstafa sláturafurðum sínum sjálfir eftir að hafa þegið fjóra milljarða „að gjöf" frá skattgreiðendum. Hvílík fjarstæða sem maðurinn getur látið frá sér. Það sér hver einasti hugsandi maður að hér hljóta markaðsaðstæður að ráða og það þarf engan prófessor í hagfræði til að segja mér að bændur eða aðrir atvinnurekendur reyni ekki að reka sín fyrirtæki sem best. Svo er þetta engin gjöf frá skattgreiðendum, heldur kostnaður við að koma aukaframleiðslu í verð, fá fyrir hana gjaldeyri í stað þess að fara með hana á haugana. Það væri kannski ráð hjá prófessornum að gerast bóndi til að sýna okkur hvernig hann gerði betur. Það yrði líklega þjóðhagslega hagkvæmara en að hafa hann í því starfi sem hann er í núna. Þá gæti hann komist að því að það hefur alltaf verið, er og verður, gott hagstjórnartæki að greiða niður útflutning til gjaldeyrisöflunar. Það er mikilvægur þáttur í sjálfstæði þjóða og hagstjórnartæki sem stuðlar að því að koma í veg fyrir skipbrot þjóðarbúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Þórólfur Matthíasson ritaði grein í Fréttablaðið 25. ágúst sl. og réðst þar af mikilli vanþekkingu á bændur vegna niðurgreiðslu ríkisins á útfluttar landbúnaðarafurðir. Í staðinn fyrir að líta á málið í heild sinni tekur hann aðeins einn þátt til útreiknings og fær þannig sjálfgefna niðurstöðu sem mér virðist hafa það að markmiði að hvetja til óhefts innflutnings á landbúnaðarvörum. En málið er ekki jafn einfalt og Þórólfur setur það fram. Þar vantar m.a. allar upplýsingar um gjaldeyristekjurnar sem fengust fyrir útflutninginn, atvinnuskapandi þáttinn hér innanlands við útfluttu afurðirnar, tekjur flutningafyrirtækja, skatttekjur ríkissins af þeim þáttum og þann sparnað sem auknar atvinnuleysisbætur ýmissa stétta hefðu haft í för með sér ef þessi útflutningur hefði ekki komið til. Þá er þess að gæta að okkur er lífsnauðsynlegt að hafa næga matvælaframleiðslu í landinu, ekki síst ef til styrjaldar kæmi og matvæli fengjust ekki annars staðar frá. Þá þýddi lítið að segja bændum að búa til sauðfé, kýr o.fl. þegar búið væri að ganga of nærri búunum af hyggjuleysi einu saman. Þá segir Þórólfur að það viðgangist ekki skilyrðislausar niðurgreiðslur í hinu „vonda" Evrópusambandi og segir bændur þar þurfa að sækja um niðurgreiðslurnar og fái þær ekki nema þeir geti sýnt fram á að starfsemi þeirra sé sjálfbær og að landnýting þeirra stuðli ekki að rányrkju. Ja, mikil er nú viska hagfræðinnar ef sjálfbær bú þurfa á styrk að halda! Svo nefnir Þórólfur það siðleysi en löglegt hjá bændum að ráðstafa sláturafurðum sínum sjálfir eftir að hafa þegið fjóra milljarða „að gjöf" frá skattgreiðendum. Hvílík fjarstæða sem maðurinn getur látið frá sér. Það sér hver einasti hugsandi maður að hér hljóta markaðsaðstæður að ráða og það þarf engan prófessor í hagfræði til að segja mér að bændur eða aðrir atvinnurekendur reyni ekki að reka sín fyrirtæki sem best. Svo er þetta engin gjöf frá skattgreiðendum, heldur kostnaður við að koma aukaframleiðslu í verð, fá fyrir hana gjaldeyri í stað þess að fara með hana á haugana. Það væri kannski ráð hjá prófessornum að gerast bóndi til að sýna okkur hvernig hann gerði betur. Það yrði líklega þjóðhagslega hagkvæmara en að hafa hann í því starfi sem hann er í núna. Þá gæti hann komist að því að það hefur alltaf verið, er og verður, gott hagstjórnartæki að greiða niður útflutning til gjaldeyrisöflunar. Það er mikilvægur þáttur í sjálfstæði þjóða og hagstjórnartæki sem stuðlar að því að koma í veg fyrir skipbrot þjóðarbúa.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun