Rökræðulýðræði mikilvægara en beint lýðræði Björn Einarsson skrifar 26. ágúst 2011 06:00 Beint lýðræði og rökræðulýðræði er tvennt ólíkt. Beint lýðræði felur í sér að borgararnir taka pólitískar ákvarðanir án samráðs við stjórnmálamennina og á það við um setningu stjórnarskrár, afsal fullveldis, þjóðaratkvæðagreiðslur og að koma valdhöfum frá þegar þeir hafa misst traust fólksins. Rökræðulýðræði er lýðræðisleg aðferð til að auka þátttöku borgaranna við lagasetningar innan ramma fulltrúalýðræðisins. Í því felst að hin ólíku sjónarmið almennings eru lögð til grundvallar þegar pólitískar ákvarðanir eru teknar og stjórnvöld eru skyldug að réttlæta allar ákvarðanir sínar með því að færa rök fyrir þeim sem almenningur skilur. Lýðræðið í dagNútíma frjálslynt lýðræði byggist á fulltrúalýðræði, þar sem stjórnmálamenn eru fulltrúar borgaranna, þar sem þeim er ætlað að setja sig inn í flóknari pólitísk málefni, leita sér sérfræðiálita, safna sjónarmiðum hagsmunaaðila og taka síðan pólitískar ákvarðanir með hagsmuni almennings að leiðarljósi. En lýðræðið er takmarkað. Flokksræðið er sterkt og leiðir til kappræðu frekar en málaefnalegrar umræðu. Ólýðræðislegt vald sérfræðinga, hagsmunaaðila, fjármálaveldisins og skoðanamyndandi fjölmiðlaveldis eru aðalógnir lýðræðisins. Vægi hins lýðræðislega kjörna Alþingis hefur minnkað, stjórnarhættir eru ofan frá og niður, ógegnsæi er í pólitískum málefnum ríkisins og oftar er tekið meira mið af hagsmunaaðilum en almenningi. Gjá er milli stjórnmálamanna og fólksins. Þetta má glögglega sjá ef skoðaðar eru þær aðferðir sem notaðar eru til þess að taka pólitískar ákvarðanir. Meirihlutaræði, þar sem einfaldur meirihluti ræður, þarf ekki að semja til að koma málum í gegn, né að taka tillit til skoðana minni hlutans og oft er valtað yfir hann. Flokksforysturæðið er sterkt, venjulegir stjórnmálamenn hafa lítið hlutverk, sérfræðingaveldi ræður öllu í raun og borgararnir búa við kjörklefalýðræði þar sem þeir hafa í raun ekkert að segja nema í kjörklefanum á 4 ára fresti. „Samningar um hagsmuni" er dæmigert fyrir tveggja flokka samsteypustjórnir hérlendis, sem fela í sér helmingaskipti á völdum. Pólitísk vandamál eru séð sem hagsmunadeilur sem hægt er að semja um. Stjórnmálin þykja frekar opin og almennir stjórnmálamenn gegna stóru hlutverki í baktjaldamakki og hrossakaupum. Sérfræðingarnir veita lögfræðilega og hagsmunatengda ráðgjöf. Þátttaka almennings truflar samningsmöguleika og andstæðum sjónarmiðum er því breytt í hagsmunatengsl og hafnað. „Samkomulag um gildi" breytir pólitískum vandamálum í deilur um gildi þegar ekki er hægt að semja um hagsmuni. Deilt er um frelsi eða jafnrétti, sjálfstæði eða samvinnu þjóða, virkjanir eða umhverfisvernd o.s.frv. Flokksforingjarnir komast að málamiðlunum frekar en að komast að endanlegum niðurstöðum, að vera sammála um að vera ósammála með óljósa von um hægt verði að semja um þau í framtíðinni. Stjórnmálin eru frekar yfirborðskennd og hlutverk almennra stjórnmálamanna er að taka þátt í pólitísku þrasi, en sérfræðingarnir eru háspekilegir um gildin. Þátttaka borgaranna er ekki vel séð, þar sem hún raskar viðkvæmum málamiðlunum. Þeim sem vilja taka þátt er breytt í valdalitla stjórnmálamenn eða einhverskonar sérfræðinga um gildi til að koma þeim úr raunverulegum vandamálalausnum. RökræðulýðræðiRökræðulýðræðinu er ætlað að auka þátttöku borgaranna og almennra stjórnmálamanna og styrkja þannig Alþingi og fulltrúalýðræðið. Grundvöllur lagasetninga á ekki að vera eingöngu álit sérfræðinga og hagsmunaaðila. Formlegir borgarafundir á vegum Alþingis eiga að vera hluti af löggjafarvaldinu þar sem stjórnmálamenn kynna álitamálin og eiga í samræðum við borgarana. Þá láta borgararnir reyna á skoðanir sínar og síðan þarf skipulega að safna sjónarmiðum þeirra til að leggja til í þann grunn sem pólitískar ákvarðanir Alþingis byggjast á. Gegnsæi í pólitískri stjórnsýslu er megin skilyrðið fyrir því að almenningur geti myndað sér skoðun á þeim á sömu forsendum og stjórnmálamenn. Rökræðan þarf að vera af heilindum og á jafnréttisgrundvelli. Mikilvægi ólíkra skoðana felst í því að þær eru hvati að frekari umræðum sem leiða til betri skilnings og geta leitt til nýrra lausna. Réttlæting pólitískra ákvarðana felur í sér að stjórnvöld verða að skýra með rökum hvers vegna þau tóku einhverja ákvörðun frekar en einhverja aðra og svara gagnrýni borgaranna. Með þessu móti fæst sátt um pólitískar ákvarðanir og lagasetningar og þegjandi samkomulag um að virða þær. Ekki vegna þess að maður sé sammála þeim, heldur vegna þess að þær hafa fengið réttláta málsmeðferð og öll sjónarmið hafa fengið að komast að. Pólitískar ákvarðanir njóta þá friðhelgi, en auðvitað er hægt að endurskoða þær síðar ef forsendurnar hafa breyst. Rökræðulýðræðið er tímafrekara og dýrara, en réttlátara, skynsamlegra og virkara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Sjá meira
Beint lýðræði og rökræðulýðræði er tvennt ólíkt. Beint lýðræði felur í sér að borgararnir taka pólitískar ákvarðanir án samráðs við stjórnmálamennina og á það við um setningu stjórnarskrár, afsal fullveldis, þjóðaratkvæðagreiðslur og að koma valdhöfum frá þegar þeir hafa misst traust fólksins. Rökræðulýðræði er lýðræðisleg aðferð til að auka þátttöku borgaranna við lagasetningar innan ramma fulltrúalýðræðisins. Í því felst að hin ólíku sjónarmið almennings eru lögð til grundvallar þegar pólitískar ákvarðanir eru teknar og stjórnvöld eru skyldug að réttlæta allar ákvarðanir sínar með því að færa rök fyrir þeim sem almenningur skilur. Lýðræðið í dagNútíma frjálslynt lýðræði byggist á fulltrúalýðræði, þar sem stjórnmálamenn eru fulltrúar borgaranna, þar sem þeim er ætlað að setja sig inn í flóknari pólitísk málefni, leita sér sérfræðiálita, safna sjónarmiðum hagsmunaaðila og taka síðan pólitískar ákvarðanir með hagsmuni almennings að leiðarljósi. En lýðræðið er takmarkað. Flokksræðið er sterkt og leiðir til kappræðu frekar en málaefnalegrar umræðu. Ólýðræðislegt vald sérfræðinga, hagsmunaaðila, fjármálaveldisins og skoðanamyndandi fjölmiðlaveldis eru aðalógnir lýðræðisins. Vægi hins lýðræðislega kjörna Alþingis hefur minnkað, stjórnarhættir eru ofan frá og niður, ógegnsæi er í pólitískum málefnum ríkisins og oftar er tekið meira mið af hagsmunaaðilum en almenningi. Gjá er milli stjórnmálamanna og fólksins. Þetta má glögglega sjá ef skoðaðar eru þær aðferðir sem notaðar eru til þess að taka pólitískar ákvarðanir. Meirihlutaræði, þar sem einfaldur meirihluti ræður, þarf ekki að semja til að koma málum í gegn, né að taka tillit til skoðana minni hlutans og oft er valtað yfir hann. Flokksforysturæðið er sterkt, venjulegir stjórnmálamenn hafa lítið hlutverk, sérfræðingaveldi ræður öllu í raun og borgararnir búa við kjörklefalýðræði þar sem þeir hafa í raun ekkert að segja nema í kjörklefanum á 4 ára fresti. „Samningar um hagsmuni" er dæmigert fyrir tveggja flokka samsteypustjórnir hérlendis, sem fela í sér helmingaskipti á völdum. Pólitísk vandamál eru séð sem hagsmunadeilur sem hægt er að semja um. Stjórnmálin þykja frekar opin og almennir stjórnmálamenn gegna stóru hlutverki í baktjaldamakki og hrossakaupum. Sérfræðingarnir veita lögfræðilega og hagsmunatengda ráðgjöf. Þátttaka almennings truflar samningsmöguleika og andstæðum sjónarmiðum er því breytt í hagsmunatengsl og hafnað. „Samkomulag um gildi" breytir pólitískum vandamálum í deilur um gildi þegar ekki er hægt að semja um hagsmuni. Deilt er um frelsi eða jafnrétti, sjálfstæði eða samvinnu þjóða, virkjanir eða umhverfisvernd o.s.frv. Flokksforingjarnir komast að málamiðlunum frekar en að komast að endanlegum niðurstöðum, að vera sammála um að vera ósammála með óljósa von um hægt verði að semja um þau í framtíðinni. Stjórnmálin eru frekar yfirborðskennd og hlutverk almennra stjórnmálamanna er að taka þátt í pólitísku þrasi, en sérfræðingarnir eru háspekilegir um gildin. Þátttaka borgaranna er ekki vel séð, þar sem hún raskar viðkvæmum málamiðlunum. Þeim sem vilja taka þátt er breytt í valdalitla stjórnmálamenn eða einhverskonar sérfræðinga um gildi til að koma þeim úr raunverulegum vandamálalausnum. RökræðulýðræðiRökræðulýðræðinu er ætlað að auka þátttöku borgaranna og almennra stjórnmálamanna og styrkja þannig Alþingi og fulltrúalýðræðið. Grundvöllur lagasetninga á ekki að vera eingöngu álit sérfræðinga og hagsmunaaðila. Formlegir borgarafundir á vegum Alþingis eiga að vera hluti af löggjafarvaldinu þar sem stjórnmálamenn kynna álitamálin og eiga í samræðum við borgarana. Þá láta borgararnir reyna á skoðanir sínar og síðan þarf skipulega að safna sjónarmiðum þeirra til að leggja til í þann grunn sem pólitískar ákvarðanir Alþingis byggjast á. Gegnsæi í pólitískri stjórnsýslu er megin skilyrðið fyrir því að almenningur geti myndað sér skoðun á þeim á sömu forsendum og stjórnmálamenn. Rökræðan þarf að vera af heilindum og á jafnréttisgrundvelli. Mikilvægi ólíkra skoðana felst í því að þær eru hvati að frekari umræðum sem leiða til betri skilnings og geta leitt til nýrra lausna. Réttlæting pólitískra ákvarðana felur í sér að stjórnvöld verða að skýra með rökum hvers vegna þau tóku einhverja ákvörðun frekar en einhverja aðra og svara gagnrýni borgaranna. Með þessu móti fæst sátt um pólitískar ákvarðanir og lagasetningar og þegjandi samkomulag um að virða þær. Ekki vegna þess að maður sé sammála þeim, heldur vegna þess að þær hafa fengið réttláta málsmeðferð og öll sjónarmið hafa fengið að komast að. Pólitískar ákvarðanir njóta þá friðhelgi, en auðvitað er hægt að endurskoða þær síðar ef forsendurnar hafa breyst. Rökræðulýðræðið er tímafrekara og dýrara, en réttlátara, skynsamlegra og virkara.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun