Nú ber Evrópusambandið peninga í áróðurinn Guðni Ágústsson skrifar 17. september 2011 06:00 Eitt stærsta fyrirtæki heims er Coca Cola. Það ver miklum peningum í að selja vöru sína og segir aldrei frá ókostum drykkjarins. Eitt fyrirtæki ver þó hærri upphæð í áróður um eigið ágæti, það er Evrópusambandið sjálft. Halda menn að ESB segi frá vanköntum þess að tilheyra sambandinu? Nei, þar sitja þessi stóru fyrirtæki við sama borð, allt er gott. Íslendingum var talin trú um að aðildarviðræðurnar snerust um kosti og galla þess að ganga í ESB og samninga. Nú er upplýsingaherferð ESB hafin á Íslandi og fyrirtæki valið til að berjast fyrir aðildinni sérstaklega. Þetta er almannatengslafyrirtækið Athygli sem vinnur verkið. Samkvæmt útboðslýsingunni er um að ræða „Maximum budget 1400 000 EUR“. Eða í íslenskum krónum 224 milljónir króna. Nú skulum við spyrja okkur að einni spurningu, hvers vegna skyldi „Upplýsingaherferð“ Evrópusambandsins hér á landi vera hlutlæg eða hlutlaus þegar sambandið hefur hvergi staðið fyrir slíku annars staðar? Stjórnarskrá okkar bannar íhlutunUpplýsingamiðlun ESB mun væntanlega alfarið vera byggð á efni frá sambandinu beint eða óbeint. Það er að segja einhliða upplýsingamiðlun. Með öðrum orðum áróðri. ESB fer ekki í aðildarviðræður öðruvísi en að hafa eitt markmið á hreinu að vinna kosningarnar hverju sinni. Heldur fólk almennt að ESB sé líklegt til að veita hlutlægar upplýsingar um sjálft sig í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu? Frekar en stjórnmálaflokkur í aðdraganda kosninga til Alþingis? Öll þekkjum við fagurgalann og fallega fólkið á flettiskiltunum og loforðin góðu? Svo skulum við spyrja okkur að hinu, samkvæmt íslenskum lögum og stjórnarskrá er erlendu ríki bannað að vera með íhlutun í málefni Íslands eða pólitík. Hér hefur ESB í kjölfar viðræðnanna opnað sendiráðsskrifstofu og býr sig undir að standa með ríkisstjórninni að landsmenn samþykki aðlögunarsamninginn og fúlgur fjár fylgja í áróðurinn. Aðlögun að ESB?Ef stjórnvöld í Króatíu eru spurð hvort þau séu í samningaviðræðum við Evrópusambandið er svar þeirra skýrt nei, við erum í aðlögunarferli. ESB fer ekki í svona viðræður nema á sama grunni við allar umsóknarþjóðir. Heimild Alþingis gekk út á samninga með skilyrðum, ekki satt? Alþingi gaf aldrei ríkisstjórninni heimild til að aðlaga íslenska stjórnkerfið lögum og reglum ESB. Það er leynd yfir samningsmarkmiðum Íslands, eru þau til? Eða hefur leiðtogi Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, þetta allt í hendi sinni, jafn sannfærandi og málflutningur hans hefur verið á erlendri grund? Umsóknin lögð til hliðarStærstur hluti mannafla stjórnarráðsins er undirlagður í vinnu við aðlögunina og kostnaðurinn hleypur á milljörðum króna. Evrópusambandið sjálft hefur tekið miklum breytingum á síðustu tveimur árum og glímir við mikinn innri vanda bæði vegna evrunnar, skuldakreppu og stefnumörkunar inn í framtíðina sem ríkjabandalag á mörgum sviðum. Við þessar aðstæður og vegna þess að viðræðurnar snúast ekki um samninga heldur aðlögun er rétt að leggja aðildarviðræðurnar til hliðar um sinn. Við skulum því sameinast um að skora á alþingismenn okkar og Alþingi að leggja umsóknina til hliðar. Það gerir þú með því að fara inn á Skynsemi.is og skrifa undir slíka áskorun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Eitt stærsta fyrirtæki heims er Coca Cola. Það ver miklum peningum í að selja vöru sína og segir aldrei frá ókostum drykkjarins. Eitt fyrirtæki ver þó hærri upphæð í áróður um eigið ágæti, það er Evrópusambandið sjálft. Halda menn að ESB segi frá vanköntum þess að tilheyra sambandinu? Nei, þar sitja þessi stóru fyrirtæki við sama borð, allt er gott. Íslendingum var talin trú um að aðildarviðræðurnar snerust um kosti og galla þess að ganga í ESB og samninga. Nú er upplýsingaherferð ESB hafin á Íslandi og fyrirtæki valið til að berjast fyrir aðildinni sérstaklega. Þetta er almannatengslafyrirtækið Athygli sem vinnur verkið. Samkvæmt útboðslýsingunni er um að ræða „Maximum budget 1400 000 EUR“. Eða í íslenskum krónum 224 milljónir króna. Nú skulum við spyrja okkur að einni spurningu, hvers vegna skyldi „Upplýsingaherferð“ Evrópusambandsins hér á landi vera hlutlæg eða hlutlaus þegar sambandið hefur hvergi staðið fyrir slíku annars staðar? Stjórnarskrá okkar bannar íhlutunUpplýsingamiðlun ESB mun væntanlega alfarið vera byggð á efni frá sambandinu beint eða óbeint. Það er að segja einhliða upplýsingamiðlun. Með öðrum orðum áróðri. ESB fer ekki í aðildarviðræður öðruvísi en að hafa eitt markmið á hreinu að vinna kosningarnar hverju sinni. Heldur fólk almennt að ESB sé líklegt til að veita hlutlægar upplýsingar um sjálft sig í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu? Frekar en stjórnmálaflokkur í aðdraganda kosninga til Alþingis? Öll þekkjum við fagurgalann og fallega fólkið á flettiskiltunum og loforðin góðu? Svo skulum við spyrja okkur að hinu, samkvæmt íslenskum lögum og stjórnarskrá er erlendu ríki bannað að vera með íhlutun í málefni Íslands eða pólitík. Hér hefur ESB í kjölfar viðræðnanna opnað sendiráðsskrifstofu og býr sig undir að standa með ríkisstjórninni að landsmenn samþykki aðlögunarsamninginn og fúlgur fjár fylgja í áróðurinn. Aðlögun að ESB?Ef stjórnvöld í Króatíu eru spurð hvort þau séu í samningaviðræðum við Evrópusambandið er svar þeirra skýrt nei, við erum í aðlögunarferli. ESB fer ekki í svona viðræður nema á sama grunni við allar umsóknarþjóðir. Heimild Alþingis gekk út á samninga með skilyrðum, ekki satt? Alþingi gaf aldrei ríkisstjórninni heimild til að aðlaga íslenska stjórnkerfið lögum og reglum ESB. Það er leynd yfir samningsmarkmiðum Íslands, eru þau til? Eða hefur leiðtogi Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, þetta allt í hendi sinni, jafn sannfærandi og málflutningur hans hefur verið á erlendri grund? Umsóknin lögð til hliðarStærstur hluti mannafla stjórnarráðsins er undirlagður í vinnu við aðlögunina og kostnaðurinn hleypur á milljörðum króna. Evrópusambandið sjálft hefur tekið miklum breytingum á síðustu tveimur árum og glímir við mikinn innri vanda bæði vegna evrunnar, skuldakreppu og stefnumörkunar inn í framtíðina sem ríkjabandalag á mörgum sviðum. Við þessar aðstæður og vegna þess að viðræðurnar snúast ekki um samninga heldur aðlögun er rétt að leggja aðildarviðræðurnar til hliðar um sinn. Við skulum því sameinast um að skora á alþingismenn okkar og Alþingi að leggja umsóknina til hliðar. Það gerir þú með því að fara inn á Skynsemi.is og skrifa undir slíka áskorun.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar