Viðurkennum Palestínu strax Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 22. september 2011 10:30 Palestína var ríki fyrir 1947, enda þótt hún hafi verið hersetin af stórveldum og skilgreind sem breskt verndarsvæði eftir heimsstyrjöldina fyrri. Stórveldin tóku ákvörðun um að skipta henni upp milli gyðinga og Palestínumanna. Rúmlega helmingur landsins skyldi tekinn og gerður að sérríki til handa gyðingum, sem flestir voru aðfluttir. Gyðingar samþykktu þessa tillögu sem meiri hluti Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna hafði samþykkt 29. nóvember 1947. Gyðingar höfðu aðeins verið lítill hluti íbúanna en fór hratt fjölgandi. Arabar, þar á meðal Palestínumenn, höfnuðu þessari landtöku. Lái þeim hver sem vill. Ég átti viðræður við aldinn og virtan skurðlækni á Gaza, Mustafa Abdul Shafi, í desember í fyrra stuttu áður en hann lést. Dr. Mustafa hafði verið í tengslum við kommúnista á sínum tíma, en þeir voru eini stjórnmálahópurinn meðal Palestínumanna sem samþykkti skiptinguna. Hvers vegna? Við töldum að ef við samþykktum ekki að gyðingar fengju helming landsins tækju þeir miklu meira. Reynslan hefur heldur betur sýnt að dr. Mustafa og skoðanabræður hans höfðu rétt fyrir sér. Gyðingar hafa fyrir löngu lagt alla Palestínu undir sig. Það gerðu þeir í tveimur áföngum. Fyrst í stríðinu frá 1948-49 er þeir náðu um það bil helmingi af þeim hluta sem Palestínumönnum var ætlaður og afganginn, það er 22% sem eftir var, tóku þeir í Sex daga stríðinu 1967. Ísraelsríki var stofnað í maí 1948, þegar Bretar afsöluðu sér sínu hlutverki sem nýlenduþjóð, en Palestínumenn voru ekki reiðubúnir að stofna ríki þá, hvorki gátu né vildu. Nú, eftir 63 ára hernám og landflótta stórs hluta þjóðarinnar og 44 ára hernám allrar Palestínu, eru Palestínumenn reiðubúnir að stofna sjálfstætt og fullvalda ríki á þeim fimmtungi Palestínu sem tekinn var af þeim í júní 1967. Þeir krefjast ekki einu sinni þess tæpa helmings landsins sem SÞ höfðu ætlað þeim 1947, hvað þá heldur alls landsins. Þessa miklu og sögulegu eftirgjöf sannfærði Yasser Arafat þjóðina um að væri nauðsynleg og í dag hafa öll stjórnmálaöfl í Palestínu sæst á hana með einum eða öðrum hætti, þar á meðal Hamas-samtökin sem styðja stofnun Palestínuríkis innan landamæranna frá 1967. Það gerir Ísraelsstjórn hins vegar ekki. Ísraelsríki hefur aldrei verið reiðubúið að skilgreina nein landamæri fyrir sig. Það er fátt sem bendir til þess að nokkur leiðtogi Ísraelsríkis hafi ætlað sér að skila einum einasta landskika sem tekinn hefur verið. Til þess benda landtökubyggðirnar sem allir flokkar hafa staðið að. Undantekningin er ef til vill Yitshak Rabin forsætisráðherra sem var myrtur af eigin mönnum, fyrir sinn friðarvilja. Palestínska þjóðin er herlaus og hefur ekki haft tök á að verjast grimmilegum árásum Ísraelshers sem íbúar herteknu svæðanna hafa endalaust mátt þola. Þar á í hlut eitt öflugasta herveldi heims gegn varnarlausum íbúum. Aðskilnaðarmúr, samgönguhindranir, loftárásir, eyðilegging á möguleikum til sjálfsbjargar, hvort sem er við ávaxtarækt, landbúnað, fiskveiðar eða iðnað, þá er fátt eitt talið sem hernámið hefur haft í för með sér. Það er löngu komið nóg. Umheimurinn getur ekki endalaust horft upp á þessa miskunnarlausu kúgun einnar þjóðar á annarri. Viðurkenning Palestínu sem sjálfstæðs og fullvalda ríkis er fyrsta skrefið til að binda enda á hernámið og koma á réttlátum friði. Þrátt fyrir hinn mikla stuðning sem palestínska þjóðin nýtur meðal Sameinuðu þjóðanna getur Bandaríkjastjórn beitt neitunarvaldi gegn fullri aðild Palestínu sem sjálfstæðs ríkis. Það er þá í 42. skiptið sem Bandaríkin beita valdi sínu gegn rétti palestínsku þjóðarinnar. Skömm Bandaríkjastjórnar er því meiri sem Obama Bandaríkjaforseti lýsti því yfir fyrir réttu ári að aðild Palestínu að SÞ yrði fagnað nú, að liðnu ári. Ráðamenn í Ísrael hafa haft það í flimtingum að þeir hafi neitunarvald í Öryggisráðinu. Það sýnir sig nú. Þessi valdbeiting Bandaríkjastjórnar er í samræmi við fyrri stefnu og hvernig Bandaríkin hafa staðið undir stríðsrekstri Ísraels, hernámi þess og kúgun gagnvart nágrönnum, árum og áratugum saman. Ísland hafði á sínum tíma visst frumkvæði með höndum á vettvangi SÞ þegar tillagan um skiptingu Palestínu var samþykkt. Það færi vel á því að Ísland axlaði ábyrgð sína og sýndi frumkvæði nú. Ísland getur enn orðið fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Það þarf að gerast strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Palestína var ríki fyrir 1947, enda þótt hún hafi verið hersetin af stórveldum og skilgreind sem breskt verndarsvæði eftir heimsstyrjöldina fyrri. Stórveldin tóku ákvörðun um að skipta henni upp milli gyðinga og Palestínumanna. Rúmlega helmingur landsins skyldi tekinn og gerður að sérríki til handa gyðingum, sem flestir voru aðfluttir. Gyðingar samþykktu þessa tillögu sem meiri hluti Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna hafði samþykkt 29. nóvember 1947. Gyðingar höfðu aðeins verið lítill hluti íbúanna en fór hratt fjölgandi. Arabar, þar á meðal Palestínumenn, höfnuðu þessari landtöku. Lái þeim hver sem vill. Ég átti viðræður við aldinn og virtan skurðlækni á Gaza, Mustafa Abdul Shafi, í desember í fyrra stuttu áður en hann lést. Dr. Mustafa hafði verið í tengslum við kommúnista á sínum tíma, en þeir voru eini stjórnmálahópurinn meðal Palestínumanna sem samþykkti skiptinguna. Hvers vegna? Við töldum að ef við samþykktum ekki að gyðingar fengju helming landsins tækju þeir miklu meira. Reynslan hefur heldur betur sýnt að dr. Mustafa og skoðanabræður hans höfðu rétt fyrir sér. Gyðingar hafa fyrir löngu lagt alla Palestínu undir sig. Það gerðu þeir í tveimur áföngum. Fyrst í stríðinu frá 1948-49 er þeir náðu um það bil helmingi af þeim hluta sem Palestínumönnum var ætlaður og afganginn, það er 22% sem eftir var, tóku þeir í Sex daga stríðinu 1967. Ísraelsríki var stofnað í maí 1948, þegar Bretar afsöluðu sér sínu hlutverki sem nýlenduþjóð, en Palestínumenn voru ekki reiðubúnir að stofna ríki þá, hvorki gátu né vildu. Nú, eftir 63 ára hernám og landflótta stórs hluta þjóðarinnar og 44 ára hernám allrar Palestínu, eru Palestínumenn reiðubúnir að stofna sjálfstætt og fullvalda ríki á þeim fimmtungi Palestínu sem tekinn var af þeim í júní 1967. Þeir krefjast ekki einu sinni þess tæpa helmings landsins sem SÞ höfðu ætlað þeim 1947, hvað þá heldur alls landsins. Þessa miklu og sögulegu eftirgjöf sannfærði Yasser Arafat þjóðina um að væri nauðsynleg og í dag hafa öll stjórnmálaöfl í Palestínu sæst á hana með einum eða öðrum hætti, þar á meðal Hamas-samtökin sem styðja stofnun Palestínuríkis innan landamæranna frá 1967. Það gerir Ísraelsstjórn hins vegar ekki. Ísraelsríki hefur aldrei verið reiðubúið að skilgreina nein landamæri fyrir sig. Það er fátt sem bendir til þess að nokkur leiðtogi Ísraelsríkis hafi ætlað sér að skila einum einasta landskika sem tekinn hefur verið. Til þess benda landtökubyggðirnar sem allir flokkar hafa staðið að. Undantekningin er ef til vill Yitshak Rabin forsætisráðherra sem var myrtur af eigin mönnum, fyrir sinn friðarvilja. Palestínska þjóðin er herlaus og hefur ekki haft tök á að verjast grimmilegum árásum Ísraelshers sem íbúar herteknu svæðanna hafa endalaust mátt þola. Þar á í hlut eitt öflugasta herveldi heims gegn varnarlausum íbúum. Aðskilnaðarmúr, samgönguhindranir, loftárásir, eyðilegging á möguleikum til sjálfsbjargar, hvort sem er við ávaxtarækt, landbúnað, fiskveiðar eða iðnað, þá er fátt eitt talið sem hernámið hefur haft í för með sér. Það er löngu komið nóg. Umheimurinn getur ekki endalaust horft upp á þessa miskunnarlausu kúgun einnar þjóðar á annarri. Viðurkenning Palestínu sem sjálfstæðs og fullvalda ríkis er fyrsta skrefið til að binda enda á hernámið og koma á réttlátum friði. Þrátt fyrir hinn mikla stuðning sem palestínska þjóðin nýtur meðal Sameinuðu þjóðanna getur Bandaríkjastjórn beitt neitunarvaldi gegn fullri aðild Palestínu sem sjálfstæðs ríkis. Það er þá í 42. skiptið sem Bandaríkin beita valdi sínu gegn rétti palestínsku þjóðarinnar. Skömm Bandaríkjastjórnar er því meiri sem Obama Bandaríkjaforseti lýsti því yfir fyrir réttu ári að aðild Palestínu að SÞ yrði fagnað nú, að liðnu ári. Ráðamenn í Ísrael hafa haft það í flimtingum að þeir hafi neitunarvald í Öryggisráðinu. Það sýnir sig nú. Þessi valdbeiting Bandaríkjastjórnar er í samræmi við fyrri stefnu og hvernig Bandaríkin hafa staðið undir stríðsrekstri Ísraels, hernámi þess og kúgun gagnvart nágrönnum, árum og áratugum saman. Ísland hafði á sínum tíma visst frumkvæði með höndum á vettvangi SÞ þegar tillagan um skiptingu Palestínu var samþykkt. Það færi vel á því að Ísland axlaði ábyrgð sína og sýndi frumkvæði nú. Ísland getur enn orðið fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Það þarf að gerast strax.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun