Hvar liggja skilin á milli sérhagsmuna og almannahagsmuna? 29. september 2011 06:00 Heita má að í hvert sinn, sem einhver hefur mótmælt núverandi áformum um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, stígi Ólína Þorvarðardóttir fram og segi þennan og hinn í sérhagsmunagæslu. Hversu marga þarf eiginlega til að mótmæla þessu frumvarpi þannig að það sé skilgreint sem almannahagsmunir í huga þingmannsins? Í nýlegu útvarpsviðtali hafnaði Ólína því að setjast aftur að samningaborði um þetta mál. Hvers vegna skyldi það vera? Var það vegna þess að meirihluti sáttanefndarinnar svokölluðu komst að annarri niðurstöðu en hún vildi? Var lýðræðisást hennar ekki meiri en svo að hún gerði allt sem hún gat til að koma í veg fyrir að þær tillögur yrðu hafðar til hliðsjónar við gerð nýs frumvarps. Kolféll á prófinuÞrátt fyrir yfirlýsingar um annað, m.a. hennar eigin, lágu ekki fyrir neinar hagfræðilegar úttektir á afleiðingum þessa frumvarps áður en það var lagt fram. Handvalinn hagfræðingahópur sjávarútvegsráðherra fékk hins vegar það verkefni í kjölfarið. Skemmst er frá að segja að frumvarpið kolféll á því prófi. Ólína, sem alltaf veit betur, átti að sjálfsögðu svar við þessu í umræddu útvarpsviðtali: „…þó að hagfræðingur á launum hjá LÍÚ hafi ekki fengið að komast að allri undirbúningsvinnunni þá er ekki þar með sagt að hún hafi ekki verið unnin.“ Til hvers var ráðherra þá að setja þennan sérfræðihóp saman? Gleymdi stuðningsmaðurinnÞingmaðurinn fór að vanda mikinn í viðtalinu í þættinum Í bítið á Bylgjunni og vissi alltaf betur. Þegar spyrjandi hafði orð á því að leitun væri að einhverjum sem stutt hefðu frumvarpið sagði þingmaðurinn m.a.: „Það er ekki allt sem sýnist í þessari umræðu. Þau byggðarlög sem aðallega hafa mótmælt þessu … eru byggðarlög sem eru undir stjórn sjálfstæðismanna og þau hafa hærra í þessari umræðu. Það er bara þannig.“ Það verður að virða þingmanninum það til vorkunnar að hafa ekki í viðtalinu getað rifjað upp eina stuðningsmann frumvarpsins. Við sem fylgjumst með umræðunni munum eftir honum. Þetta er trillukall, sem var búinn að selja kvótann sinn fyrir drjúgan skilding og komst svo á strandveiðar og fékk nýjar veiðiheimildir gefins frá stjórnvöldum! Þorskveiðar smábáta úr 3% í 21% af heildarkvóta í þorskiTakmörkuð söguþekking þingmannsins á sjávarútvegi kom vel í ljós í viðtalinu. Þar kvartaði Ólína undan því að erfitt væri að stofna nýjar útgerðir og að þeir væru fáir sem það hefðu gert. Staðreyndin er sú að sett hafa verið á laggirnar nokkur sérgæskukerfi fyrir smábáta. Öll eiga þau það sammerkt að hafa að endingu orðið hluti af kvótakerfinu með tilheyrandi flutningi aflaheimilda frá þeim sem voru þar fyrir. Við upphaf kvótakerfisins fiskuðu smábátar um 16.800 tonn, þá var heildarveiði þorsks um 243.000 tonn. Í fyrra fiskuðu smábátarnir 76.000 tonn en þá var heildarkvóti þorsks 170.000 tonn. Einhverjir nýir hljóta því að hafa náð að hasla sér völl í þessari atvinnugrein. Þeir sem hæst láta yfir takmörkuðu aðgengi nýliða eru yfirleitt þeir sem eru búnir að selja frá sér veiðiheimildirnar og sumir oftar en einu sinni. Styttist í rauða spjaldiðÞað sem mér finnst sjálfum ósmekklegast í málflutningi þingmannsins er að hún skautar fram hjá upplýsingum, sem sem hún lætur gagngert safna saman fyrir sig og talar því ítrekað gegn betri vitund. Eins og þeir vita, sem hafa fylgst með málflutningi þingmannsins, hefur hún kvartað yfir hnignandi umræðuhefð á Íslandi. Í því samhengi hefur hún m.a. gripið til líkingamáls úr fótboltanum, að menn fari í manninn en ekki boltann. Eins og Ólína hefur spilað hlýtur að styttast í að henni verði sýnt rauða spjaldið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Sjá meira
Heita má að í hvert sinn, sem einhver hefur mótmælt núverandi áformum um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, stígi Ólína Þorvarðardóttir fram og segi þennan og hinn í sérhagsmunagæslu. Hversu marga þarf eiginlega til að mótmæla þessu frumvarpi þannig að það sé skilgreint sem almannahagsmunir í huga þingmannsins? Í nýlegu útvarpsviðtali hafnaði Ólína því að setjast aftur að samningaborði um þetta mál. Hvers vegna skyldi það vera? Var það vegna þess að meirihluti sáttanefndarinnar svokölluðu komst að annarri niðurstöðu en hún vildi? Var lýðræðisást hennar ekki meiri en svo að hún gerði allt sem hún gat til að koma í veg fyrir að þær tillögur yrðu hafðar til hliðsjónar við gerð nýs frumvarps. Kolféll á prófinuÞrátt fyrir yfirlýsingar um annað, m.a. hennar eigin, lágu ekki fyrir neinar hagfræðilegar úttektir á afleiðingum þessa frumvarps áður en það var lagt fram. Handvalinn hagfræðingahópur sjávarútvegsráðherra fékk hins vegar það verkefni í kjölfarið. Skemmst er frá að segja að frumvarpið kolféll á því prófi. Ólína, sem alltaf veit betur, átti að sjálfsögðu svar við þessu í umræddu útvarpsviðtali: „…þó að hagfræðingur á launum hjá LÍÚ hafi ekki fengið að komast að allri undirbúningsvinnunni þá er ekki þar með sagt að hún hafi ekki verið unnin.“ Til hvers var ráðherra þá að setja þennan sérfræðihóp saman? Gleymdi stuðningsmaðurinnÞingmaðurinn fór að vanda mikinn í viðtalinu í þættinum Í bítið á Bylgjunni og vissi alltaf betur. Þegar spyrjandi hafði orð á því að leitun væri að einhverjum sem stutt hefðu frumvarpið sagði þingmaðurinn m.a.: „Það er ekki allt sem sýnist í þessari umræðu. Þau byggðarlög sem aðallega hafa mótmælt þessu … eru byggðarlög sem eru undir stjórn sjálfstæðismanna og þau hafa hærra í þessari umræðu. Það er bara þannig.“ Það verður að virða þingmanninum það til vorkunnar að hafa ekki í viðtalinu getað rifjað upp eina stuðningsmann frumvarpsins. Við sem fylgjumst með umræðunni munum eftir honum. Þetta er trillukall, sem var búinn að selja kvótann sinn fyrir drjúgan skilding og komst svo á strandveiðar og fékk nýjar veiðiheimildir gefins frá stjórnvöldum! Þorskveiðar smábáta úr 3% í 21% af heildarkvóta í þorskiTakmörkuð söguþekking þingmannsins á sjávarútvegi kom vel í ljós í viðtalinu. Þar kvartaði Ólína undan því að erfitt væri að stofna nýjar útgerðir og að þeir væru fáir sem það hefðu gert. Staðreyndin er sú að sett hafa verið á laggirnar nokkur sérgæskukerfi fyrir smábáta. Öll eiga þau það sammerkt að hafa að endingu orðið hluti af kvótakerfinu með tilheyrandi flutningi aflaheimilda frá þeim sem voru þar fyrir. Við upphaf kvótakerfisins fiskuðu smábátar um 16.800 tonn, þá var heildarveiði þorsks um 243.000 tonn. Í fyrra fiskuðu smábátarnir 76.000 tonn en þá var heildarkvóti þorsks 170.000 tonn. Einhverjir nýir hljóta því að hafa náð að hasla sér völl í þessari atvinnugrein. Þeir sem hæst láta yfir takmörkuðu aðgengi nýliða eru yfirleitt þeir sem eru búnir að selja frá sér veiðiheimildirnar og sumir oftar en einu sinni. Styttist í rauða spjaldiðÞað sem mér finnst sjálfum ósmekklegast í málflutningi þingmannsins er að hún skautar fram hjá upplýsingum, sem sem hún lætur gagngert safna saman fyrir sig og talar því ítrekað gegn betri vitund. Eins og þeir vita, sem hafa fylgst með málflutningi þingmannsins, hefur hún kvartað yfir hnignandi umræðuhefð á Íslandi. Í því samhengi hefur hún m.a. gripið til líkingamáls úr fótboltanum, að menn fari í manninn en ekki boltann. Eins og Ólína hefur spilað hlýtur að styttast í að henni verði sýnt rauða spjaldið.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun