Betra fiskveiðistjórnunarkerfi til framtíðar Lilja Rafney Magnúsdóttir og Ólína Þorvarðardóttir skrifar 30. september 2011 06:00 Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis hefur verið með í umsagnarferli frumvarp til laga um stjórn fiskveiða sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mælti fyrir á Alþingi sl. vor. Af umsögnum að dæma eru afar skiptar skoðanir um framtíðarskipan fiskveiðistjórnunar, fjölmargir umsagnaraðilar lýsa sig sammála þeim markmiðum sem sett eru fram í frumvarpinu en jafnframt kemur fram mikil andstaða við þær grundvallarbreytingar sem lagðar eru til á kerfinu og framsetningu frumvarpsins í heild. Það er því mat formanns og varaformanns sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis að taka verði frumvarpið til gagngerrar endurskoðunar áður en það verður lagt fram að nýju á 140. löggjafarþingi sem hefst 1. október nk. NýtingarsamningarÓlína Þorvarðardóttir alþingismaðurVið endurgerð frumvarpsins þarf að búa svo um hnúta að gætt verði jafnræðis við gerð og úthlutun nýtingarsamninga og aflaheimilda, ekki síst með skilyrtum, opnum tilboðum. Jafnframt því sé atvinnuréttur sjávarbyggðanna til nýtingar sjávarauðlindarinnar tryggður. Nauðsynlegt er að opna enn frekar á milli nýtingasamninga og leiguhluta ríkisins þannig að kvótalitlar útgerðir geti sótt um nýtingasamninga og handhafar nýtingasamninga geti leigt tímabundnar aflaheimildir úr leigupotti. Tryggja þarf ríkinu rétt til að endurúthluta nýtingarsamningum eða leigja að nýju aflaheimildir gjaldþrota útgerðarfyrirtækja eða fyrirtækja sem hætta af öðrum orsökum. Þak verði sett á hlutdeildarkerfið og það brotið upp að einhverju marki. Nýliðun, atvinnusköpun, jafnræði Til að tryggja réttláta skiptingu fiskveiðiauðlindarinnar og nægjanlega nýliðun teljum við heppilegast að farin verði blönduð leið, þ.e. að hægt sé að bjóða í nýtingasamninga ásamt því að nægjanlegt framboð aflaheimilda sé í leigupotti ríkisins. Almenni leiguhlutinn þarf að aukast verulega og verða raunverulegur valkostur þar sem eðlileg verðmyndun aflaheimilda er tryggð. Jafnhliða þarf að stórefla strandveiðar. Þetta samanlagt teljum við að geti byggt upp möguleika nýliða til áframhaldandi fjárfestinga og atvinnuþátttöku í greininni auk þess sem það stuðlar að dreifðri eignaraðild. Í dag fá t.d. 50 stærstu sjávarútvegsfyrirtækin úthlutað 84% af aflamarki þessa árs. ByggðaráðstafanirVið leggjum til að horfið verði frá hugmyndum um byggðapotta og þar með miðstýringarvaldi ráðherra hverju sinni við úthlutun byggðakvóta. Þess í stað verði leigupottur stækkaður nægilega til þess að verða raunhæfur valkostur á móti nýtingarsamningum. Aflaheimildir úr leigupotti teljum við rétt að svæðistengja og skilyrða við ákveðið lágmark aflaheimilda. Hafa verður hugfast að þó að horfið verði frá beinum byggðakvóta verður ríkið að geta brugðist við áföllum í atvinnumálum sjávarbyggða með samningum um ráðstöfun aflaheimilda til sveitarfélaga/fyrirtækja sem skilyrt væru til ákveðins tíma. Frjálsar strandveiðar í skilgreindri strandveiðihelgi Hugmynd okkar um stórefldar strandveiðar er sú að þær verði gefnar frjálsar innan skilgreindrar strandveiðihelgi með ströngum skilyrðum. ŸVeiðitímabilið verði sex mánuði ársins. ŸBátar minni en 15 brúttótonn. ŸTvær handfærarúllur um borð. ŸSkráður eigandi sigli bátnum og geri ekki út aðra báta jafnhliða. ŸVeitt verði 5 daga vikunnar. Aðrar takmarkanir teljum við óþarfar af hálfu löggjafans, því veður, vélarafl og náttúra munu sjá um að skilyrða veiðarnar innan þeirra marka sem löggjafinn reiknar með að falli undir þessar veiðar í aflaheimildum (þ.e. samanlagður byggða- og strandveiðikvóti). Þessar umhverfisvænu sjálfbæru veiðar myndu skila mörg hundruð störfum og stórauknum gjaldeyristekjum í þjóðarbúið. FiskvinnslaVið leggjum til að lögskyldað verði að bjóða allan óunninn fisk á innlendan markað og skilið verði milli veiða og vinnslu. Að þessu verði stefnt í áföngum þannig að vaxandi hluti fari á innanlandsmarkað uns t.d. 80% er náð. Þessi breyting gæti skapað um eitt þúsund störf. Tryggja verður að fiskvinnsla í landi og á sjó sitji við sama borð og búi við sambærilegt rekstrarumhverfi, og að allur afli skili sér að landi og sé nýttur í vinnslu. Brýnt er að áframhaldandi vinna við gerð nýs frumvarps um stjórn fiskveiða miði að þjóðfélagslega arðbærri og sanngjarnri nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar. Til grundvallar höfum við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, jafnræðis- og atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar, álit mannréttindanefndar SÞ, að ógleymdri tillögu stjórnlagaráðs um nýtt auðlindarákvæði í stjórnarskrá. Það er traustur grunnur að byggja á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðanir Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis hefur verið með í umsagnarferli frumvarp til laga um stjórn fiskveiða sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mælti fyrir á Alþingi sl. vor. Af umsögnum að dæma eru afar skiptar skoðanir um framtíðarskipan fiskveiðistjórnunar, fjölmargir umsagnaraðilar lýsa sig sammála þeim markmiðum sem sett eru fram í frumvarpinu en jafnframt kemur fram mikil andstaða við þær grundvallarbreytingar sem lagðar eru til á kerfinu og framsetningu frumvarpsins í heild. Það er því mat formanns og varaformanns sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis að taka verði frumvarpið til gagngerrar endurskoðunar áður en það verður lagt fram að nýju á 140. löggjafarþingi sem hefst 1. október nk. NýtingarsamningarÓlína Þorvarðardóttir alþingismaðurVið endurgerð frumvarpsins þarf að búa svo um hnúta að gætt verði jafnræðis við gerð og úthlutun nýtingarsamninga og aflaheimilda, ekki síst með skilyrtum, opnum tilboðum. Jafnframt því sé atvinnuréttur sjávarbyggðanna til nýtingar sjávarauðlindarinnar tryggður. Nauðsynlegt er að opna enn frekar á milli nýtingasamninga og leiguhluta ríkisins þannig að kvótalitlar útgerðir geti sótt um nýtingasamninga og handhafar nýtingasamninga geti leigt tímabundnar aflaheimildir úr leigupotti. Tryggja þarf ríkinu rétt til að endurúthluta nýtingarsamningum eða leigja að nýju aflaheimildir gjaldþrota útgerðarfyrirtækja eða fyrirtækja sem hætta af öðrum orsökum. Þak verði sett á hlutdeildarkerfið og það brotið upp að einhverju marki. Nýliðun, atvinnusköpun, jafnræði Til að tryggja réttláta skiptingu fiskveiðiauðlindarinnar og nægjanlega nýliðun teljum við heppilegast að farin verði blönduð leið, þ.e. að hægt sé að bjóða í nýtingasamninga ásamt því að nægjanlegt framboð aflaheimilda sé í leigupotti ríkisins. Almenni leiguhlutinn þarf að aukast verulega og verða raunverulegur valkostur þar sem eðlileg verðmyndun aflaheimilda er tryggð. Jafnhliða þarf að stórefla strandveiðar. Þetta samanlagt teljum við að geti byggt upp möguleika nýliða til áframhaldandi fjárfestinga og atvinnuþátttöku í greininni auk þess sem það stuðlar að dreifðri eignaraðild. Í dag fá t.d. 50 stærstu sjávarútvegsfyrirtækin úthlutað 84% af aflamarki þessa árs. ByggðaráðstafanirVið leggjum til að horfið verði frá hugmyndum um byggðapotta og þar með miðstýringarvaldi ráðherra hverju sinni við úthlutun byggðakvóta. Þess í stað verði leigupottur stækkaður nægilega til þess að verða raunhæfur valkostur á móti nýtingarsamningum. Aflaheimildir úr leigupotti teljum við rétt að svæðistengja og skilyrða við ákveðið lágmark aflaheimilda. Hafa verður hugfast að þó að horfið verði frá beinum byggðakvóta verður ríkið að geta brugðist við áföllum í atvinnumálum sjávarbyggða með samningum um ráðstöfun aflaheimilda til sveitarfélaga/fyrirtækja sem skilyrt væru til ákveðins tíma. Frjálsar strandveiðar í skilgreindri strandveiðihelgi Hugmynd okkar um stórefldar strandveiðar er sú að þær verði gefnar frjálsar innan skilgreindrar strandveiðihelgi með ströngum skilyrðum. ŸVeiðitímabilið verði sex mánuði ársins. ŸBátar minni en 15 brúttótonn. ŸTvær handfærarúllur um borð. ŸSkráður eigandi sigli bátnum og geri ekki út aðra báta jafnhliða. ŸVeitt verði 5 daga vikunnar. Aðrar takmarkanir teljum við óþarfar af hálfu löggjafans, því veður, vélarafl og náttúra munu sjá um að skilyrða veiðarnar innan þeirra marka sem löggjafinn reiknar með að falli undir þessar veiðar í aflaheimildum (þ.e. samanlagður byggða- og strandveiðikvóti). Þessar umhverfisvænu sjálfbæru veiðar myndu skila mörg hundruð störfum og stórauknum gjaldeyristekjum í þjóðarbúið. FiskvinnslaVið leggjum til að lögskyldað verði að bjóða allan óunninn fisk á innlendan markað og skilið verði milli veiða og vinnslu. Að þessu verði stefnt í áföngum þannig að vaxandi hluti fari á innanlandsmarkað uns t.d. 80% er náð. Þessi breyting gæti skapað um eitt þúsund störf. Tryggja verður að fiskvinnsla í landi og á sjó sitji við sama borð og búi við sambærilegt rekstrarumhverfi, og að allur afli skili sér að landi og sé nýttur í vinnslu. Brýnt er að áframhaldandi vinna við gerð nýs frumvarps um stjórn fiskveiða miði að þjóðfélagslega arðbærri og sanngjarnri nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar. Til grundvallar höfum við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, jafnræðis- og atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar, álit mannréttindanefndar SÞ, að ógleymdri tillögu stjórnlagaráðs um nýtt auðlindarákvæði í stjórnarskrá. Það er traustur grunnur að byggja á.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun