Litlir heilar og stórir Sólveig Hlín Kristjánsdóttir skrifar 12. október 2011 06:00 Tinna Ásgeirsdóttir ritstjóri Í viðtali í morgunútvarpinu á Rás 2 miðvikudaginn 5. október var fjallað um það hvort strákar ættu erfitt með nám í grunnskólanum. Þar vitnaði viðmælandi í skýrslu starfshóps á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar um námsárangur drengja og sagði að þroskamynstur stelpna og stráka væri afar mismunandi. Viðmælandi nefndi að samkvæmt skýrslunni hefðu stelpur náð ákveðnum þroska við 11 ára aldur sem strákar næðu ekki fyrr en við 15 ára aldur. Í skýrslunni kæmi líka fram að heili stráka væri minni en heili stelpna. Af þessu mætti því draga þá ályktun að hugsanlega gerðu skólar of miklar kröfur til stráka. Þetta hljóta flestum þeim sem starfa við rannsóknir á þroska barna að þykja athyglisverðar fréttir, enda hefur ekki verið hægt að draga sambærilegar ályktanir af þeim rannsóknum á þroskamun kynjanna sem gerðar hafa verið fram til þessa. Að slakan námsárangur stráka mætti rekja til þess að þeir væru með minni heila en stelpur. Í skýrslunni segir: „mikilvægt [er] að áherslur í námi séu í samræmi við vitsmunaþroska barna og ekki sé verið að leggja áherslu á þætti sem heilinn hreinlega ræður ekki við". „Rannsóknin sýnir að stúlkur nái ákveðnum þroska um 11 ára en drengir sama þroska ekki fyrr en 15 ára. Ung kona nær svo fullum þroska í heilastarfsemi milli 21-22 ára en ungir piltar ekki fyrr en næstum 30 ára gamlir. Rannsakendur benda á að þessi munur er miklu meiri en munurinn á kynjum t.d. út frá hæð líkamans. Þetta á líka við um stærð heilans; nánast enginn munur er á stærð heila fullorðinna kvenna og karla en mjög mikill hjá stúlkum og drengjum" (bls. 37). Þetta má auðveldlega túlka sem svo að stelpur séu með stærri heila en strákar þótt ekki sé það sagt berum orðum. Rannsóknin sem starfshópurinn vitnar í er gerð af Lenroot og félögum og birtist í NeuroImage árið 2007. Í rannsókninni voru teknar sneiðmyndir af höfði (MRI) barna og ungs fólks á mismunandi aldri. Þátttakendur voru á aldrinum 3-27 ára. Rannsóknin snerist um það að skoða hvernig heilinn og mismunandi svæði hans stækka og breytast á þessum aldri. Meðal annars var skoðað hvernig hlutfall milli gráa og hvíta efnis heilans þróast og hvernig rúmmál heilans breytist. Starfshópurinn dregur víðtækar ályktanir af rannsókninni og segir m.a. að hún veiti okkur „miklu betri innsýn inn í líðan og hæfni barna til að takast á við verkefni" (bls. 37). Meðal tillagna starfshópsins er að skoða þurfi hvort þroskafræðilegur munur á strákum og stelpum eigi að hafa áhrif á skipulag náms og kennslu: „Það sem er þroskafræðilega hentugt fyrir 6 ára stelpu gæti verið mjög óhentugt fyrir 6 ára dreng" (bls. 37). Ljóst er að starfshópurinn vill vel og vitnað er í þann vísindalega grunn sem hann byggir hugmyndir sínar um betrumbætur í skólakerfinu á. Í rannsókn Lenroot og félaga kemur fram að sannarlega er munur á kynjunum. Heili stráka er að meðaltali um 10% stærri að rúmmáli en heili stelpna og þessi munur er ljós þegar við 7 ára aldur. Heili kynjanna nær hámarksrúmmáli á mismunandi tíma, þannig að við 10,5 ára aldur er heili stelpna mestur um sig en rúmmál heila stráka verður mest við 14,5 ára aldur. Eftir að hámarksrúmmáli er náð byrjar heilinn að minnka aftur og um 18 ára aldur, hjá báðum kynjum, er komið á n.k. jafnvægi. Hvergi í greininni er dregin sú ályktun að rúmmál heila segi til um þroskastöðu barna og höfundar taka það skýrt fram að ekki sé hægt að draga neinar slíkar ályktanir (bls. 6). Það er því merkilegt að starfshópur borgarinnar skuli velja að vitna í rannsókn Lenroot og félaga til að styðja hugmynd sína um mismunandi hæfni kynja eftir aldri. Vitaskuld er það þarft verk að finna leiðir til að bæta námsárangur drengja í grunnskólum. En maður verður að spyrja sig hvort besta leiðin til að ná því marki sé að klastra saman skýrslu þar sem því er svo gott sem logið upp á stráka að þeir séu með minni heila en stelpur og hafi af þeim sökum ekki burði til að sinna sömu verkefnum og þær. Grein þeirra Lenroot og félaga má m.a. finna hér: http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC2040300/pdf/nihms27353.pdf Skýrsla starfshóps á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar: http://strakar.files.wordpress.com/2011/09/starfshc3b3pur-um-nc3a1msvanda-drengja-20111.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Sjá meira
Tinna Ásgeirsdóttir ritstjóri Í viðtali í morgunútvarpinu á Rás 2 miðvikudaginn 5. október var fjallað um það hvort strákar ættu erfitt með nám í grunnskólanum. Þar vitnaði viðmælandi í skýrslu starfshóps á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar um námsárangur drengja og sagði að þroskamynstur stelpna og stráka væri afar mismunandi. Viðmælandi nefndi að samkvæmt skýrslunni hefðu stelpur náð ákveðnum þroska við 11 ára aldur sem strákar næðu ekki fyrr en við 15 ára aldur. Í skýrslunni kæmi líka fram að heili stráka væri minni en heili stelpna. Af þessu mætti því draga þá ályktun að hugsanlega gerðu skólar of miklar kröfur til stráka. Þetta hljóta flestum þeim sem starfa við rannsóknir á þroska barna að þykja athyglisverðar fréttir, enda hefur ekki verið hægt að draga sambærilegar ályktanir af þeim rannsóknum á þroskamun kynjanna sem gerðar hafa verið fram til þessa. Að slakan námsárangur stráka mætti rekja til þess að þeir væru með minni heila en stelpur. Í skýrslunni segir: „mikilvægt [er] að áherslur í námi séu í samræmi við vitsmunaþroska barna og ekki sé verið að leggja áherslu á þætti sem heilinn hreinlega ræður ekki við". „Rannsóknin sýnir að stúlkur nái ákveðnum þroska um 11 ára en drengir sama þroska ekki fyrr en 15 ára. Ung kona nær svo fullum þroska í heilastarfsemi milli 21-22 ára en ungir piltar ekki fyrr en næstum 30 ára gamlir. Rannsakendur benda á að þessi munur er miklu meiri en munurinn á kynjum t.d. út frá hæð líkamans. Þetta á líka við um stærð heilans; nánast enginn munur er á stærð heila fullorðinna kvenna og karla en mjög mikill hjá stúlkum og drengjum" (bls. 37). Þetta má auðveldlega túlka sem svo að stelpur séu með stærri heila en strákar þótt ekki sé það sagt berum orðum. Rannsóknin sem starfshópurinn vitnar í er gerð af Lenroot og félögum og birtist í NeuroImage árið 2007. Í rannsókninni voru teknar sneiðmyndir af höfði (MRI) barna og ungs fólks á mismunandi aldri. Þátttakendur voru á aldrinum 3-27 ára. Rannsóknin snerist um það að skoða hvernig heilinn og mismunandi svæði hans stækka og breytast á þessum aldri. Meðal annars var skoðað hvernig hlutfall milli gráa og hvíta efnis heilans þróast og hvernig rúmmál heilans breytist. Starfshópurinn dregur víðtækar ályktanir af rannsókninni og segir m.a. að hún veiti okkur „miklu betri innsýn inn í líðan og hæfni barna til að takast á við verkefni" (bls. 37). Meðal tillagna starfshópsins er að skoða þurfi hvort þroskafræðilegur munur á strákum og stelpum eigi að hafa áhrif á skipulag náms og kennslu: „Það sem er þroskafræðilega hentugt fyrir 6 ára stelpu gæti verið mjög óhentugt fyrir 6 ára dreng" (bls. 37). Ljóst er að starfshópurinn vill vel og vitnað er í þann vísindalega grunn sem hann byggir hugmyndir sínar um betrumbætur í skólakerfinu á. Í rannsókn Lenroot og félaga kemur fram að sannarlega er munur á kynjunum. Heili stráka er að meðaltali um 10% stærri að rúmmáli en heili stelpna og þessi munur er ljós þegar við 7 ára aldur. Heili kynjanna nær hámarksrúmmáli á mismunandi tíma, þannig að við 10,5 ára aldur er heili stelpna mestur um sig en rúmmál heila stráka verður mest við 14,5 ára aldur. Eftir að hámarksrúmmáli er náð byrjar heilinn að minnka aftur og um 18 ára aldur, hjá báðum kynjum, er komið á n.k. jafnvægi. Hvergi í greininni er dregin sú ályktun að rúmmál heila segi til um þroskastöðu barna og höfundar taka það skýrt fram að ekki sé hægt að draga neinar slíkar ályktanir (bls. 6). Það er því merkilegt að starfshópur borgarinnar skuli velja að vitna í rannsókn Lenroot og félaga til að styðja hugmynd sína um mismunandi hæfni kynja eftir aldri. Vitaskuld er það þarft verk að finna leiðir til að bæta námsárangur drengja í grunnskólum. En maður verður að spyrja sig hvort besta leiðin til að ná því marki sé að klastra saman skýrslu þar sem því er svo gott sem logið upp á stráka að þeir séu með minni heila en stelpur og hafi af þeim sökum ekki burði til að sinna sömu verkefnum og þær. Grein þeirra Lenroot og félaga má m.a. finna hér: http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC2040300/pdf/nihms27353.pdf Skýrsla starfshóps á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar: http://strakar.files.wordpress.com/2011/09/starfshc3b3pur-um-nc3a1msvanda-drengja-20111.pdf
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun