Ísland verði grænt hagkerfi í fremstu röð Skúli Helgason skrifar 13. október 2011 06:00 Ísland getur skipað sér í fremstu röð á alþjóðavettvangi, sem grænt hagkerfi, með áherslu á hreina náttúru, sjálfbæran orkubúskap, nýsköpun og menntun til sjálfbærni. Þetta er framtíðarsýn þverpólitískrar nefndar með aðild allra þingflokka á Alþingi sem nú hefur skilað niðurstöðum sínum um eflingu græna hagkerfisins á Íslandi eftir tólf mánaða starf. Í skýrslunni kynnir nefndin stefnumið sem liggja til grundvallar 48 tillögum um aðgerðir til að örva þróun í átt til græns hagkerfis á Íslandi. Hvers vegna grænt hagkerfi?Um 20% mannkyns taka til sín 80% af orku og auðæfum heims og losa lungann af þeim gróðurhúsalofttegundum sem leystar eru í andrúmsloftið af mannavöldum. Ef allir jarðarbúar leyfðu sér orkueyðslu Vesturlandabúa, að óbreyttu tæknistigi, væri framtíð mannkyns stefnt í voða. Það er stærsta og líklega mikilvægasta verkefni mannkyns á þessari öld að móta efnahags- og atvinnustefnu sem dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda og nýtir orku á sjálfbæran hátt. Fjöldi þjóðríkja og alþjóðastofnana á borð við Sameinuðu þjóðirnar, Evrópusambandið, Norðurlandaráð og OECD líta á það sem forgangsverkefni að skilgreina grænt hagkerfi og varða veg sem dregur úr ágengni atvinnustarfsemi á vistkerfið. Græn orka en mikil sóunVið Íslendingar höfum lengi státað af því að vera land hreinnar orku og áætlað hefur verið að um 80% allrar orku sem notuð er í landinu séu endurnýjanleg orka sem á upptök sín í virkjun vatnsafls eða jarðvarma. Íslendingar eru hér í sérflokki vestrænna þjóða, en til samanburðar má geta þess að Evrópusambandið hefur sett sér það mark að hlutdeild endurnýjanlegar orku verði orðin 20% árið 2020. Ef litið er til orkuneyslu blasir hins vegar við okkur önnur mynd, en nýleg rannsókn í Háskóla Íslands gefur til kynna að Íslendingar séu neyslufrekasta þjóð jarðar, skv. mælingu á svokölluðu vistspori. Þá gerir það íslenskt hagkerfi viðkvæmara fyrir ytri áföllum hve orkunýtingin er einhæf. Það segir sína sögu að ein atvinnugrein – áliðnaður – stóð undir 74% af raforkunotkun landsins árið 2009 en engin önnur atvinnugrein náði meira en 6% hlutdeild. Af ofansögðu má draga þá ályktun að Ísland getur verið í fararbroddi á alþjóðavettvangi í þróun til græns hagkerfis en forsenda þess er að landsmenn og atvinnufyrirtækin í landinu taki til rækilegrar endurskoðunar neysluvenjur, framleiðsluferla og forgangsröðun í atvinnumálum. Hvað er grænt hagkerfi?Eðlilegt er að spurt sé, hvað er grænt hagkerfi fyrir nokkuð? Nefnd Alþingis styðst við þá skilgreiningu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna að grænt sé það hagkerfi sem leiði til aukinna lífsgæða um leið og dregið sé verulega úr umhverfislegri áhættu og röskun vistkerfa. Í grænu hagkerfi er áhersla lögð á atvinnustarfsemi sem dregur úr mengun og losun gróðurhúsalofttegunda, stuðlar að bættri nýtingu orku og auðlinda og kemur í veg fyrir hnignun líffræðilegrar fjölbreytni og þjónustu vistkerfa. Í stuttu máli einkennist grænt hagkerfi af aukinni verðmætasköpun á sama tíma og dregið er úr álagi á náttúruna. Grænt hagkerfi á Íslandi kallar því á atvinnustefnu sem byggir á aukinni fjölbreytni og hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar, þar sem jafnvægi er milli hagsmuna núlifandi íbúa landsins og þeirra sem á eftir okkur munu koma. Þverpólitísk vinnaNú þegar nefndin hefur skilað sínum niðurstöðum fer málið til Alþingis til frekari meðferðar. Ég hef lagt fram þingsályktunartillögu ásamt þingmönnunum Illuga Gunnarssyni og Guðmundi Steingrímssyni sem sæti áttu í nefndinni og 18 öðrum þingmönnum allra þingflokka þar sem lagt er til að forsætisráðherra stýri mótun aðgerðaáætlunar um eflingu græns hagkerfis á grundvelli tillagna nefndarinnar. Tillagan verður tekin til umfjöllunar á Alþingi í dag og fær síðan efnislega meðferð í þinginu. Þar verður leitað umsagnar um efni tillögunnar og er það von mín að sem flestir sem áhuga hafa á málaflokknum leggi sitt af mörkum með umsögnum og athugasemdum til að endanleg niðurstaða þessarar vinnu verði sem best úr garði gerð. Verðmætasköpun og náttúruverndGrænt hagkerfi er viðfangsefni sem varðar allar atvinnugreinar og allan almenning. Við getum tekið frumkvæði og verið til fyrirmyndar en við höfum vissulega það val að gera ekki neitt, m.a. í þeirri trú að náttúruauðlindir okkar séu óþrjótandi. Það er mikilvæg niðurstaða nefndarinnar að verðmætasköpun og náttúruvernd séu ekki andstæður heldur sé þvert á móti skynsamlegast að þróa ný atvinnutækifæri án þess að gengið sé á náttúruauðlindir með ósjálfbærum hætti. Það þýðir betra jafnvægi milli atvinnusköpunar og náttúruverndar en við höfum átt að venjast á undanförnum áratugum. Vistvæn nýting orkuauðlinda er mikilvæg en það er okkur líka hollt að minnast þess að mikil gróska er nú í atvinnugreinum eins og hugverkaiðnaði, ferðaþjónustu og skapandi greinum sem ekki byggja afkomu sína fyrst og fremst á nýtingu náttúruauðlinda. Í næstu grein mun ég fjalla um stefnumið og einstakar tillögur nefndarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Ísland getur skipað sér í fremstu röð á alþjóðavettvangi, sem grænt hagkerfi, með áherslu á hreina náttúru, sjálfbæran orkubúskap, nýsköpun og menntun til sjálfbærni. Þetta er framtíðarsýn þverpólitískrar nefndar með aðild allra þingflokka á Alþingi sem nú hefur skilað niðurstöðum sínum um eflingu græna hagkerfisins á Íslandi eftir tólf mánaða starf. Í skýrslunni kynnir nefndin stefnumið sem liggja til grundvallar 48 tillögum um aðgerðir til að örva þróun í átt til græns hagkerfis á Íslandi. Hvers vegna grænt hagkerfi?Um 20% mannkyns taka til sín 80% af orku og auðæfum heims og losa lungann af þeim gróðurhúsalofttegundum sem leystar eru í andrúmsloftið af mannavöldum. Ef allir jarðarbúar leyfðu sér orkueyðslu Vesturlandabúa, að óbreyttu tæknistigi, væri framtíð mannkyns stefnt í voða. Það er stærsta og líklega mikilvægasta verkefni mannkyns á þessari öld að móta efnahags- og atvinnustefnu sem dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda og nýtir orku á sjálfbæran hátt. Fjöldi þjóðríkja og alþjóðastofnana á borð við Sameinuðu þjóðirnar, Evrópusambandið, Norðurlandaráð og OECD líta á það sem forgangsverkefni að skilgreina grænt hagkerfi og varða veg sem dregur úr ágengni atvinnustarfsemi á vistkerfið. Græn orka en mikil sóunVið Íslendingar höfum lengi státað af því að vera land hreinnar orku og áætlað hefur verið að um 80% allrar orku sem notuð er í landinu séu endurnýjanleg orka sem á upptök sín í virkjun vatnsafls eða jarðvarma. Íslendingar eru hér í sérflokki vestrænna þjóða, en til samanburðar má geta þess að Evrópusambandið hefur sett sér það mark að hlutdeild endurnýjanlegar orku verði orðin 20% árið 2020. Ef litið er til orkuneyslu blasir hins vegar við okkur önnur mynd, en nýleg rannsókn í Háskóla Íslands gefur til kynna að Íslendingar séu neyslufrekasta þjóð jarðar, skv. mælingu á svokölluðu vistspori. Þá gerir það íslenskt hagkerfi viðkvæmara fyrir ytri áföllum hve orkunýtingin er einhæf. Það segir sína sögu að ein atvinnugrein – áliðnaður – stóð undir 74% af raforkunotkun landsins árið 2009 en engin önnur atvinnugrein náði meira en 6% hlutdeild. Af ofansögðu má draga þá ályktun að Ísland getur verið í fararbroddi á alþjóðavettvangi í þróun til græns hagkerfis en forsenda þess er að landsmenn og atvinnufyrirtækin í landinu taki til rækilegrar endurskoðunar neysluvenjur, framleiðsluferla og forgangsröðun í atvinnumálum. Hvað er grænt hagkerfi?Eðlilegt er að spurt sé, hvað er grænt hagkerfi fyrir nokkuð? Nefnd Alþingis styðst við þá skilgreiningu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna að grænt sé það hagkerfi sem leiði til aukinna lífsgæða um leið og dregið sé verulega úr umhverfislegri áhættu og röskun vistkerfa. Í grænu hagkerfi er áhersla lögð á atvinnustarfsemi sem dregur úr mengun og losun gróðurhúsalofttegunda, stuðlar að bættri nýtingu orku og auðlinda og kemur í veg fyrir hnignun líffræðilegrar fjölbreytni og þjónustu vistkerfa. Í stuttu máli einkennist grænt hagkerfi af aukinni verðmætasköpun á sama tíma og dregið er úr álagi á náttúruna. Grænt hagkerfi á Íslandi kallar því á atvinnustefnu sem byggir á aukinni fjölbreytni og hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar, þar sem jafnvægi er milli hagsmuna núlifandi íbúa landsins og þeirra sem á eftir okkur munu koma. Þverpólitísk vinnaNú þegar nefndin hefur skilað sínum niðurstöðum fer málið til Alþingis til frekari meðferðar. Ég hef lagt fram þingsályktunartillögu ásamt þingmönnunum Illuga Gunnarssyni og Guðmundi Steingrímssyni sem sæti áttu í nefndinni og 18 öðrum þingmönnum allra þingflokka þar sem lagt er til að forsætisráðherra stýri mótun aðgerðaáætlunar um eflingu græns hagkerfis á grundvelli tillagna nefndarinnar. Tillagan verður tekin til umfjöllunar á Alþingi í dag og fær síðan efnislega meðferð í þinginu. Þar verður leitað umsagnar um efni tillögunnar og er það von mín að sem flestir sem áhuga hafa á málaflokknum leggi sitt af mörkum með umsögnum og athugasemdum til að endanleg niðurstaða þessarar vinnu verði sem best úr garði gerð. Verðmætasköpun og náttúruverndGrænt hagkerfi er viðfangsefni sem varðar allar atvinnugreinar og allan almenning. Við getum tekið frumkvæði og verið til fyrirmyndar en við höfum vissulega það val að gera ekki neitt, m.a. í þeirri trú að náttúruauðlindir okkar séu óþrjótandi. Það er mikilvæg niðurstaða nefndarinnar að verðmætasköpun og náttúruvernd séu ekki andstæður heldur sé þvert á móti skynsamlegast að þróa ný atvinnutækifæri án þess að gengið sé á náttúruauðlindir með ósjálfbærum hætti. Það þýðir betra jafnvægi milli atvinnusköpunar og náttúruverndar en við höfum átt að venjast á undanförnum áratugum. Vistvæn nýting orkuauðlinda er mikilvæg en það er okkur líka hollt að minnast þess að mikil gróska er nú í atvinnugreinum eins og hugverkaiðnaði, ferðaþjónustu og skapandi greinum sem ekki byggja afkomu sína fyrst og fremst á nýtingu náttúruauðlinda. Í næstu grein mun ég fjalla um stefnumið og einstakar tillögur nefndarinnar.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar