Betri Reykjavík fyrir fólkið Jón Gnarr Kristinsson skrifar 22. október 2011 06:00 Nú í vikunni opnaði Reykjavíkurborg vefinn betrireykjavik.is. Betri Reykjavík er byltingarkennd nýjung sem mun styrkja íbúalýðræði í Reykjavík svo um munar. Hér er á ferðinni stórkostlegur samráðsvettvangur. Á Betri Reykjavík mun fólk geta haft miklu meiri áhrif á umhverfi sitt, þjónustu og framkvæmdir í Reykjavík en verið hefur. Betri Reykjavík er vettvangur þar sem íbúar geta sett fram hugmyndir sínar og röksemdir um framkvæmdir og þá margvíslegu þjónustu sem Reykjavíkurborg veitir. Vefurinn mun snerta flesta þætti þess hvernig stjórnsýsla borgarinnar og stjórnmálamenn vinna með hugmyndir og tillögur borgarbúa sem snúa að því að bæta þjónustuna og gera borgina enn betri en hún er. Borgarbúar geta átt samræður um hugmyndir á vefnum, stutt þær eða hafnað eftir atvikum og gert að sínum. Allt verður þetta opið og sýnilegt á Betri Reykjavík þar sem fram fer lifandi umræða um málefni borgarinnar. Ætti enginn Reykvíkingur að láta vefinn fram hjá sér fara. Góðar hugmyndir eru gulls ígildi en þær eru lítils virði ef enginn tekur mark á þeim eða fjallar um þær af ábyrgum hætti. Mesta byltingin sem felst í þessum nýja vef er sú að Reykjavíkurborg skuldbindur sig til að fjalla formlega um þær hugmyndir sem fólkið kýs að styðja á Betri Reykjavík. Í hverjum mánuði munu hugmyndir fólksins verða teknar af Betri Reykjavík til afgreiðslu í fagráðum Reykjavíkurborgar. Fimm efstu hugmyndirnar í hverjum málaflokki verða teknar fyrir og þeim svarað eins fljótt og auðið er. Verða svörin birt á Betri Reykjavík. Ferli og afgreiðsla fagráðanna á hugmyndum verður sem sagt öllum sýnilegt á einum stað. Þeir sem setja inn hugmyndir sem teknar verða til afgreiðslu af stjórnsýslu borgarinnar munu fá tilkynningar um það í tölvupósti. Við höfum áður prófað svona vef til að kalla eftir hugmyndum frá Reykvíkingum. Hugmyndavefur, með sama nafni, var opnaður í kringum sveitarstjórnarkosningar 2010. Hann virkaði einstaklega vel. Yfir 25.000 manns notfærðu sér þann vef og ótal góðar hugmyndir komu fram. Svo mikil virkni á lýðræðisvef þykir svo merkileg erlendis að Íbúar Sjálfseignarstofnun, fyrirtækið sem þróaði vefinn í samstarfi við Reykjavíkurborg, hefur þegar hlotið heimsþekkt lýðræðisverðlaun, The World e-Democracy Awards. Margar hugmyndir sem komu fram á gamla vefnum eru nú þegar orðnar að veruleika í Reykjavík. Má þar nefna sumarlokanir á götum í miðborginni, lokun Austurstrætis fyrir bílaumferð, að kalla Miklatún Klambratún að nýju, að nýta metan meira, að hefja rannsókn á stjórnun og starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur fyrir hrun, að hækka fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar og fjölmargt fleira. Sumt er enn í vinnslu enda þarf að útfæra góðar hugmyndir vel. Hugmyndir sem eiga uppruna sinn á Betri Reykjavík verða ætíð kynntar sem lýðsprottnar hugmyndir. Enginn mun eiga hugmyndirnar á vefnum nema fólkið í Reykjavík sem hefur stutt þær þannig að þær nái fram að ganga í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Sannfæring mín er sú að Betri Reykjavík geti orðið lýðræði á Íslandi til mikils framdráttar. Vefurinn er í raun einstök tilraun til að gefa fólkinu meira vægi við stjórnun sveitarfélags – gefa því alvöru tækifæri til að láta rödd sína heyrast. Þegar er farið að huga að því að þróa vefinn enn frekar svo hægt verði að bjóða upp á beinar rafrænar kosningar um einstök mál þar sem notast er við rafræn skilríki eða önnur áreiðanlegri auðkenni. Það mun verða bylting í beinu lýðræði á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Ég vil eindregið hvetja alla Reykvíkinga til að nota þetta frábæra lýðræðistæki sem Betri Reykjavík er. Vefurinn er einstaklega hraðvirkur og einfaldur í notkun. Komið með góðar og gagnlegar hugmyndir sem Reykjavíkurborg getur skoðað af fullri alvöru og framkvæmt eftir efnum og aðstæðum hverju sinni. Að sjálfsögðu munum við aldrei geta gert allt sem fyrir okkur er lagt. Það vitum við öll. Ég mun hins vegar leggja mitt lóð á vogarskálarnar til þess að gagnlegar hugmyndir af Betri Reykjavík nái fram að ganga. Takið þátt og njótið vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Sjá meira
Nú í vikunni opnaði Reykjavíkurborg vefinn betrireykjavik.is. Betri Reykjavík er byltingarkennd nýjung sem mun styrkja íbúalýðræði í Reykjavík svo um munar. Hér er á ferðinni stórkostlegur samráðsvettvangur. Á Betri Reykjavík mun fólk geta haft miklu meiri áhrif á umhverfi sitt, þjónustu og framkvæmdir í Reykjavík en verið hefur. Betri Reykjavík er vettvangur þar sem íbúar geta sett fram hugmyndir sínar og röksemdir um framkvæmdir og þá margvíslegu þjónustu sem Reykjavíkurborg veitir. Vefurinn mun snerta flesta þætti þess hvernig stjórnsýsla borgarinnar og stjórnmálamenn vinna með hugmyndir og tillögur borgarbúa sem snúa að því að bæta þjónustuna og gera borgina enn betri en hún er. Borgarbúar geta átt samræður um hugmyndir á vefnum, stutt þær eða hafnað eftir atvikum og gert að sínum. Allt verður þetta opið og sýnilegt á Betri Reykjavík þar sem fram fer lifandi umræða um málefni borgarinnar. Ætti enginn Reykvíkingur að láta vefinn fram hjá sér fara. Góðar hugmyndir eru gulls ígildi en þær eru lítils virði ef enginn tekur mark á þeim eða fjallar um þær af ábyrgum hætti. Mesta byltingin sem felst í þessum nýja vef er sú að Reykjavíkurborg skuldbindur sig til að fjalla formlega um þær hugmyndir sem fólkið kýs að styðja á Betri Reykjavík. Í hverjum mánuði munu hugmyndir fólksins verða teknar af Betri Reykjavík til afgreiðslu í fagráðum Reykjavíkurborgar. Fimm efstu hugmyndirnar í hverjum málaflokki verða teknar fyrir og þeim svarað eins fljótt og auðið er. Verða svörin birt á Betri Reykjavík. Ferli og afgreiðsla fagráðanna á hugmyndum verður sem sagt öllum sýnilegt á einum stað. Þeir sem setja inn hugmyndir sem teknar verða til afgreiðslu af stjórnsýslu borgarinnar munu fá tilkynningar um það í tölvupósti. Við höfum áður prófað svona vef til að kalla eftir hugmyndum frá Reykvíkingum. Hugmyndavefur, með sama nafni, var opnaður í kringum sveitarstjórnarkosningar 2010. Hann virkaði einstaklega vel. Yfir 25.000 manns notfærðu sér þann vef og ótal góðar hugmyndir komu fram. Svo mikil virkni á lýðræðisvef þykir svo merkileg erlendis að Íbúar Sjálfseignarstofnun, fyrirtækið sem þróaði vefinn í samstarfi við Reykjavíkurborg, hefur þegar hlotið heimsþekkt lýðræðisverðlaun, The World e-Democracy Awards. Margar hugmyndir sem komu fram á gamla vefnum eru nú þegar orðnar að veruleika í Reykjavík. Má þar nefna sumarlokanir á götum í miðborginni, lokun Austurstrætis fyrir bílaumferð, að kalla Miklatún Klambratún að nýju, að nýta metan meira, að hefja rannsókn á stjórnun og starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur fyrir hrun, að hækka fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar og fjölmargt fleira. Sumt er enn í vinnslu enda þarf að útfæra góðar hugmyndir vel. Hugmyndir sem eiga uppruna sinn á Betri Reykjavík verða ætíð kynntar sem lýðsprottnar hugmyndir. Enginn mun eiga hugmyndirnar á vefnum nema fólkið í Reykjavík sem hefur stutt þær þannig að þær nái fram að ganga í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Sannfæring mín er sú að Betri Reykjavík geti orðið lýðræði á Íslandi til mikils framdráttar. Vefurinn er í raun einstök tilraun til að gefa fólkinu meira vægi við stjórnun sveitarfélags – gefa því alvöru tækifæri til að láta rödd sína heyrast. Þegar er farið að huga að því að þróa vefinn enn frekar svo hægt verði að bjóða upp á beinar rafrænar kosningar um einstök mál þar sem notast er við rafræn skilríki eða önnur áreiðanlegri auðkenni. Það mun verða bylting í beinu lýðræði á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Ég vil eindregið hvetja alla Reykvíkinga til að nota þetta frábæra lýðræðistæki sem Betri Reykjavík er. Vefurinn er einstaklega hraðvirkur og einfaldur í notkun. Komið með góðar og gagnlegar hugmyndir sem Reykjavíkurborg getur skoðað af fullri alvöru og framkvæmt eftir efnum og aðstæðum hverju sinni. Að sjálfsögðu munum við aldrei geta gert allt sem fyrir okkur er lagt. Það vitum við öll. Ég mun hins vegar leggja mitt lóð á vogarskálarnar til þess að gagnlegar hugmyndir af Betri Reykjavík nái fram að ganga. Takið þátt og njótið vel.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar