Vaknið nátttröll 26. október 2011 06:00 Alkunna er að hér á Suðurnesjum er atvinnuleysi alvarlegast á landinu. Þversögnin er hins vegar sú að stærsta og raunhæfasta lausnin á atvinnuleysinu er rétt innan seilingar og hefur verið tilbúin undanfarin ár. Það sem á skortir er fyrst og fremst pólitískur vilji ríkisstjórnarinnar til að standa við fjárfestingarsamning um álver í Helguvík og þar með vilji fjármálaráðherra til að létta sérhönnuðum pólitískum fjötrum af Landsvirkjun. Á nýlegum íbúafundi í Garðinum um atvinnu- og orkumál kom fram í máli Kristjáns L. Möller, formanns atvinnuveganefndar Alþingis, að Helguvík væri eina stóra atvinnuskapandi verkefnið á Íslandi sem tilbúið væri til framkvæmda næstu tvö árin. Umhverfismati væri lokið, starfsleyfi fengið, samningar klárir við birgja og verktaka, fjármögnun tryggð og búin. Það eina sem vantaði væri að ganga endanlega frá orkusölumálum til álversins. Ljóst væri að þar yrði Landsvirkjun að koma að málum til að hrinda þessu mikilvæga verkefni af stað. Viðræður hafa verið í gangi um verð og magn. Sú stefna Landsvirkjunar að fá sem hæst verð fyrir sína orku er sjálfsögð, þær áherslur eru alls ekki nýjar af nálinni. Hins vegar má benda á að LV stefnir á að selja 1.500 MW í framtíðinni þannig að 10% af því, 150 MW til Norðuráls í áföngum á næstu 4-5 árum, er mjög góður leikur. Það kemur hlutum af stað hér á Íslandi – og það er akkúrat það sem þarf nú. Endalaust má þrátta um verð en nú verður að loka þessum samningum. Það er þjóðþrifamál. Það má auglýsa eftir fólki til starfa í Helguvík helgina eftir að samningar nást. Hagvöxtur mun aukast og forsendur fjárlaga, sem eru harla veikar, munu jafnvel halda. Tvö þúsund heimili fá fyrirvinnu og afkoma hins opinbera batnar um a.m.k. 12 milljarða á ári. Pólítísk stóriðja þeirra sem reyna að ganga í augun á kjósendum sínum með öfgafullum fjötrum á atvinnuuppbyggingu skapar ekki atvinnu hér á Suðurnesjum. Tími framkvæmda við raunveruleg atvinnuskapandi verkefni er hins vegar löngu kominn. Hefjumst handa og vinnum allri þjóðinni gagn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Sjá meira
Alkunna er að hér á Suðurnesjum er atvinnuleysi alvarlegast á landinu. Þversögnin er hins vegar sú að stærsta og raunhæfasta lausnin á atvinnuleysinu er rétt innan seilingar og hefur verið tilbúin undanfarin ár. Það sem á skortir er fyrst og fremst pólitískur vilji ríkisstjórnarinnar til að standa við fjárfestingarsamning um álver í Helguvík og þar með vilji fjármálaráðherra til að létta sérhönnuðum pólitískum fjötrum af Landsvirkjun. Á nýlegum íbúafundi í Garðinum um atvinnu- og orkumál kom fram í máli Kristjáns L. Möller, formanns atvinnuveganefndar Alþingis, að Helguvík væri eina stóra atvinnuskapandi verkefnið á Íslandi sem tilbúið væri til framkvæmda næstu tvö árin. Umhverfismati væri lokið, starfsleyfi fengið, samningar klárir við birgja og verktaka, fjármögnun tryggð og búin. Það eina sem vantaði væri að ganga endanlega frá orkusölumálum til álversins. Ljóst væri að þar yrði Landsvirkjun að koma að málum til að hrinda þessu mikilvæga verkefni af stað. Viðræður hafa verið í gangi um verð og magn. Sú stefna Landsvirkjunar að fá sem hæst verð fyrir sína orku er sjálfsögð, þær áherslur eru alls ekki nýjar af nálinni. Hins vegar má benda á að LV stefnir á að selja 1.500 MW í framtíðinni þannig að 10% af því, 150 MW til Norðuráls í áföngum á næstu 4-5 árum, er mjög góður leikur. Það kemur hlutum af stað hér á Íslandi – og það er akkúrat það sem þarf nú. Endalaust má þrátta um verð en nú verður að loka þessum samningum. Það er þjóðþrifamál. Það má auglýsa eftir fólki til starfa í Helguvík helgina eftir að samningar nást. Hagvöxtur mun aukast og forsendur fjárlaga, sem eru harla veikar, munu jafnvel halda. Tvö þúsund heimili fá fyrirvinnu og afkoma hins opinbera batnar um a.m.k. 12 milljarða á ári. Pólítísk stóriðja þeirra sem reyna að ganga í augun á kjósendum sínum með öfgafullum fjötrum á atvinnuuppbyggingu skapar ekki atvinnu hér á Suðurnesjum. Tími framkvæmda við raunveruleg atvinnuskapandi verkefni er hins vegar löngu kominn. Hefjumst handa og vinnum allri þjóðinni gagn!
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun