Vika 43 - Virðum rétt barna! 29. október 2011 06:00 Í Evrópusáttmála um áfengisneyslu segir að börn og unglingar eigi rétt á að alast upp vernduð fyrir neikvæðum afleiðingum áfengisneyslu og og markaðssetningu á áfengum drykkjum eins og mögulegt er. Þar er einnig tiltekið að ungt fólk eigi rétt á hlutlausum og áreiðanlegum upplýsingum og fræðslu strax í æsku um afleiðingar áfengisneyslu á heilsu, fjölskyldulíf og samfélag. Í ár er Vika 43 – vímuvarnarvikan, helguð þessari vernd undir yfirskriftinni „Virðum rétt barna til lífs án neikvæðra afleiðinga áfengis- og vímuefnaneyslu". Enginn efast lengur um að hægt sé að ná árangri með öflugu forvarnarstarfi og viðhorfsbreytingum þegar kemur að áfengis– og vímuefnaneyslu ungs fólks. Umhverfi unglinga hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum, unga fólkið er upplýstara og árangur hefur náðst í forvörnum gegn unglingadrykkju. Unglingar taka virkari þátt í skipulögðu tómstundastarfi og verja meiri tíma með foreldrum sínum en áður. Foreldrar eru nú virkari þátttakendur í lífi barna sinna og afstaða almennings til áfengis- og vímuefnaneyslu unglinga hefur sem betur fer breyst mikið. Í umræðunni undanfarna áratugi hefur margoft komið fram að samstaða foreldra skiptir máli og mikilvægi stuðnings foreldra við börnin þegar kemur að því að standast hópþrýsting. Foreldrar eru kallaðir til ábyrgðar og hvattir til að leyfa ekki eftirlitslaus partí og að kaupa ekki áfengi fyrir ungt fólk eða veita ungu fólki undir lögaldri (20 ára) áfenga drykki. Aukið eftirlit er á skólaböllum og foreldrar taka virkan þátt í forvörnum með þeim aðilum sem starfa með börnum og unglingum hvort heldur er í frístundastarfi eða skólum. Með samstilltu átaki vinnur fólk þannig saman að því að vernda börn fyrir neikvæðum afleiðingum áfengis- og vímuefnaneyslu. Forvarnarstarfið hefur einkum beinst að nemendum í efstu bekkjum grunnskóla og þar hefur árangur náðst. Fjölmörg félagasamtök og stofnanir hafa látið málið sig varða. Stofnuð hafa verið samtök foreldra gegn áfengisauglýsingum og umhyggja, aðhald og eftirlit foreldra skilað sér í heilbrigðari æsku. Foreldrar eru hvattir til að sleppa ekki hendinni of fljótt af unglingnum og áréttuð hefur verið 18 ára ábyrgð foreldra. Þó er einn hængur á. Forvarnir á framhaldsskólastiginu og hvað varðar ungt fólk á aldrinum 16–20 ára hafa ekki verið eins afgerandi eins og á grunnskólastiginu og þarf þar að gera bragarbót á. Nú hafa framhaldsskólar látið málið til sín taka með þátttöku í forvarnardeginum en betur má ef duga skal og er mikilvægt að hugur fylgi þar verki. Stöðuhlutfall forvarnarfulltrúa í framhaldsskólum þarf að auka og jafningjafræðslan þarf meiri kynningu og stuðning. Foreldraráð í framhaldsskólum þurfa að bretta upp ermarnar. Láttu til þín taka í forvörnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í Evrópusáttmála um áfengisneyslu segir að börn og unglingar eigi rétt á að alast upp vernduð fyrir neikvæðum afleiðingum áfengisneyslu og og markaðssetningu á áfengum drykkjum eins og mögulegt er. Þar er einnig tiltekið að ungt fólk eigi rétt á hlutlausum og áreiðanlegum upplýsingum og fræðslu strax í æsku um afleiðingar áfengisneyslu á heilsu, fjölskyldulíf og samfélag. Í ár er Vika 43 – vímuvarnarvikan, helguð þessari vernd undir yfirskriftinni „Virðum rétt barna til lífs án neikvæðra afleiðinga áfengis- og vímuefnaneyslu". Enginn efast lengur um að hægt sé að ná árangri með öflugu forvarnarstarfi og viðhorfsbreytingum þegar kemur að áfengis– og vímuefnaneyslu ungs fólks. Umhverfi unglinga hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum, unga fólkið er upplýstara og árangur hefur náðst í forvörnum gegn unglingadrykkju. Unglingar taka virkari þátt í skipulögðu tómstundastarfi og verja meiri tíma með foreldrum sínum en áður. Foreldrar eru nú virkari þátttakendur í lífi barna sinna og afstaða almennings til áfengis- og vímuefnaneyslu unglinga hefur sem betur fer breyst mikið. Í umræðunni undanfarna áratugi hefur margoft komið fram að samstaða foreldra skiptir máli og mikilvægi stuðnings foreldra við börnin þegar kemur að því að standast hópþrýsting. Foreldrar eru kallaðir til ábyrgðar og hvattir til að leyfa ekki eftirlitslaus partí og að kaupa ekki áfengi fyrir ungt fólk eða veita ungu fólki undir lögaldri (20 ára) áfenga drykki. Aukið eftirlit er á skólaböllum og foreldrar taka virkan þátt í forvörnum með þeim aðilum sem starfa með börnum og unglingum hvort heldur er í frístundastarfi eða skólum. Með samstilltu átaki vinnur fólk þannig saman að því að vernda börn fyrir neikvæðum afleiðingum áfengis- og vímuefnaneyslu. Forvarnarstarfið hefur einkum beinst að nemendum í efstu bekkjum grunnskóla og þar hefur árangur náðst. Fjölmörg félagasamtök og stofnanir hafa látið málið sig varða. Stofnuð hafa verið samtök foreldra gegn áfengisauglýsingum og umhyggja, aðhald og eftirlit foreldra skilað sér í heilbrigðari æsku. Foreldrar eru hvattir til að sleppa ekki hendinni of fljótt af unglingnum og áréttuð hefur verið 18 ára ábyrgð foreldra. Þó er einn hængur á. Forvarnir á framhaldsskólastiginu og hvað varðar ungt fólk á aldrinum 16–20 ára hafa ekki verið eins afgerandi eins og á grunnskólastiginu og þarf þar að gera bragarbót á. Nú hafa framhaldsskólar látið málið til sín taka með þátttöku í forvarnardeginum en betur má ef duga skal og er mikilvægt að hugur fylgi þar verki. Stöðuhlutfall forvarnarfulltrúa í framhaldsskólum þarf að auka og jafningjafræðslan þarf meiri kynningu og stuðning. Foreldraráð í framhaldsskólum þurfa að bretta upp ermarnar. Láttu til þín taka í forvörnum.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun