Stórt skref til eflingar starfsnámi Katrín Jakobsdóttir skrifar 31. október 2011 06:00 Í dag úthlutar mennta- og menningarmálaráðuneytið styrkjum til fyrirtækja og stofnana sem taka nemendur í starfsþjálfun sem er hluti af starfsnámi á framhaldsskólastigi. Þetta er merkur áfangi í eflingu starfsnáms því að þetta er í fyrsta sinn sem slíkir styrkir eru veittir af almannafé. Markmiðið er að greiða fyrir því að starfsnámsnemendur geti lokið tilskilinni starfsþjálfun á vinnustað. Samtök á vinnumarkaði hafa lengi kallað eftir því að fyrirtæki fái þóknun fyrir að annast þá kennslu eða þjálfun á vinnustað sem er skilyrði fyrir því að nemendur fái lokið starfsnámi að fullu. Styrkir til vinnustaðanáms tíðkast meðal ýmissa grannþjóða okkar. Þá var það niðurstaða tilraunar sem gerð var árið 2004 að æskilegt væri að jafna kostnað fyrirtækja við vinnustaðanám. Að lokum hefur nokkuð borið á því í efnahagsþrengingum undangenginna ára að nemendur hafi átt erfitt með að komast á námssamning og ljúka námi sínu. Með styrkjum til vinnustaðanáms eru fyrirtæki og stofnanir hvött til þess að taka við nemendum í starfsþjálfun og gera þeim kleift að ljúka námi sínu. 65 umsóknir bárust um framangreinda styrki frá fyrirtækjum og stofnunum og verður unnt að úthluta 57 milljónum króna í styrki til umsækjenda. Um 170 nemendur njóta góðs af. Í ár eru styrkirnir veittir af mennta- og menningarmálaráðuneytinu en á næsta ári verður stofnaður sérstakur vinnustaðanámssjóður til að efla vinnustaðanám og koma til móts við kostnað fyrirtækja og stofnana sem annast kennslu eða þjálfun starfsnámsnemenda. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja 450 milljónum króna til vinnustaðanáms árin 2012-2014. Með úthlutun styrkjanna í dag er stigið stórt skref til að efla starfsnám í landinu. Ég vona að ekki einasta muni fyrirtæki í auknum mæli taka að sér nemendur í starfsþjálfun heldur sinna kennslu og þjálfun með sífellt markvissari hætti og leggja þannig sitt lóð á vogarskálarnar við að mennta þann starfskraft sem þörf er á hverju sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Í dag úthlutar mennta- og menningarmálaráðuneytið styrkjum til fyrirtækja og stofnana sem taka nemendur í starfsþjálfun sem er hluti af starfsnámi á framhaldsskólastigi. Þetta er merkur áfangi í eflingu starfsnáms því að þetta er í fyrsta sinn sem slíkir styrkir eru veittir af almannafé. Markmiðið er að greiða fyrir því að starfsnámsnemendur geti lokið tilskilinni starfsþjálfun á vinnustað. Samtök á vinnumarkaði hafa lengi kallað eftir því að fyrirtæki fái þóknun fyrir að annast þá kennslu eða þjálfun á vinnustað sem er skilyrði fyrir því að nemendur fái lokið starfsnámi að fullu. Styrkir til vinnustaðanáms tíðkast meðal ýmissa grannþjóða okkar. Þá var það niðurstaða tilraunar sem gerð var árið 2004 að æskilegt væri að jafna kostnað fyrirtækja við vinnustaðanám. Að lokum hefur nokkuð borið á því í efnahagsþrengingum undangenginna ára að nemendur hafi átt erfitt með að komast á námssamning og ljúka námi sínu. Með styrkjum til vinnustaðanáms eru fyrirtæki og stofnanir hvött til þess að taka við nemendum í starfsþjálfun og gera þeim kleift að ljúka námi sínu. 65 umsóknir bárust um framangreinda styrki frá fyrirtækjum og stofnunum og verður unnt að úthluta 57 milljónum króna í styrki til umsækjenda. Um 170 nemendur njóta góðs af. Í ár eru styrkirnir veittir af mennta- og menningarmálaráðuneytinu en á næsta ári verður stofnaður sérstakur vinnustaðanámssjóður til að efla vinnustaðanám og koma til móts við kostnað fyrirtækja og stofnana sem annast kennslu eða þjálfun starfsnámsnemenda. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja 450 milljónum króna til vinnustaðanáms árin 2012-2014. Með úthlutun styrkjanna í dag er stigið stórt skref til að efla starfsnám í landinu. Ég vona að ekki einasta muni fyrirtæki í auknum mæli taka að sér nemendur í starfsþjálfun heldur sinna kennslu og þjálfun með sífellt markvissari hætti og leggja þannig sitt lóð á vogarskálarnar við að mennta þann starfskraft sem þörf er á hverju sinni.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar