Foreldrar gegn einelti Bryndís Jónsdóttir og Guðrún Valdimarsdóttir skrifar 8. nóvember 2011 06:00 Einelti gegn börnum er grafalvarlegt samfélagsmein. Í könnunum Menntasviðs Reykjavíkur um viðhorf foreldra til grunnskólastarfs kemur fram að einelti hefur ekki farið minnkandi síðustu ár, að mati foreldra. Tæp 16% foreldra í könnun frá 2010 telja að börn þeirra hafi orðið fyrir einelti á síðustu tólf mánuðum. Í fjögur hundruð barna skóla eru þetta um sextíu og fjórir nemendur. Tæpur þriðjungur foreldra segir í sömu könnun að fljótt og vel hafi verið tekið á eineltinu en rúmlega þriðjungur segir að skólinn hafi ekki tekið á málinu. Kannanir frá árunum 2004, 2006 og 2008 sýna einnig að rúmlega þriðjungur foreldra var frekar ósáttur eða mjög ósáttur við það hvernig var tekið á eineltinu í skólanum. Það er ekki á færi einstaklinga að vinna bug á einelti heldur verðum við fullorðna fólkið í samfélaginu að taka höndum saman, axla ábyrgð og grípa til aðgerða. Skólasamfélagið allt þarf að líta í eigin barm og skoða hvernig gera má betur. Ábyrgðin er líka okkar foreldra. Sum börn eru ótrúlega fær í að fela líðan sína þegar þau vilja ekki íþyngja foreldrum sínum. Afskipti af barni sem á erfitt getur hreinlega bjargað lífi þess og breytt tilveru heillar fjölskyldu. Með því að hvetja börnin okkar til að láta einhvern fullorðinn vita ef þau verða vör við að önnur börn ástundi óæskilega hegðun, eða verða fyrir áreiti af hálfu annarra barna eða fullorðinna, getum við lagt okkar af mörkum. Samvinna okkar fullorðna fólksins, sem myndum öryggisnet barns, er besta leiðin til að fyrirbyggja að upp komi vandamál. Mikilvægt er að eiga reglulega samræður um málefni líðandi stundar, verkefni dagsins, væntingar, gleði og vonbrigði. Þessar samræður þurfa líka að eiga sér stað í skólastofunni. Þær efla traust og trúnað og auðvelda börnum að tjá sig um viðkvæmari málefni ef þess gerist þörf. Fylgjumst með því að enginn sé einn og skilinn útundan í bekknum, myndum vinahópa, gerum eitthvað skemmtilegt með hópnum öllum og setjum reglur um samskipti, afmælisboð og þess háttar. Ef foreldrarnir í bekknum þekkjast vel og börnin líka verða öll samskipti betri og auðveldara er að grípa inn í ef eitthvað bjátar á. Munum að börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Hvernig talar þú um fólk við eldhúsborðið heima hjá þér? Leyfir þú barninu þínu að tala á neikvæðan hátt um skólann, bekkjarfélaga, vini eða fjölskyldumeðlimi? Getum við ætlast til þess að börnin okkar beri virðingu fyrir öðrum ef við stöndum fyrir eða samþykkjum slíkt tal? Lítum í eigin barm. Leyfum okkur ekki að líta í hina áttina ef grunur um einelti vaknar. Börnin okkar, í víðasta skilningi þess orðs, eiga betra skilið en að við stingum vandamálum þeirra undir stól. Sýnum þeim þá virðingu að hlusta, meðtaka og bregðast við. Enginn er undanskilinn ábyrgð ef einelti þrífst í nærumhverfi okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Sjá meira
Einelti gegn börnum er grafalvarlegt samfélagsmein. Í könnunum Menntasviðs Reykjavíkur um viðhorf foreldra til grunnskólastarfs kemur fram að einelti hefur ekki farið minnkandi síðustu ár, að mati foreldra. Tæp 16% foreldra í könnun frá 2010 telja að börn þeirra hafi orðið fyrir einelti á síðustu tólf mánuðum. Í fjögur hundruð barna skóla eru þetta um sextíu og fjórir nemendur. Tæpur þriðjungur foreldra segir í sömu könnun að fljótt og vel hafi verið tekið á eineltinu en rúmlega þriðjungur segir að skólinn hafi ekki tekið á málinu. Kannanir frá árunum 2004, 2006 og 2008 sýna einnig að rúmlega þriðjungur foreldra var frekar ósáttur eða mjög ósáttur við það hvernig var tekið á eineltinu í skólanum. Það er ekki á færi einstaklinga að vinna bug á einelti heldur verðum við fullorðna fólkið í samfélaginu að taka höndum saman, axla ábyrgð og grípa til aðgerða. Skólasamfélagið allt þarf að líta í eigin barm og skoða hvernig gera má betur. Ábyrgðin er líka okkar foreldra. Sum börn eru ótrúlega fær í að fela líðan sína þegar þau vilja ekki íþyngja foreldrum sínum. Afskipti af barni sem á erfitt getur hreinlega bjargað lífi þess og breytt tilveru heillar fjölskyldu. Með því að hvetja börnin okkar til að láta einhvern fullorðinn vita ef þau verða vör við að önnur börn ástundi óæskilega hegðun, eða verða fyrir áreiti af hálfu annarra barna eða fullorðinna, getum við lagt okkar af mörkum. Samvinna okkar fullorðna fólksins, sem myndum öryggisnet barns, er besta leiðin til að fyrirbyggja að upp komi vandamál. Mikilvægt er að eiga reglulega samræður um málefni líðandi stundar, verkefni dagsins, væntingar, gleði og vonbrigði. Þessar samræður þurfa líka að eiga sér stað í skólastofunni. Þær efla traust og trúnað og auðvelda börnum að tjá sig um viðkvæmari málefni ef þess gerist þörf. Fylgjumst með því að enginn sé einn og skilinn útundan í bekknum, myndum vinahópa, gerum eitthvað skemmtilegt með hópnum öllum og setjum reglur um samskipti, afmælisboð og þess háttar. Ef foreldrarnir í bekknum þekkjast vel og börnin líka verða öll samskipti betri og auðveldara er að grípa inn í ef eitthvað bjátar á. Munum að börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Hvernig talar þú um fólk við eldhúsborðið heima hjá þér? Leyfir þú barninu þínu að tala á neikvæðan hátt um skólann, bekkjarfélaga, vini eða fjölskyldumeðlimi? Getum við ætlast til þess að börnin okkar beri virðingu fyrir öðrum ef við stöndum fyrir eða samþykkjum slíkt tal? Lítum í eigin barm. Leyfum okkur ekki að líta í hina áttina ef grunur um einelti vaknar. Börnin okkar, í víðasta skilningi þess orðs, eiga betra skilið en að við stingum vandamálum þeirra undir stól. Sýnum þeim þá virðingu að hlusta, meðtaka og bregðast við. Enginn er undanskilinn ábyrgð ef einelti þrífst í nærumhverfi okkar.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun