Staðan á sjúkraflugi á Íslandi er dauðans alvara! 9. nóvember 2011 06:00 Íslendingar eru duglegir að bera sig saman við vestrænar þjóðir í hæfni og gæðum þjónustu og menntunar. Við segjum stolt frá því að við teljum okkur vera á pari við Norðurlandaþjóðirnar með að virða réttindi og þjónusta þegna landsins. Að fenginni faglegri og persónulegri reynslu finn ég mig knúinn til að leggja mitt mat á stöðu þeirrar þjónustu sem veitt er við sjómenn og sjúklinga utan höfuðborgarinnar. Mýflug er með samning við velferðarráðuneytið og sér um allt sjúkraflug innanlands, leggur til vélar, búnað og mannafla til að sinna þessari þjónustu. Sjúkraflugið er gert út frá Akureyri. Fagleg og rétt viðbrögð einkenna vinnubrögð þeirra sem vinna við þessar erfiðu aðstæður. Hinsvegar er alvarlegt hve þetta tekur langan tíma og ítrekað hefur það komið fyrir að Mýflug hefur ekki getað veitt þessa þjónustu innan þess tíma sem samningurinn kveður á um. Samkvæmt samningnum er viðbragðstími sjúkraflugs 60 mínútur frá því að beiðni berst þar til vélin á fara í loftið. Ef beiðni berst um að þörf sé á varavél skal hún fara í loftið innan 105 mínútna. Mýflug notar TF-MYX í sjúkraflug. Þetta eru öflugar vélar sem nýtast vel við íslenskar aðstæður. Varavél, TF-FMS, er sömu gerðar. Nýlega kenndi ég mér eymsla í kviði og þurfti í aðgerð. Skurðlæknirinn í Eyjum var ekki viðlátinn og þurfti ég sjúkraflug til Reykjavíkur. Um hádegi var mér tilkynnt að það yrði bið á sjúkrafluginu. Ég var í forgangi 3, sem ekki er aðkallandi bráðaflokkun. Biðin var orðin löng þegar ég komst á deild klukkan 18.50. Fyrir forgang 3 flokkaðan sjúkling er þetta of langur tími. Þar sem ég er sjúkraflutningamaður leitaði ég skýringa hjá áhöfninni og var mér tjáð að óvenju mörg bráðatilfelli hafi verið þennan dag. Varavél reyndist ekki kölluð út því hún var í öðrum verkefnum, tvo tíma tæki að gera hana klára því sjúkraflugsbúnaðurinn var í Reykjavík en vélin fyrir norðan. Það fannst mér óviðunandi skýring. Sem betur fer var ég ekki bráðveikur. En ég leiddi hugann að því, er það rétt að manni skuli líða eins og afgangsstærð, annars flokks þegni sem er látinn bíða en ekki gerðar viðeigandi lögbundnar ráðstafanir. Er þetta þjónustan sem við viljum veita? Sannarlega ekki! Ég greiði mína skatta og skyldur og tel mig eiga rétt á meiri gæðum í þessari grunnþjónustu. Ég vil taka það sérstaklega fram að þjónustan sem ég þáði þennan dag var veitt af virðingu og fagmennsku fram í fingurgóma, frá Eyjum og þar til að ég útskrifaðist. Er það skoðun mín að þjónustan myndi batna gríðarlega ef önnur sjúkravél væri staðsett í Reykjavík. Allar forsendur eru fyrir hendi til að reka sjúkraflugvél frá höfuðstaðnum líka. Sérþjálfaður mannskapur er bæði í Reykjavík og á Akureyri. Landinu mætti skipta upp í svæði og fluginu stýrt eftir lengd og tilfellum. Tvær vélar auka öryggið þar sem önnur vélin yrði til vara. Það kerfi yrði að minnsta kosti ekki lakara en það sem notast er við í dag. Ráðamenn koma til með að segja að þetta snúist um peninga. En eru nokkrar milljónir mikill aukakostnaður þegar um er að ræða björgun á mannslífum? Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru nefndar sem „backup“ við þessar aðstæður. Hvernig er hægt að stóla á það? Fréttir hafa verið fluttar af því að þar sé mikill niðurskurður í rekstri eins og hjá mörgum öðrum stofnunum. Það þýðir að oft er bara ein þyrla tiltæk til að sinna landinu og miðunum. Gæslan hefur það skilgreinda hlutverk að þjóna skipaflotanum, þjónusta sem er í hættu. Mér finnst með ólíkindum hve sjómenn og útgerðarmenn eru slakir yfir fréttunum af skerðingum í flugrekstri Landhelgisgæslunnar. Við erum með einstakt kerfi í menntun og endurmenntun sjómanna, en það stoðar lítið ef þyrlurnar komast ekki til skipanna þegar hætta steðjar að. Samkvæmt öryggisreglum má þyrla ekki fara lengra frá landi en 20 mílur þegar ekki er önnur til aðstoðar. Reglur eru settar til að fara eftir og til að tryggja öryggi þyrlna og áhafna þeirra. Mörg tilvik hafa komið upp þar sem einungis ein áhöfn er á vakt m.a. vegna þjálfunar flugmanna og annarra áhafnarmeðlima. Frá 6. janúar n.k. í þrjá mánuði, er önnur vélin í reglubundinni skoðun og þá er einungis ein vél tiltæk. Þá eru framundan verstu vetrarmánuðirnir á sjó og ein þyrla getur einungis farið 20 mílur frá landi. Til að veita aðstoð þarf skipið að sigla á móti þyrlunni. Ef skipið verður vélarvana, þá er það ekki möguleiki. Hvernig á þá að koma neyðaraðstoð um borð? Hvað tekur það langan tíma? Það er því falskt öryggi að telja fólki trú um að þyrlan geti verið til vara fyrir sjúkraflugið ef mikið er að gera. Landhelgisgæslan á fullt í fangi með að halda úti einni vél og áhöfn til að sinna flotanum okkar, og það aðeins ef slys eða óhöpp verða innan 20 mílna. Með þessum skrifum vil ég gera það ljóst að sjúkraflug á Íslandi er svo sannarlega ekki í betri horfum en það var fyrir 30 árum. Þá var sjúkravél í hverjum landsfjórðungi og herinn sannaði sannarlega gildi sitt þegar mikið lá við. Eru sjómenn, eins og við landsbyggðarfólkið, bara annars flokks þegnar? Það virðist allavega ekkert í kortunum segja mér að þessir hlutir séu í lagi hér á landi og hvað þá á sjó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eru duglegir að bera sig saman við vestrænar þjóðir í hæfni og gæðum þjónustu og menntunar. Við segjum stolt frá því að við teljum okkur vera á pari við Norðurlandaþjóðirnar með að virða réttindi og þjónusta þegna landsins. Að fenginni faglegri og persónulegri reynslu finn ég mig knúinn til að leggja mitt mat á stöðu þeirrar þjónustu sem veitt er við sjómenn og sjúklinga utan höfuðborgarinnar. Mýflug er með samning við velferðarráðuneytið og sér um allt sjúkraflug innanlands, leggur til vélar, búnað og mannafla til að sinna þessari þjónustu. Sjúkraflugið er gert út frá Akureyri. Fagleg og rétt viðbrögð einkenna vinnubrögð þeirra sem vinna við þessar erfiðu aðstæður. Hinsvegar er alvarlegt hve þetta tekur langan tíma og ítrekað hefur það komið fyrir að Mýflug hefur ekki getað veitt þessa þjónustu innan þess tíma sem samningurinn kveður á um. Samkvæmt samningnum er viðbragðstími sjúkraflugs 60 mínútur frá því að beiðni berst þar til vélin á fara í loftið. Ef beiðni berst um að þörf sé á varavél skal hún fara í loftið innan 105 mínútna. Mýflug notar TF-MYX í sjúkraflug. Þetta eru öflugar vélar sem nýtast vel við íslenskar aðstæður. Varavél, TF-FMS, er sömu gerðar. Nýlega kenndi ég mér eymsla í kviði og þurfti í aðgerð. Skurðlæknirinn í Eyjum var ekki viðlátinn og þurfti ég sjúkraflug til Reykjavíkur. Um hádegi var mér tilkynnt að það yrði bið á sjúkrafluginu. Ég var í forgangi 3, sem ekki er aðkallandi bráðaflokkun. Biðin var orðin löng þegar ég komst á deild klukkan 18.50. Fyrir forgang 3 flokkaðan sjúkling er þetta of langur tími. Þar sem ég er sjúkraflutningamaður leitaði ég skýringa hjá áhöfninni og var mér tjáð að óvenju mörg bráðatilfelli hafi verið þennan dag. Varavél reyndist ekki kölluð út því hún var í öðrum verkefnum, tvo tíma tæki að gera hana klára því sjúkraflugsbúnaðurinn var í Reykjavík en vélin fyrir norðan. Það fannst mér óviðunandi skýring. Sem betur fer var ég ekki bráðveikur. En ég leiddi hugann að því, er það rétt að manni skuli líða eins og afgangsstærð, annars flokks þegni sem er látinn bíða en ekki gerðar viðeigandi lögbundnar ráðstafanir. Er þetta þjónustan sem við viljum veita? Sannarlega ekki! Ég greiði mína skatta og skyldur og tel mig eiga rétt á meiri gæðum í þessari grunnþjónustu. Ég vil taka það sérstaklega fram að þjónustan sem ég þáði þennan dag var veitt af virðingu og fagmennsku fram í fingurgóma, frá Eyjum og þar til að ég útskrifaðist. Er það skoðun mín að þjónustan myndi batna gríðarlega ef önnur sjúkravél væri staðsett í Reykjavík. Allar forsendur eru fyrir hendi til að reka sjúkraflugvél frá höfuðstaðnum líka. Sérþjálfaður mannskapur er bæði í Reykjavík og á Akureyri. Landinu mætti skipta upp í svæði og fluginu stýrt eftir lengd og tilfellum. Tvær vélar auka öryggið þar sem önnur vélin yrði til vara. Það kerfi yrði að minnsta kosti ekki lakara en það sem notast er við í dag. Ráðamenn koma til með að segja að þetta snúist um peninga. En eru nokkrar milljónir mikill aukakostnaður þegar um er að ræða björgun á mannslífum? Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru nefndar sem „backup“ við þessar aðstæður. Hvernig er hægt að stóla á það? Fréttir hafa verið fluttar af því að þar sé mikill niðurskurður í rekstri eins og hjá mörgum öðrum stofnunum. Það þýðir að oft er bara ein þyrla tiltæk til að sinna landinu og miðunum. Gæslan hefur það skilgreinda hlutverk að þjóna skipaflotanum, þjónusta sem er í hættu. Mér finnst með ólíkindum hve sjómenn og útgerðarmenn eru slakir yfir fréttunum af skerðingum í flugrekstri Landhelgisgæslunnar. Við erum með einstakt kerfi í menntun og endurmenntun sjómanna, en það stoðar lítið ef þyrlurnar komast ekki til skipanna þegar hætta steðjar að. Samkvæmt öryggisreglum má þyrla ekki fara lengra frá landi en 20 mílur þegar ekki er önnur til aðstoðar. Reglur eru settar til að fara eftir og til að tryggja öryggi þyrlna og áhafna þeirra. Mörg tilvik hafa komið upp þar sem einungis ein áhöfn er á vakt m.a. vegna þjálfunar flugmanna og annarra áhafnarmeðlima. Frá 6. janúar n.k. í þrjá mánuði, er önnur vélin í reglubundinni skoðun og þá er einungis ein vél tiltæk. Þá eru framundan verstu vetrarmánuðirnir á sjó og ein þyrla getur einungis farið 20 mílur frá landi. Til að veita aðstoð þarf skipið að sigla á móti þyrlunni. Ef skipið verður vélarvana, þá er það ekki möguleiki. Hvernig á þá að koma neyðaraðstoð um borð? Hvað tekur það langan tíma? Það er því falskt öryggi að telja fólki trú um að þyrlan geti verið til vara fyrir sjúkraflugið ef mikið er að gera. Landhelgisgæslan á fullt í fangi með að halda úti einni vél og áhöfn til að sinna flotanum okkar, og það aðeins ef slys eða óhöpp verða innan 20 mílna. Með þessum skrifum vil ég gera það ljóst að sjúkraflug á Íslandi er svo sannarlega ekki í betri horfum en það var fyrir 30 árum. Þá var sjúkravél í hverjum landsfjórðungi og herinn sannaði sannarlega gildi sitt þegar mikið lá við. Eru sjómenn, eins og við landsbyggðarfólkið, bara annars flokks þegnar? Það virðist allavega ekkert í kortunum segja mér að þessir hlutir séu í lagi hér á landi og hvað þá á sjó.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun