Dagrenning 9. nóvember 2011 06:00 Lifandi skelfingar ósköp er niðdimm þoka búin að umlykja Sjálfstæðisflokkinn undanfarin misseri: Seðlabankinn hættur að gefa út hin arðvænu Ástarbréf; Hannes Hólmsteinn leystur frá störfum sem ráðsmaður um fjármál og efnahagsmál ríkisins; Kjartani gert ómögulegt að stunda arðsöm viðskipti við S-menn um banka og verðbréf þeirra; bankaráð Seðlabanka séð eftir Helga horska í 15 – fimmtán- heimsreisur eftir að hann hafði starfað að gullgreftri um árabil; einkavinurinn Halldór Ásgrímsson flúinn úr landi, maðurinn sem stjórnaði flokki „sem getur verið stoltur af verkum sínum“, vann ávallt „eftir bestu sannfæringu“ og „samstarf hans og Davíðs Oddssonar í ríkisstjórn var þjóðinni einkar gæfuríkt“ svo vitnað sé orðrétt í Sjálfstæðisflokksþingmanninn Illuga Gunnarsson; og Finnur Ingólfsson að bíða eftir fundarlaunum vegna sjóðs Samvinnutrygginga, sem hann og félagar hans fundu á förnum vegi. Má raunar segja að „ragnarökur“ hafi gengið í garð í Valhöll Sjálfstæðisflokksins, eða eins og Snorri segir: „Sól mun sortna, sökkur fold í mar, hverfa af himni heiðar stjörnur.“ En nú mun „ragnarökur“ um þann garð gengið, eða eins og Hárr segir í Gylfaginningu: „Upp skýtur jörðinni þá úr sænum og er þá græn og fögr. Vaxa þá akrar ósánir.“ Kögunarhólsmaður Fréttablaðsins telur nú færi á að mynda nýjan pólitískan öxul með Sjálfstæðisflokki, Kögunarerfingja Framsóknarflokksins og Steingrími Samherjafóstra. Þegar uppeldisdóttir Valhallarmanna er sezt í formannsstól Sjálfstæðisflokksins munu uppalendur hennar taka við völdum á nýjan leik: Kjartan mun þá strax skipaður formaður bankaráðs Landsbanka Íslands til að einkavæða bankann á nýjan leik; Hólmsteinn settur seðlabankastjóri og undireins hafin hátíðarútgáfa Ástarbréfa; Helgi horski skipaður varaformaður á báðum stöðum; Halldór kallaður til landsins að annast úthlutun veiðileyfa án keypis, og endurreisa „Mónu“ á Hornafirði í von um frekari afskriftir; mælar Orkuveitu Reykjavíkur keyptir af Finni fyrir 100 – eitt hundrað- milljarða króna til þess sérstaklega að hann hafi undan ef krónan skyldi taka upp á að rýrna rétt eina ferðina enn. „Og þá verður bylting í ríki útvaldra,“ eins og Þórbergur segir í lok bréfs til Láru. Og kátt í hárri Val-höll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Lifandi skelfingar ósköp er niðdimm þoka búin að umlykja Sjálfstæðisflokkinn undanfarin misseri: Seðlabankinn hættur að gefa út hin arðvænu Ástarbréf; Hannes Hólmsteinn leystur frá störfum sem ráðsmaður um fjármál og efnahagsmál ríkisins; Kjartani gert ómögulegt að stunda arðsöm viðskipti við S-menn um banka og verðbréf þeirra; bankaráð Seðlabanka séð eftir Helga horska í 15 – fimmtán- heimsreisur eftir að hann hafði starfað að gullgreftri um árabil; einkavinurinn Halldór Ásgrímsson flúinn úr landi, maðurinn sem stjórnaði flokki „sem getur verið stoltur af verkum sínum“, vann ávallt „eftir bestu sannfæringu“ og „samstarf hans og Davíðs Oddssonar í ríkisstjórn var þjóðinni einkar gæfuríkt“ svo vitnað sé orðrétt í Sjálfstæðisflokksþingmanninn Illuga Gunnarsson; og Finnur Ingólfsson að bíða eftir fundarlaunum vegna sjóðs Samvinnutrygginga, sem hann og félagar hans fundu á förnum vegi. Má raunar segja að „ragnarökur“ hafi gengið í garð í Valhöll Sjálfstæðisflokksins, eða eins og Snorri segir: „Sól mun sortna, sökkur fold í mar, hverfa af himni heiðar stjörnur.“ En nú mun „ragnarökur“ um þann garð gengið, eða eins og Hárr segir í Gylfaginningu: „Upp skýtur jörðinni þá úr sænum og er þá græn og fögr. Vaxa þá akrar ósánir.“ Kögunarhólsmaður Fréttablaðsins telur nú færi á að mynda nýjan pólitískan öxul með Sjálfstæðisflokki, Kögunarerfingja Framsóknarflokksins og Steingrími Samherjafóstra. Þegar uppeldisdóttir Valhallarmanna er sezt í formannsstól Sjálfstæðisflokksins munu uppalendur hennar taka við völdum á nýjan leik: Kjartan mun þá strax skipaður formaður bankaráðs Landsbanka Íslands til að einkavæða bankann á nýjan leik; Hólmsteinn settur seðlabankastjóri og undireins hafin hátíðarútgáfa Ástarbréfa; Helgi horski skipaður varaformaður á báðum stöðum; Halldór kallaður til landsins að annast úthlutun veiðileyfa án keypis, og endurreisa „Mónu“ á Hornafirði í von um frekari afskriftir; mælar Orkuveitu Reykjavíkur keyptir af Finni fyrir 100 – eitt hundrað- milljarða króna til þess sérstaklega að hann hafi undan ef krónan skyldi taka upp á að rýrna rétt eina ferðina enn. „Og þá verður bylting í ríki útvaldra,“ eins og Þórbergur segir í lok bréfs til Láru. Og kátt í hárri Val-höll.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar