Tíminn til að hemja hlýnun að renna út 10. nóvember 2011 05:30 Erfitt verður að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis á borð við olíu. nordicphotos/AFP „Við erum að stefna í ranga átt varðandi loftslagsbreytingar,“ segir Fatih Birol, aðalhagfræðingur Alþjóðlegu orkustofnunarinnar. Hann segist ekki bjartsýnn á að leiðtogar ríkja heims verði tilbúnir til að færa þær fórnir, sem þarf til að breyta um stefnu. Í nýrri skýrslu stofnunarinnar um horfur í orkumálum næstu áratugina er því spáð að orkunotkun mannkyns muni aukast um þriðjung fram til ársins 2035, að því gefnu að þeim markmiðum, sem alþjóðasamfélagið hefur sett sér til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, verði framfylgt af varfærni. Níutíu prósent þessa vaxtar verða í ríkjum utan OECD. Stofnunin segir tvennt næsta víst í framtíðinni: fólki heldur áfram að fjölga og tekjur halda áfram að hækka. Þrátt fyrir alla óvissu um framtíðina ætti að vera ljóst, að af þessu tvennu leiðir að orkuþörf mannkyns verður meiri. „Stjórnvöld verða að grípa til strangari aðgerða til að efla fjárfestingu í hagkvæmri tækni sem notar lítið af kolefnum,“ segir Maria van der Hoeven, framkvæmdastjóri stofnunarinnar. Verði ekki gripið til slíkra aðgerða fyrir árið 2017, verður orðið of seint að snúa við þeirri þróun að hlýnun jarðar verði meiri en tvær gráður á Celcius-kvarða. Almennt hefur verið gengið út frá því að hlýnun jarðar megi ekki verða meiri en tvær gráður, ef afleiðingarnar eigi ekki að verða afdrifaríkar fyrir stóran hluta mannkyns. Líklegasta framhaldið, samkvæmt spá orkustofnunarinnar, er sú að hlýnunin verði þegar fram líða stundir 3,5 gráður, jafnvel þótt öll ríki framfylgi þeim loforðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, sem þegar hafa verið gefin á alþjóðavettvangi. Leggja þarf út í verulegan kostnað strax á allra næstu árum ef takast á að snúa þeirri þróun við. Allur dráttur á aðgerðum, þótt kostnaðarsamar séu, bitna hins vegar á framtíðinni: „Fyrir hvern Bandaríkjadal sem sparast í fjárfestingum í orkugeiranum fyrir árið 2020 þarf að verja 4,3 dölum til viðbótar eftir árið 2020 til þess að bæta fyrir aukinn útblástur,“ segir í skýrslunni. gudsteinn@frettabladid.is Loftslagsmál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
„Við erum að stefna í ranga átt varðandi loftslagsbreytingar,“ segir Fatih Birol, aðalhagfræðingur Alþjóðlegu orkustofnunarinnar. Hann segist ekki bjartsýnn á að leiðtogar ríkja heims verði tilbúnir til að færa þær fórnir, sem þarf til að breyta um stefnu. Í nýrri skýrslu stofnunarinnar um horfur í orkumálum næstu áratugina er því spáð að orkunotkun mannkyns muni aukast um þriðjung fram til ársins 2035, að því gefnu að þeim markmiðum, sem alþjóðasamfélagið hefur sett sér til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, verði framfylgt af varfærni. Níutíu prósent þessa vaxtar verða í ríkjum utan OECD. Stofnunin segir tvennt næsta víst í framtíðinni: fólki heldur áfram að fjölga og tekjur halda áfram að hækka. Þrátt fyrir alla óvissu um framtíðina ætti að vera ljóst, að af þessu tvennu leiðir að orkuþörf mannkyns verður meiri. „Stjórnvöld verða að grípa til strangari aðgerða til að efla fjárfestingu í hagkvæmri tækni sem notar lítið af kolefnum,“ segir Maria van der Hoeven, framkvæmdastjóri stofnunarinnar. Verði ekki gripið til slíkra aðgerða fyrir árið 2017, verður orðið of seint að snúa við þeirri þróun að hlýnun jarðar verði meiri en tvær gráður á Celcius-kvarða. Almennt hefur verið gengið út frá því að hlýnun jarðar megi ekki verða meiri en tvær gráður, ef afleiðingarnar eigi ekki að verða afdrifaríkar fyrir stóran hluta mannkyns. Líklegasta framhaldið, samkvæmt spá orkustofnunarinnar, er sú að hlýnunin verði þegar fram líða stundir 3,5 gráður, jafnvel þótt öll ríki framfylgi þeim loforðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, sem þegar hafa verið gefin á alþjóðavettvangi. Leggja þarf út í verulegan kostnað strax á allra næstu árum ef takast á að snúa þeirri þróun við. Allur dráttur á aðgerðum, þótt kostnaðarsamar séu, bitna hins vegar á framtíðinni: „Fyrir hvern Bandaríkjadal sem sparast í fjárfestingum í orkugeiranum fyrir árið 2020 þarf að verja 4,3 dölum til viðbótar eftir árið 2020 til þess að bæta fyrir aukinn útblástur,“ segir í skýrslunni. gudsteinn@frettabladid.is
Loftslagsmál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira