Nokkur orð um vask og lax Óðinn Sigþórsson skrifar 29. nóvember 2011 06:00 Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, ritaði grein hér í Fréttablaðið sl. föstudag þar sem hann viðrar hugmyndir sínar um hvernig bæta megi hag ríkissjóðs með aukinni skattlagningu. Í grein hans koma fram áhyggjur af fyrirhuguðum kolefnisskatti á framleiðslu kísiljárns, sjálfsagt í kjölfar umræðna um hættuna á að þessi atvinnuvegur verði þar með skattlagður úr landi. Ég tek undir þau sjónarmið að svo hart er hægt að ganga fram í skattlagningu, að heilu atvinnuvegirnir flýi land. Nauðsynlegt er að benda á, að þetta á einnig við um þann atvinnuveg sem byggir á sölu veiðileyfa. Til lausnar á vanda ríkissjóðs beinir nú Þórólfur sjónum sínum enn og aftur að atvinnuvegum í sveitum landsins. Síðan ályktar hann svo í greinarlok, að þar sem virðisaukaskattur er ekki lagður á veiðileyfi jafngildi það að styrkir til íslensks landbúnaðar séu vantaldir um heilar 300 milljónir. Með þessari óvenjulegu niðurstöðu opnar hann hugarheim sinn fyrir lesendum, þannig að það er engu líkara en að hagfræðiprófessorinn hafi látið í minni pokann fyrir álitsgjafanum, þegar Þórólfur skrifaði greinina. Nú vill hann leggja virðisaukaskatt á sölu veiðileyfa. Rökin fyrir því að það skuli gera einmitt núna segir hann vera „fregnir af hækkandi verði á laxveiðileyfum“. Alkunna er að fréttir eru helst sagðar af hækkunum á leigu einstakra veiðivatna. Lækki leigan eða standi í stað er það ekki fréttaefni. Mörg veiðifélög vinna nú að endurnýjun samninga við leigutaka og er allur gangur á hvort tilefni er til breytinga á veiðileigunni. Allt fer þetta eftir veiðinni sem söluhorfur byggja á að mestu. Þannig er það fjarri lagi að mikil hækkun á einni veiðiá í útboði leiði til tilsvarandi hækkunar yfir allan markaðinn. Ný dæmi eru t.d. um að veittur hafi verið afsláttur af gildandi samningum í kjölfar þess að veiðisumarið hefur ekki staðist væntingar í einstökum ám. Þá verður einnig að hafa í huga að tekjur af laxveiðihlunnindum til lengri tíma eru mjög háðar þróun gengis íslensku krónunnar, enda stór hluti viðskiptamanna nú erlendir veiðimenn. Það er rangt sem fram kemur í grein Þórólfs, að innskattur vegna sölu veiðileyfa myndi hafa í för með sér að umfang veiðileyfasölunnar breyttist „tæplega“, verði virðisaukaskattur lagður á veiðileyfi. Helsti kostnaður við sölu veiðileyfa er skrifstofukostnaður og laun. Innskattur yrði því hverfandi hluti af heildarverði veiðileyfisins. Því er ljóst að virðisaukaskattur kæmi af fullum þunga fram í verðlagningu veiðileyfa. Veiðileyfi á innlendum markaði þyrftu þá að hækka á einu bretti um fjórðung. Fyrir slíku eru engar forsendur eins og Þórólfur hefði mátt ráða af fregnum. Álagning virðisaukaskatts á veiðileyfi myndi því leiða til tilsvarandi lækkunar á tekjum veiðiréttareigenda. Við útreikning á ávinningi ríkissjóðs af þessari tillögu Þórólfs verður því líka að taka tillit til þeirra tekna sem ríkissjóður verður af vegna minni skattskyldra tekna veiðiréttareigenda. En eitt er þó nokkuð öruggt. Yrði tillagan að veruleika mun slíkt valda upplausn og algjörum forsendubresti í þessari atvinnugrein. Öllum samningum á þessum markaði væri kollvarpað, og til framtíðar litið er alvarleg hætta á að farsælt skipulag veiðimála á Íslandi mundi riðlast, til ófyrirsjáanlegs tjóns fyrir alla aðila, og einnig ríkissjóð. Við búum svo vel í dag að vera lausir við allt svartamarkaðsbrask á veiði. Það á ekki síst rætur sínar að rekja til þess að veiðiréttareigendur telja hagsmunum sínum best borgið með því að veiðifélögin ráðstafi veiðiréttinum í ánum. Tillaga Þórólfs er tilræði við þetta fyrirkomulag. Þá eru einnig líkur á að tillagan muni til lengri tíma mismuna veiðimönnum, þannig að skatturinn lendi á innlenda markaðnum en salan til erlendra veiðimanna flýi virðisaukaskattinn og hverfi úr landi líkt og nú er rætt um að geti gerst varðandi kísiljárnið. Að lokum sé ég ekki hvaða tilgangi það þjónar hjá Þórólfi að skreyta grein sína með fullyrðingum um, að hið opinbera kosti í veiðimálum „umfangsmikla rannsóknarstarfsemi og seiðauppeldi“. Staðreyndin er sú, að stærri hluti tekna Veiðimálastofnunar, sem stundar rannsóknir í ám og vötnum, eru sértekjur sem m.a. veiðiréttareigendur greiða. Þeir litlu fjármunir sem ríkið leggur til þessara mála fara til grundvallarrannsókna á þessari náttúru landsins. Auðvitað má taka umræðu um nauðsyn á framlögum hins opinbera til rannsókna, en þá er að sjálfsögðu allt undir, einnig sá geiri sem Þórólfur starfar við. Þá þyrfti Þórólfur að gera betur grein fyrir seiðaeldi ríkisins í þágu okkar veiðiréttareigenda en engin slík starfsemi er á vegum ríkisins og hefur ekki verið mér vitanlega um áratuga skeið. þannig stenst þessi fullyrðing hans ekki frekar en margt annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Sjá meira
Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, ritaði grein hér í Fréttablaðið sl. föstudag þar sem hann viðrar hugmyndir sínar um hvernig bæta megi hag ríkissjóðs með aukinni skattlagningu. Í grein hans koma fram áhyggjur af fyrirhuguðum kolefnisskatti á framleiðslu kísiljárns, sjálfsagt í kjölfar umræðna um hættuna á að þessi atvinnuvegur verði þar með skattlagður úr landi. Ég tek undir þau sjónarmið að svo hart er hægt að ganga fram í skattlagningu, að heilu atvinnuvegirnir flýi land. Nauðsynlegt er að benda á, að þetta á einnig við um þann atvinnuveg sem byggir á sölu veiðileyfa. Til lausnar á vanda ríkissjóðs beinir nú Þórólfur sjónum sínum enn og aftur að atvinnuvegum í sveitum landsins. Síðan ályktar hann svo í greinarlok, að þar sem virðisaukaskattur er ekki lagður á veiðileyfi jafngildi það að styrkir til íslensks landbúnaðar séu vantaldir um heilar 300 milljónir. Með þessari óvenjulegu niðurstöðu opnar hann hugarheim sinn fyrir lesendum, þannig að það er engu líkara en að hagfræðiprófessorinn hafi látið í minni pokann fyrir álitsgjafanum, þegar Þórólfur skrifaði greinina. Nú vill hann leggja virðisaukaskatt á sölu veiðileyfa. Rökin fyrir því að það skuli gera einmitt núna segir hann vera „fregnir af hækkandi verði á laxveiðileyfum“. Alkunna er að fréttir eru helst sagðar af hækkunum á leigu einstakra veiðivatna. Lækki leigan eða standi í stað er það ekki fréttaefni. Mörg veiðifélög vinna nú að endurnýjun samninga við leigutaka og er allur gangur á hvort tilefni er til breytinga á veiðileigunni. Allt fer þetta eftir veiðinni sem söluhorfur byggja á að mestu. Þannig er það fjarri lagi að mikil hækkun á einni veiðiá í útboði leiði til tilsvarandi hækkunar yfir allan markaðinn. Ný dæmi eru t.d. um að veittur hafi verið afsláttur af gildandi samningum í kjölfar þess að veiðisumarið hefur ekki staðist væntingar í einstökum ám. Þá verður einnig að hafa í huga að tekjur af laxveiðihlunnindum til lengri tíma eru mjög háðar þróun gengis íslensku krónunnar, enda stór hluti viðskiptamanna nú erlendir veiðimenn. Það er rangt sem fram kemur í grein Þórólfs, að innskattur vegna sölu veiðileyfa myndi hafa í för með sér að umfang veiðileyfasölunnar breyttist „tæplega“, verði virðisaukaskattur lagður á veiðileyfi. Helsti kostnaður við sölu veiðileyfa er skrifstofukostnaður og laun. Innskattur yrði því hverfandi hluti af heildarverði veiðileyfisins. Því er ljóst að virðisaukaskattur kæmi af fullum þunga fram í verðlagningu veiðileyfa. Veiðileyfi á innlendum markaði þyrftu þá að hækka á einu bretti um fjórðung. Fyrir slíku eru engar forsendur eins og Þórólfur hefði mátt ráða af fregnum. Álagning virðisaukaskatts á veiðileyfi myndi því leiða til tilsvarandi lækkunar á tekjum veiðiréttareigenda. Við útreikning á ávinningi ríkissjóðs af þessari tillögu Þórólfs verður því líka að taka tillit til þeirra tekna sem ríkissjóður verður af vegna minni skattskyldra tekna veiðiréttareigenda. En eitt er þó nokkuð öruggt. Yrði tillagan að veruleika mun slíkt valda upplausn og algjörum forsendubresti í þessari atvinnugrein. Öllum samningum á þessum markaði væri kollvarpað, og til framtíðar litið er alvarleg hætta á að farsælt skipulag veiðimála á Íslandi mundi riðlast, til ófyrirsjáanlegs tjóns fyrir alla aðila, og einnig ríkissjóð. Við búum svo vel í dag að vera lausir við allt svartamarkaðsbrask á veiði. Það á ekki síst rætur sínar að rekja til þess að veiðiréttareigendur telja hagsmunum sínum best borgið með því að veiðifélögin ráðstafi veiðiréttinum í ánum. Tillaga Þórólfs er tilræði við þetta fyrirkomulag. Þá eru einnig líkur á að tillagan muni til lengri tíma mismuna veiðimönnum, þannig að skatturinn lendi á innlenda markaðnum en salan til erlendra veiðimanna flýi virðisaukaskattinn og hverfi úr landi líkt og nú er rætt um að geti gerst varðandi kísiljárnið. Að lokum sé ég ekki hvaða tilgangi það þjónar hjá Þórólfi að skreyta grein sína með fullyrðingum um, að hið opinbera kosti í veiðimálum „umfangsmikla rannsóknarstarfsemi og seiðauppeldi“. Staðreyndin er sú, að stærri hluti tekna Veiðimálastofnunar, sem stundar rannsóknir í ám og vötnum, eru sértekjur sem m.a. veiðiréttareigendur greiða. Þeir litlu fjármunir sem ríkið leggur til þessara mála fara til grundvallarrannsókna á þessari náttúru landsins. Auðvitað má taka umræðu um nauðsyn á framlögum hins opinbera til rannsókna, en þá er að sjálfsögðu allt undir, einnig sá geiri sem Þórólfur starfar við. Þá þyrfti Þórólfur að gera betur grein fyrir seiðaeldi ríkisins í þágu okkar veiðiréttareigenda en engin slík starfsemi er á vegum ríkisins og hefur ekki verið mér vitanlega um áratuga skeið. þannig stenst þessi fullyrðing hans ekki frekar en margt annað.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun