Íslensk jólatré eru allra hagur Einar Örn Jónsson skrifar 30. nóvember 2011 06:00 Verulega hefur dregið úr innflutningi á erlendum jólatrjám hingað til lands í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Innlend tré hafa haldið sínum hlut á markaðnum og sjá íslenskir jólatrjáaræktendur nú ýmis sóknarfæri framundan. Innlend jólatré standast vel samanburð við erlend þegar litið er til verðs og gæða. Þegar áhrif þeirra á samfélag okkar og umhverfi eru tekin með í reikninginn hafa þau margt fram yfir þau erlendu. Það kæmi því öllum til góða að auka hlutdeild þeirra á markaðnum. Með aukinni ræktun og sölu íslenskra jólatrjáa er hægt að slá tvær flugur í einu höggi, spara gjaldeyri og skapa atvinnu. Sú vinna einskorðast ekki við aðventuna enda þarf að sinna ræktun og umhirðu trjáa frá vori til hausts. Jafnframt myndi efling innlendrar jólatrjáaræktunar skjóta sterkari stoðum undir skógarvinnslu og markað með skógarafurðir hér á landi. Sú atvinnugrein er enn sem komið er ung og óþroskuð en hefur alla burði til að blómstra ef hlúð er að henni. Eiturefni og óboðnir gestirEkki má heldur gleyma því að það er mun umhverfisvænna að velja innlend jólatré en erlend. Ekki þarf að flytja þau á skipi yfir hafið með tilheyrandi mengun. Við ræktun innlendra trjáa er nánast engum eiturefnum beitt en notkun þeirra er algeng víða erlendis, meðal annars í Danmörku, þaðan sem Íslendingar kaupa flest jólatré. Eiturefnunum er einkum ætlað að halda niðri illgresi og skordýrum en öðrum dýrum og plöntum stafar einnig hætta af notkun þeirra auk þess sem þau geta mengað vatnsból. Þá er sú hætta alltaf til staðar að óboðnir gestir berist hingað til lands með innfluttum jólatrjám svo sem skordýr og plöntusjúkdómar sem geta valdið ómældum skaða á gróðri. Sitkalús og furulús eru dæmi um slík skaðræðiskvikindi sem talið er að hafi borist til landsins með jólatrjám eða hnausplöntum. Auðlindin vex og dafnarMeð því að velja íslenskt jólatré leggur maður jafnframt sitt af mörkum til umhirðu og ræktun skóga á Íslandi, einu skóglausasta landi Evrópu. Víðast hvar er jólatrjáahöggið liður í nauðsynlegri grisjun ungskóga. Það er því ekki gengið á auðlindina heldur vex hún og dafnar við grisjunina. Fyrir hvert fellt tré má svo reikna með að 30-40 ný tré verði gróðursett. Af þessu má sjá að það borgar sig að velja íslenskt jólatré. Með því er maður ekki aðeins að styrkja innlenda atvinnusköpun og spara gjaldeyri heldur nýtur umhverfið einnig góðs af því á margvíslegan hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jólafréttir Skoðanir Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Verulega hefur dregið úr innflutningi á erlendum jólatrjám hingað til lands í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Innlend tré hafa haldið sínum hlut á markaðnum og sjá íslenskir jólatrjáaræktendur nú ýmis sóknarfæri framundan. Innlend jólatré standast vel samanburð við erlend þegar litið er til verðs og gæða. Þegar áhrif þeirra á samfélag okkar og umhverfi eru tekin með í reikninginn hafa þau margt fram yfir þau erlendu. Það kæmi því öllum til góða að auka hlutdeild þeirra á markaðnum. Með aukinni ræktun og sölu íslenskra jólatrjáa er hægt að slá tvær flugur í einu höggi, spara gjaldeyri og skapa atvinnu. Sú vinna einskorðast ekki við aðventuna enda þarf að sinna ræktun og umhirðu trjáa frá vori til hausts. Jafnframt myndi efling innlendrar jólatrjáaræktunar skjóta sterkari stoðum undir skógarvinnslu og markað með skógarafurðir hér á landi. Sú atvinnugrein er enn sem komið er ung og óþroskuð en hefur alla burði til að blómstra ef hlúð er að henni. Eiturefni og óboðnir gestirEkki má heldur gleyma því að það er mun umhverfisvænna að velja innlend jólatré en erlend. Ekki þarf að flytja þau á skipi yfir hafið með tilheyrandi mengun. Við ræktun innlendra trjáa er nánast engum eiturefnum beitt en notkun þeirra er algeng víða erlendis, meðal annars í Danmörku, þaðan sem Íslendingar kaupa flest jólatré. Eiturefnunum er einkum ætlað að halda niðri illgresi og skordýrum en öðrum dýrum og plöntum stafar einnig hætta af notkun þeirra auk þess sem þau geta mengað vatnsból. Þá er sú hætta alltaf til staðar að óboðnir gestir berist hingað til lands með innfluttum jólatrjám svo sem skordýr og plöntusjúkdómar sem geta valdið ómældum skaða á gróðri. Sitkalús og furulús eru dæmi um slík skaðræðiskvikindi sem talið er að hafi borist til landsins með jólatrjám eða hnausplöntum. Auðlindin vex og dafnarMeð því að velja íslenskt jólatré leggur maður jafnframt sitt af mörkum til umhirðu og ræktun skóga á Íslandi, einu skóglausasta landi Evrópu. Víðast hvar er jólatrjáahöggið liður í nauðsynlegri grisjun ungskóga. Það er því ekki gengið á auðlindina heldur vex hún og dafnar við grisjunina. Fyrir hvert fellt tré má svo reikna með að 30-40 ný tré verði gróðursett. Af þessu má sjá að það borgar sig að velja íslenskt jólatré. Með því er maður ekki aðeins að styrkja innlenda atvinnusköpun og spara gjaldeyri heldur nýtur umhverfið einnig góðs af því á margvíslegan hátt.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun