Bláfjöll eru á jaðarvatnsverndarsvæði 30. nóvember 2011 06:00 Svar við pistli í Fréttablaðinu Föstudaginn 18.11 eftir Margréti Júlíu, formann umhverfis- og samgöngunefndar, og Guðnýju Dóru, formann skipulagsnefndar Kópavogs. Þið eruð að biðja skíðafólk að sýna biðlund. Það höfum við svo sannarlega gert, en frá árinu 2000 hafa opnunardagar verið fáir og höfum við lítið getað æft eða stundað skíðin síðastliðin 10 ár eins og önnur svæði hér á landi sem eru að bjóða upp á snjóframleiðslu eins og t.d. Tindastóll, Akureyri, Dalvík. Við hreinlega getum ekki beðið degi lengur, því miður. Skýrslur hafa sýnt að snjóframleiðsla mengar ekki neitt og því ætti það ekki að vera afsökunin eða fyrirstaðan lengur. En fyrst mengun er ein af aðalumræðunum þá mengar mikið að keyra norður helgi eftir helgi og fljúga til útlanda til að geta æft skíði, er ekki rétt að þið horfið á heildarmyndina. Það eru snjóframleiðslukerfi úti um allan heim og búin að vera undanfarin 30 ár og meira, endilega reynið að hafa upp á upplýsingum einhversstaðar um að þetta hafi mengað umhverfið, því ekki hef ég fundið það. Við skíðafólk höfum ekki tíma og getum ekki beðið eftir heildarmati á Bláfjallasvæðinu út af Þríhnjúkagígum, þeir tengjast skíðaíþróttinni ekki neitt. Það er verið að biðja um nokkra blásara hér og þar sem blása vatni upp í loftið og þá frís vatnið og breytist í snjó, hvernig getið þið verið svona á móti því ? Einnig vitnið þið í að það sé kominn tími á endurnýjun í Bláfjöllum, ég hef ekki orðið var við neitt nema eitthvað sem heitir eðlilegt viðhald, en öllu er mjög vel við haldið í Bláfjöllum og allt í mjög fínu standi. Ég er þjálfari hjá Breiðablik og er foreldri tveggja afreksbarna í skíðaíþróttinni og ég er að gefast upp á því að bíða eftir því að eitthvað gerist. Er það raunin að það þurfi að minna ykkur á að það er barnaheill að stunda íþróttir. Við þurfum okkar aðstöðu til að æfa okkar íþrótt sem er skíði og það núna í vetur. Hvað þarf að breytast til að fólk skilji það? Þetta kostar Kópavogsbæ um það bil 40 milljónir í fyrsta áfanga, þetta mun koma margfalt til baka. Fyrst vildi Kópavogsbær bíða eftir skýrslunni um mengunaráhrif frá Mannviti, skýrslan kom og hún sannaði að það er engin mengun eða áhætta sem hlýst af snjóframleiðslu eða umferð til Bláfjalla, en þá er fundið upp á einhverju nýju, t.d. heildarmati með Þríhnjúkagígum, eða með öðrum orðum enn er reynt að tefja málið frekar. Það er því miður verið að drepa skíðaíþróttina með þessari háttsemi hér fyrir sunnan, sem er einungis út af pólitískum toga og hefur það einnig áhrif á allt landið því hér sunnanlands er fjöldinn og ef hann hefur ekki aðgang að brekkum þá leggst skíðaíþróttin á Íslandi niður. Ástæður eru margar og ein af þeim er að fólk ætlar ekki að eiga útbúnað upp á mörg hundruð þúsund krónur til að keyra eina ferð á ári til Akureyrar. Nú skora ég á alla sem málið varðar að ganga hratt til verks og klára þessi mál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Svar við pistli í Fréttablaðinu Föstudaginn 18.11 eftir Margréti Júlíu, formann umhverfis- og samgöngunefndar, og Guðnýju Dóru, formann skipulagsnefndar Kópavogs. Þið eruð að biðja skíðafólk að sýna biðlund. Það höfum við svo sannarlega gert, en frá árinu 2000 hafa opnunardagar verið fáir og höfum við lítið getað æft eða stundað skíðin síðastliðin 10 ár eins og önnur svæði hér á landi sem eru að bjóða upp á snjóframleiðslu eins og t.d. Tindastóll, Akureyri, Dalvík. Við hreinlega getum ekki beðið degi lengur, því miður. Skýrslur hafa sýnt að snjóframleiðsla mengar ekki neitt og því ætti það ekki að vera afsökunin eða fyrirstaðan lengur. En fyrst mengun er ein af aðalumræðunum þá mengar mikið að keyra norður helgi eftir helgi og fljúga til útlanda til að geta æft skíði, er ekki rétt að þið horfið á heildarmyndina. Það eru snjóframleiðslukerfi úti um allan heim og búin að vera undanfarin 30 ár og meira, endilega reynið að hafa upp á upplýsingum einhversstaðar um að þetta hafi mengað umhverfið, því ekki hef ég fundið það. Við skíðafólk höfum ekki tíma og getum ekki beðið eftir heildarmati á Bláfjallasvæðinu út af Þríhnjúkagígum, þeir tengjast skíðaíþróttinni ekki neitt. Það er verið að biðja um nokkra blásara hér og þar sem blása vatni upp í loftið og þá frís vatnið og breytist í snjó, hvernig getið þið verið svona á móti því ? Einnig vitnið þið í að það sé kominn tími á endurnýjun í Bláfjöllum, ég hef ekki orðið var við neitt nema eitthvað sem heitir eðlilegt viðhald, en öllu er mjög vel við haldið í Bláfjöllum og allt í mjög fínu standi. Ég er þjálfari hjá Breiðablik og er foreldri tveggja afreksbarna í skíðaíþróttinni og ég er að gefast upp á því að bíða eftir því að eitthvað gerist. Er það raunin að það þurfi að minna ykkur á að það er barnaheill að stunda íþróttir. Við þurfum okkar aðstöðu til að æfa okkar íþrótt sem er skíði og það núna í vetur. Hvað þarf að breytast til að fólk skilji það? Þetta kostar Kópavogsbæ um það bil 40 milljónir í fyrsta áfanga, þetta mun koma margfalt til baka. Fyrst vildi Kópavogsbær bíða eftir skýrslunni um mengunaráhrif frá Mannviti, skýrslan kom og hún sannaði að það er engin mengun eða áhætta sem hlýst af snjóframleiðslu eða umferð til Bláfjalla, en þá er fundið upp á einhverju nýju, t.d. heildarmati með Þríhnjúkagígum, eða með öðrum orðum enn er reynt að tefja málið frekar. Það er því miður verið að drepa skíðaíþróttina með þessari háttsemi hér fyrir sunnan, sem er einungis út af pólitískum toga og hefur það einnig áhrif á allt landið því hér sunnanlands er fjöldinn og ef hann hefur ekki aðgang að brekkum þá leggst skíðaíþróttin á Íslandi niður. Ástæður eru margar og ein af þeim er að fólk ætlar ekki að eiga útbúnað upp á mörg hundruð þúsund krónur til að keyra eina ferð á ári til Akureyrar. Nú skora ég á alla sem málið varðar að ganga hratt til verks og klára þessi mál.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun