Bláfjöll eru á jaðarvatnsverndarsvæði 30. nóvember 2011 06:00 Svar við pistli í Fréttablaðinu Föstudaginn 18.11 eftir Margréti Júlíu, formann umhverfis- og samgöngunefndar, og Guðnýju Dóru, formann skipulagsnefndar Kópavogs. Þið eruð að biðja skíðafólk að sýna biðlund. Það höfum við svo sannarlega gert, en frá árinu 2000 hafa opnunardagar verið fáir og höfum við lítið getað æft eða stundað skíðin síðastliðin 10 ár eins og önnur svæði hér á landi sem eru að bjóða upp á snjóframleiðslu eins og t.d. Tindastóll, Akureyri, Dalvík. Við hreinlega getum ekki beðið degi lengur, því miður. Skýrslur hafa sýnt að snjóframleiðsla mengar ekki neitt og því ætti það ekki að vera afsökunin eða fyrirstaðan lengur. En fyrst mengun er ein af aðalumræðunum þá mengar mikið að keyra norður helgi eftir helgi og fljúga til útlanda til að geta æft skíði, er ekki rétt að þið horfið á heildarmyndina. Það eru snjóframleiðslukerfi úti um allan heim og búin að vera undanfarin 30 ár og meira, endilega reynið að hafa upp á upplýsingum einhversstaðar um að þetta hafi mengað umhverfið, því ekki hef ég fundið það. Við skíðafólk höfum ekki tíma og getum ekki beðið eftir heildarmati á Bláfjallasvæðinu út af Þríhnjúkagígum, þeir tengjast skíðaíþróttinni ekki neitt. Það er verið að biðja um nokkra blásara hér og þar sem blása vatni upp í loftið og þá frís vatnið og breytist í snjó, hvernig getið þið verið svona á móti því ? Einnig vitnið þið í að það sé kominn tími á endurnýjun í Bláfjöllum, ég hef ekki orðið var við neitt nema eitthvað sem heitir eðlilegt viðhald, en öllu er mjög vel við haldið í Bláfjöllum og allt í mjög fínu standi. Ég er þjálfari hjá Breiðablik og er foreldri tveggja afreksbarna í skíðaíþróttinni og ég er að gefast upp á því að bíða eftir því að eitthvað gerist. Er það raunin að það þurfi að minna ykkur á að það er barnaheill að stunda íþróttir. Við þurfum okkar aðstöðu til að æfa okkar íþrótt sem er skíði og það núna í vetur. Hvað þarf að breytast til að fólk skilji það? Þetta kostar Kópavogsbæ um það bil 40 milljónir í fyrsta áfanga, þetta mun koma margfalt til baka. Fyrst vildi Kópavogsbær bíða eftir skýrslunni um mengunaráhrif frá Mannviti, skýrslan kom og hún sannaði að það er engin mengun eða áhætta sem hlýst af snjóframleiðslu eða umferð til Bláfjalla, en þá er fundið upp á einhverju nýju, t.d. heildarmati með Þríhnjúkagígum, eða með öðrum orðum enn er reynt að tefja málið frekar. Það er því miður verið að drepa skíðaíþróttina með þessari háttsemi hér fyrir sunnan, sem er einungis út af pólitískum toga og hefur það einnig áhrif á allt landið því hér sunnanlands er fjöldinn og ef hann hefur ekki aðgang að brekkum þá leggst skíðaíþróttin á Íslandi niður. Ástæður eru margar og ein af þeim er að fólk ætlar ekki að eiga útbúnað upp á mörg hundruð þúsund krónur til að keyra eina ferð á ári til Akureyrar. Nú skora ég á alla sem málið varðar að ganga hratt til verks og klára þessi mál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Skoðun Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Svar við pistli í Fréttablaðinu Föstudaginn 18.11 eftir Margréti Júlíu, formann umhverfis- og samgöngunefndar, og Guðnýju Dóru, formann skipulagsnefndar Kópavogs. Þið eruð að biðja skíðafólk að sýna biðlund. Það höfum við svo sannarlega gert, en frá árinu 2000 hafa opnunardagar verið fáir og höfum við lítið getað æft eða stundað skíðin síðastliðin 10 ár eins og önnur svæði hér á landi sem eru að bjóða upp á snjóframleiðslu eins og t.d. Tindastóll, Akureyri, Dalvík. Við hreinlega getum ekki beðið degi lengur, því miður. Skýrslur hafa sýnt að snjóframleiðsla mengar ekki neitt og því ætti það ekki að vera afsökunin eða fyrirstaðan lengur. En fyrst mengun er ein af aðalumræðunum þá mengar mikið að keyra norður helgi eftir helgi og fljúga til útlanda til að geta æft skíði, er ekki rétt að þið horfið á heildarmyndina. Það eru snjóframleiðslukerfi úti um allan heim og búin að vera undanfarin 30 ár og meira, endilega reynið að hafa upp á upplýsingum einhversstaðar um að þetta hafi mengað umhverfið, því ekki hef ég fundið það. Við skíðafólk höfum ekki tíma og getum ekki beðið eftir heildarmati á Bláfjallasvæðinu út af Þríhnjúkagígum, þeir tengjast skíðaíþróttinni ekki neitt. Það er verið að biðja um nokkra blásara hér og þar sem blása vatni upp í loftið og þá frís vatnið og breytist í snjó, hvernig getið þið verið svona á móti því ? Einnig vitnið þið í að það sé kominn tími á endurnýjun í Bláfjöllum, ég hef ekki orðið var við neitt nema eitthvað sem heitir eðlilegt viðhald, en öllu er mjög vel við haldið í Bláfjöllum og allt í mjög fínu standi. Ég er þjálfari hjá Breiðablik og er foreldri tveggja afreksbarna í skíðaíþróttinni og ég er að gefast upp á því að bíða eftir því að eitthvað gerist. Er það raunin að það þurfi að minna ykkur á að það er barnaheill að stunda íþróttir. Við þurfum okkar aðstöðu til að æfa okkar íþrótt sem er skíði og það núna í vetur. Hvað þarf að breytast til að fólk skilji það? Þetta kostar Kópavogsbæ um það bil 40 milljónir í fyrsta áfanga, þetta mun koma margfalt til baka. Fyrst vildi Kópavogsbær bíða eftir skýrslunni um mengunaráhrif frá Mannviti, skýrslan kom og hún sannaði að það er engin mengun eða áhætta sem hlýst af snjóframleiðslu eða umferð til Bláfjalla, en þá er fundið upp á einhverju nýju, t.d. heildarmati með Þríhnjúkagígum, eða með öðrum orðum enn er reynt að tefja málið frekar. Það er því miður verið að drepa skíðaíþróttina með þessari háttsemi hér fyrir sunnan, sem er einungis út af pólitískum toga og hefur það einnig áhrif á allt landið því hér sunnanlands er fjöldinn og ef hann hefur ekki aðgang að brekkum þá leggst skíðaíþróttin á Íslandi niður. Ástæður eru margar og ein af þeim er að fólk ætlar ekki að eiga útbúnað upp á mörg hundruð þúsund krónur til að keyra eina ferð á ári til Akureyrar. Nú skora ég á alla sem málið varðar að ganga hratt til verks og klára þessi mál.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar