Logi: Það er mikið talað um okkur hérna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2011 08:00 Logi Gunnarsson hefur skorað 24 stig að meðaltali í síðustu fimm leikjum Solna og liðið hefur unnið þá alla. Tímabilið fór ekki vel af stað hjá Solna Vikings í sænska körfuboltanum. Liðið byrjaði á þremur útileikjum og þeir töpuðust allir. Þegar liðið tapaði á móti Borås í fyrsta leik nóvembermánaðar sátu Solna-menn í næstsíðasta sæti með aðeins tvo sigra í átta leikjum. Nú tæpum mánuði síðar er staðan allt önnur og í síðustu tveimur leikjum hafa Solna-menn unnið dramatíska sigra á toppliðum Sundsvall Dragons og LF Basket. Það hefur enginn leikmaður Solna Vikings verið heitari en Íslendingurinn Logi Gunnarsson sem hefur verið stigahæsti leikmaður liðsins í fjórum af fimm leikjum í sigurgöngunni. Sendu báða Kanana heim„Það er búið að ganga vel núna, við erum að vinna og þetta er bara rosa gaman. Það voru miklar mannabreytingar frá því í fyrra og við vorum lengi að stilla saman strengina. Ameríkanarnir hentuðu okkur ekki nægilega vel þannig að við sendum þá báða heim,“ segir Logi en annar þeirra var stigahæsti leikmaður deildarinnar þegar hann var látinn fara. „Um leið og við skiptum þeim út þá varð allt betra. Andinn í liðinu varð betri, boltinn rúllaði mikið meira og það voru allir meira með. Boltinn hefur komið meira til mín núna eftir að þessi strákur sem stigahæstur var látinn fara. Hann var leikstjórnandi sem hékk á boltanum og það hentaði ekki fyrir okkur,“ segir Logi sem fann sig ekki nógu vel til að byrja með. 24 stig í leik í síðustu 5 leikjum„Þetta lítur miklu betur út og það er allt léttara í kringum klúbbinn. Í svona atvinnumannaklúbbum er mikil pressa sett á bæði þjálfara og leikmenn þegar liðið er að tapa enda eru allir á launum,“ segir Logi, en hann hefur skorað 24 stig að meðaltali í leik í fimm leikja sigurgöngu liðsins og sett niður helming þriggja stiga skota sinna þrátt fyrir að skora yfir fjóra þrista í leik. Logi hefur verið að taka af skarið á lokamínútum leikjanna. „Þetta er að detta okkar megin og við erum með leikmenn sem geta klárað leikina. Það var annar leikmaður sem kláraði leikinn á móti LF Basket og við erum með góð vopn í liðinu. Það er samt stutt á milli. Við erum búnir að vinna tvo leiki í röð með einu stigi og úrslitin hefðu getað farið á hinn veginn og þá værum við ekki í góðum málum,“ segir Logi. Hitti úr öllum skotunum í lokinÍ sigrinum á Sundsvall í fyrrakvöld, á móti landsliðsþjálfaranum og þremur félögum sínum í landsliðinu, var Logi óstöðvandi á lokamínútunum. Hann hitti úr öllum fimm skotum sínum í lokaleikhlutanum, skoraði þá 14 af 22 stigum Solna og endaði leikinn á því að skora sigurkörfuna. „Það er alltaf gaman að spila við þá. Þeir eru allir hörkuleikmenn og svo er það náttúrulega landsliðsþjálfarinn sem er að þjálfa þá. Við erum allir góðir félagar, þeir tóku okkur síðast þannig að maður varð aðeins að hefna fyrir það,“ segir Logi í léttum tón. Allir í lykilhlutverkum„Það er gaman að sjá að við erum allir í lykilhlutverkum í okkar liðum. Það er mikið talað um okkur hérna og mikið talað um að íslensku víkingarnir séu svo duglegir og ákafir. Við erum allir búnir að stimpla okkur vel inn,“ sagði Logi. Logi hefur hitt úr 46 af 48 vítaskotum sínum í vetur sem skilar honum 95,8 prósenta vítanýtingu. Hann hefur nú sett niður 19 víti í röð. „Það eru ákveðnir hlutir sem maður tekur fyrir og vill bæta og þetta er eitt af því sem ég hef lagt áherslu á. Það er mikilvægt að setja þessi skot í og ég hef einbeitt mér að því í allt sumar,“ segir Logi og bætir við: „Ég er mjög sáttur við þetta og vonandi get ég haldið þessu áfram. Ég þarf að halda áfram að skjóta vítaskotum á æfingum til þess að halda þessu við,“ segir Logi sem hefur einnig verið í hópi bestu þriggja stiga skyttna deildarinnar. Búinn að skjóta mikið aukalega„Skotnýtingin mín er góð. Maður hefur verið að skjóta mikið í gegnum árin og maður passar sig á því þó að maður sé orðinn svona gamall að hætta aldrei að skjóta aukalega. Ég held að það skili sér á endanum,“ segir Logi en fáir æfa skotin sína meira en hann. „Ég hef passað mig á því þó að ég sé orðinn þrítugur að æfa eins mikið og þegar ég var yngri. Skotmenn þurfa alltaf að vera að skjóta á körfuna og þeir mega aldrei hætta því,“ segir Logi að lokum.Tölurnar hans LogaSigurhlutfall Solna Fyrstu 8 leikirnir - 25% (2 sigrar - 6 töp) Sigurgangan - 100% (5-0)Stig í leik Fyrstu 8 leikirnir - 14,1 Sigurgangan - 24,0Þriggja stiga körfur í leik Fyrstu 8 leikirnir - 2,3 Sigurgangan - 4,2Þriggja stiga skotnýting Fyrstu 8 leikirnir - 36% (50/18) Sigurgangan - 50% (42/21)Framlag í leik Fyrstu 8 leikirnir - 11,9 Sigurgangan - 20,8 Körfubolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Tímabilið fór ekki vel af stað hjá Solna Vikings í sænska körfuboltanum. Liðið byrjaði á þremur útileikjum og þeir töpuðust allir. Þegar liðið tapaði á móti Borås í fyrsta leik nóvembermánaðar sátu Solna-menn í næstsíðasta sæti með aðeins tvo sigra í átta leikjum. Nú tæpum mánuði síðar er staðan allt önnur og í síðustu tveimur leikjum hafa Solna-menn unnið dramatíska sigra á toppliðum Sundsvall Dragons og LF Basket. Það hefur enginn leikmaður Solna Vikings verið heitari en Íslendingurinn Logi Gunnarsson sem hefur verið stigahæsti leikmaður liðsins í fjórum af fimm leikjum í sigurgöngunni. Sendu báða Kanana heim„Það er búið að ganga vel núna, við erum að vinna og þetta er bara rosa gaman. Það voru miklar mannabreytingar frá því í fyrra og við vorum lengi að stilla saman strengina. Ameríkanarnir hentuðu okkur ekki nægilega vel þannig að við sendum þá báða heim,“ segir Logi en annar þeirra var stigahæsti leikmaður deildarinnar þegar hann var látinn fara. „Um leið og við skiptum þeim út þá varð allt betra. Andinn í liðinu varð betri, boltinn rúllaði mikið meira og það voru allir meira með. Boltinn hefur komið meira til mín núna eftir að þessi strákur sem stigahæstur var látinn fara. Hann var leikstjórnandi sem hékk á boltanum og það hentaði ekki fyrir okkur,“ segir Logi sem fann sig ekki nógu vel til að byrja með. 24 stig í leik í síðustu 5 leikjum„Þetta lítur miklu betur út og það er allt léttara í kringum klúbbinn. Í svona atvinnumannaklúbbum er mikil pressa sett á bæði þjálfara og leikmenn þegar liðið er að tapa enda eru allir á launum,“ segir Logi, en hann hefur skorað 24 stig að meðaltali í leik í fimm leikja sigurgöngu liðsins og sett niður helming þriggja stiga skota sinna þrátt fyrir að skora yfir fjóra þrista í leik. Logi hefur verið að taka af skarið á lokamínútum leikjanna. „Þetta er að detta okkar megin og við erum með leikmenn sem geta klárað leikina. Það var annar leikmaður sem kláraði leikinn á móti LF Basket og við erum með góð vopn í liðinu. Það er samt stutt á milli. Við erum búnir að vinna tvo leiki í röð með einu stigi og úrslitin hefðu getað farið á hinn veginn og þá værum við ekki í góðum málum,“ segir Logi. Hitti úr öllum skotunum í lokinÍ sigrinum á Sundsvall í fyrrakvöld, á móti landsliðsþjálfaranum og þremur félögum sínum í landsliðinu, var Logi óstöðvandi á lokamínútunum. Hann hitti úr öllum fimm skotum sínum í lokaleikhlutanum, skoraði þá 14 af 22 stigum Solna og endaði leikinn á því að skora sigurkörfuna. „Það er alltaf gaman að spila við þá. Þeir eru allir hörkuleikmenn og svo er það náttúrulega landsliðsþjálfarinn sem er að þjálfa þá. Við erum allir góðir félagar, þeir tóku okkur síðast þannig að maður varð aðeins að hefna fyrir það,“ segir Logi í léttum tón. Allir í lykilhlutverkum„Það er gaman að sjá að við erum allir í lykilhlutverkum í okkar liðum. Það er mikið talað um okkur hérna og mikið talað um að íslensku víkingarnir séu svo duglegir og ákafir. Við erum allir búnir að stimpla okkur vel inn,“ sagði Logi. Logi hefur hitt úr 46 af 48 vítaskotum sínum í vetur sem skilar honum 95,8 prósenta vítanýtingu. Hann hefur nú sett niður 19 víti í röð. „Það eru ákveðnir hlutir sem maður tekur fyrir og vill bæta og þetta er eitt af því sem ég hef lagt áherslu á. Það er mikilvægt að setja þessi skot í og ég hef einbeitt mér að því í allt sumar,“ segir Logi og bætir við: „Ég er mjög sáttur við þetta og vonandi get ég haldið þessu áfram. Ég þarf að halda áfram að skjóta vítaskotum á æfingum til þess að halda þessu við,“ segir Logi sem hefur einnig verið í hópi bestu þriggja stiga skyttna deildarinnar. Búinn að skjóta mikið aukalega„Skotnýtingin mín er góð. Maður hefur verið að skjóta mikið í gegnum árin og maður passar sig á því þó að maður sé orðinn svona gamall að hætta aldrei að skjóta aukalega. Ég held að það skili sér á endanum,“ segir Logi en fáir æfa skotin sína meira en hann. „Ég hef passað mig á því þó að ég sé orðinn þrítugur að æfa eins mikið og þegar ég var yngri. Skotmenn þurfa alltaf að vera að skjóta á körfuna og þeir mega aldrei hætta því,“ segir Logi að lokum.Tölurnar hans LogaSigurhlutfall Solna Fyrstu 8 leikirnir - 25% (2 sigrar - 6 töp) Sigurgangan - 100% (5-0)Stig í leik Fyrstu 8 leikirnir - 14,1 Sigurgangan - 24,0Þriggja stiga körfur í leik Fyrstu 8 leikirnir - 2,3 Sigurgangan - 4,2Þriggja stiga skotnýting Fyrstu 8 leikirnir - 36% (50/18) Sigurgangan - 50% (42/21)Framlag í leik Fyrstu 8 leikirnir - 11,9 Sigurgangan - 20,8
Körfubolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum