Yfirlýsing frá Teiti Atlasyni Teitur Atlason skrifar 1. desember 2011 06:00 Gunnlaugur M. Sigmundsson, sá sem stefndi mér vegna skrifa um Kögunarmálið, birti í gær yfirlýsingu í Fréttablaðinu þar sem hann viðurkennir að hafa sent mér nafnlaus SMS sem innihéldu aðdróttanir, furðudylgjur og óra sem vart er hægt að hafa eftir. Málið má rekja til þess að í ágúst var ég nýkominn heim til Gautaborgar eftir frábært frí á Íslandi með fjölskyldu minni. Í því sem ég er eitthvað að nördast á netinu heyri ég dauft píp úr síma sem ég var búinn að pakka ofan í kassa. Ég opna kassann og sé að gamli góði Nokia-hlunkurinn minn er á síðasta strikinu að rembast við að segja mér eitthvað. Jú, tólf ólesin SMS. Ég setti símann á skrifborðið og hlóð tækið. SMS voru frá einhverjum sem sagðist vera í Gautaborg. Íslenska stafi vantaði í skilaboðin og réttritun var ábótavant. Efni skilaboðanna var hins vegar með þeim ólíkindum að ég sá tilefni til að senda þau til lögreglunnar til rannsóknar. Skilaboðin komu frá ja.is og en þar eru öll SMS „logguð" og misnotkun varðar við lög. Nú, þegar rannsókn málsins er vel á veg komin, hefur Gunnlaugur M. Sigmundsson stigið fram og játað að vera sendandi nafnlausu skilaboðanna. Skýring hans er sú að hann hafi setið undir „holskeflu ærumeiðandi ummæla" vegna Kögunarmálsins. Umræðan hafi „lagst þungt á hann". Hér kveður við annan Gunnlaug en þann sem sagði fólki að fara til helvítis í láréttri stöðu og þann sem rak undirmann sinn fyrir einhvern brandara. Og þetta er annar Gunnlaugur en sá sem hefur kallað mig opinberlega galin mann. Gunnlaugur Sigmundsson ber fyrir sig að hafa í einhvers konar örvilnan eða stundarbrjálæði sent þessi nafnlausu SMS. Þess má geta að skilaboðin sem mér bárust voru 12 talsins en ekki 4 eins og hann fer rangt með í yfirlýsingunni í gær. Lögreglan getur staðfest það. Þau voru send skipulega á þriggja daga tímabili, ávallt á sama tíma dags. Lögreglan getur líka staðfest það. Þetta mál er sorgarsaga. Þessi nýjasti kafli er mannlegur harmleikur. Ég hef ítrekað boðið Gunnlaugi að falla frá málsókninni á hendur mér. Ég hef líka lagt til að við báðir legðum fram ein mánaðarlaun til góðgerðarmála í stað alls þess lögfræðikostnaðar sem er óhjákvæmilegur. Þessu hefur Gunnlaugur hafnað. Raunar hefur hann bætt við stefnuna og stefnt mér fyrir ummæli þar sem ég segi hann neyta fjárhagslegs aflsmunar gegn mér. Eins og Guðmundur Andri Thorsson segir í grein sinni „Kúgun og Kögun" frá 15. ágúst sl. mun Gunnlaugur „ekki endurheimta æru sína úr klóm Teits Atlasonar. Hún er ekki þar". En hann gæti látið staðar numið. Sjálfs sín vegna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Skoðun Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Gunnlaugur M. Sigmundsson, sá sem stefndi mér vegna skrifa um Kögunarmálið, birti í gær yfirlýsingu í Fréttablaðinu þar sem hann viðurkennir að hafa sent mér nafnlaus SMS sem innihéldu aðdróttanir, furðudylgjur og óra sem vart er hægt að hafa eftir. Málið má rekja til þess að í ágúst var ég nýkominn heim til Gautaborgar eftir frábært frí á Íslandi með fjölskyldu minni. Í því sem ég er eitthvað að nördast á netinu heyri ég dauft píp úr síma sem ég var búinn að pakka ofan í kassa. Ég opna kassann og sé að gamli góði Nokia-hlunkurinn minn er á síðasta strikinu að rembast við að segja mér eitthvað. Jú, tólf ólesin SMS. Ég setti símann á skrifborðið og hlóð tækið. SMS voru frá einhverjum sem sagðist vera í Gautaborg. Íslenska stafi vantaði í skilaboðin og réttritun var ábótavant. Efni skilaboðanna var hins vegar með þeim ólíkindum að ég sá tilefni til að senda þau til lögreglunnar til rannsóknar. Skilaboðin komu frá ja.is og en þar eru öll SMS „logguð" og misnotkun varðar við lög. Nú, þegar rannsókn málsins er vel á veg komin, hefur Gunnlaugur M. Sigmundsson stigið fram og játað að vera sendandi nafnlausu skilaboðanna. Skýring hans er sú að hann hafi setið undir „holskeflu ærumeiðandi ummæla" vegna Kögunarmálsins. Umræðan hafi „lagst þungt á hann". Hér kveður við annan Gunnlaug en þann sem sagði fólki að fara til helvítis í láréttri stöðu og þann sem rak undirmann sinn fyrir einhvern brandara. Og þetta er annar Gunnlaugur en sá sem hefur kallað mig opinberlega galin mann. Gunnlaugur Sigmundsson ber fyrir sig að hafa í einhvers konar örvilnan eða stundarbrjálæði sent þessi nafnlausu SMS. Þess má geta að skilaboðin sem mér bárust voru 12 talsins en ekki 4 eins og hann fer rangt með í yfirlýsingunni í gær. Lögreglan getur staðfest það. Þau voru send skipulega á þriggja daga tímabili, ávallt á sama tíma dags. Lögreglan getur líka staðfest það. Þetta mál er sorgarsaga. Þessi nýjasti kafli er mannlegur harmleikur. Ég hef ítrekað boðið Gunnlaugi að falla frá málsókninni á hendur mér. Ég hef líka lagt til að við báðir legðum fram ein mánaðarlaun til góðgerðarmála í stað alls þess lögfræðikostnaðar sem er óhjákvæmilegur. Þessu hefur Gunnlaugur hafnað. Raunar hefur hann bætt við stefnuna og stefnt mér fyrir ummæli þar sem ég segi hann neyta fjárhagslegs aflsmunar gegn mér. Eins og Guðmundur Andri Thorsson segir í grein sinni „Kúgun og Kögun" frá 15. ágúst sl. mun Gunnlaugur „ekki endurheimta æru sína úr klóm Teits Atlasonar. Hún er ekki þar". En hann gæti látið staðar numið. Sjálfs sín vegna.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar