Lífeyriskerfi á traustum grunni! 2. desember 2011 06:00 Ég sé að góð vinkona mín Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona, hefur töluverðar áhyggjur af okkar ágæta lífeyriskerfi, samanber grein hennar í Fréttablaðinu s.l. miðvikudag. Sigríður Ingibjörg spyr tveggja spurninga. Í fyrsta lagi hvort raunsætt sé að byggja lífeyriskerfi okkar á ávöxtun upp á 3,5% og í öðru lagi hvaða áhrif þetta vaxtaviðmið hafi á fjármálamarkað og vaxtastig í landinu. Í framhaldinu reynir Sigríður Ingibjörg að svara þessum spurningum en þar þykir mér gæta ákveðins misskilnings sem sjálfsagt er að leiðrétta hér. Í fyrsta lagi er rétt að fram komi að vaxtaviðmið lífeyrissjóðanna varðandi tryggingafræðilega stöðu þeirra miðast við 3,5% raunávöxtun að meðaltali til lengri tíma litið. Hér er um að ræða vaxtaviðmið en ekki ávöxtunarkröfu. Samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu hefur raunávöxtun íslensku lífeyrissjóðanna síðustu tuttugu árin oft á tíðum verið langt yfir 3,5%. Á árunum 1991 til og með 2010 hefur raunávöxtun sjóðanna verð jákvæð í sextán ár, en einungis neikvæð í fjögur ár. Lífeyrissjóðirnir hafa náð yfir 3,5% raunávöxtun á fjórtán árum þessa tímabils en aðeins í sex ár verið undir þessu vaxtaviðmiði. Íslenskt þjóðfélag er nú í ákveðnum sýndarveruleika vegna gjaldeyrishaftanna og vegna þess hvernig hleðst hér upp fjármagn hjá lífeyrissjóðunum sem ekki er hægt að koma út með neinum skaplegum hætti. Á meðan slíkt ástand varir er vöxtunum því miður handstýrt niður á við, sem best sést á neikvæðri ávöxtun sparifjár landsmanna hjá bönkunum. Það ástand sem ríkt hefur á fjármálamörkuðum frá hruni haustið 2008 má hins vegar alls ekki vera sá mælikvarði sem við ætlum að byggja á í framtíðinni. Í þessu sambandi má geta þess að árlegur hagvöxtur hér á Íslandi var um 3,8% að meðaltali á árunum 1945 til 2010. Ef við náum hins vegar ekki 3,5% raunávöxtun til langs tíma er tvennt í boði fyrir lífeyrissjóði á almennum vinnumarkaði; að hækka iðgjöld eða lækka lífeyrinn. Lífeyrissjóðirnir hafa slík ráð árlega til að fínstilla þessa þætti. Þess vegna er engin ástæða til að fara á taugum þótt raunávöxtun lífeyrissjóðanna nái ekki um þessar mundir 3,5% vaxtaviðmiðinu. Í öðru lagi er rétt að leiðrétta í eitt skipti fyrir öll þá staðhæfingu, sem m.a. örlar á í grein Sigríðar Ingibjargar, að 3,5% vaxtaviðmið sé í reynd eins konar vaxtagólf sem lífeyrissjóðirnir geti ekki farið undir. Slíkt er fjarri sanni og stenst engin efnisleg rök. Lífeyrissjóðirnir verða auðvitað að sætta sig við þá raunvexti sem eru á verðbréfamörkuðum á hverjum tíma og þurfa því stundum að kaupa skuldabréf á lægri raunvöxtum en 3,5%, ef svo býður við að horfa. Við því er ekkert að segja svo framarlega sem vöxtunum er ekki handstýrt niður á við með gjaldeyrishöftum og fábreyttum fjárfestingarkostum hér innanlands. Við skulum hins vegar vona að okkur takist a.m.k. að komast út úr þessum gjaldeyrishöftum á allra næstu misserum enda eru fyrirhuguð útboð Seðlabankans að losun haftanna mjög jákvætt skref í þá átt. Þrátt fyrir allt tel ég grein Sigríðar Ingibjargar ágætis innlegg í sjálfu sér og spurningar hennar eðlilegar í ljósi umræðu og atburða síðustu vikna og mánaða þótt, líkt og framan greinir, gæti þar nokkurs misskilnings. Ég verð þó að segja eins og er að ég hef mun meiri áhyggjur af fyrirhugaðri skattlagningu lífeyrissjóðanna, sem stenst enga skoðun þegar vel er að gáð, enda í hróplegu ósamræmi við meginhlutverk sjóðanna að standa við lífeyrisloforð sín. Um er að ræða stjórnarfrumvarp sem lagt var fram á Alþingi nú í vikunni um að skattleggja heildareignir lífeyrissjóðanna með sérstökum tímabundnum eignaskatti að fjárhæð samtals 2,8 milljarðar króna á árunum 2011 og 2012. Því verður vart trúað að Sigríður Ingibjörg formaður fjárlaganefndar Alþingis styðji slík áform. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sé að góð vinkona mín Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona, hefur töluverðar áhyggjur af okkar ágæta lífeyriskerfi, samanber grein hennar í Fréttablaðinu s.l. miðvikudag. Sigríður Ingibjörg spyr tveggja spurninga. Í fyrsta lagi hvort raunsætt sé að byggja lífeyriskerfi okkar á ávöxtun upp á 3,5% og í öðru lagi hvaða áhrif þetta vaxtaviðmið hafi á fjármálamarkað og vaxtastig í landinu. Í framhaldinu reynir Sigríður Ingibjörg að svara þessum spurningum en þar þykir mér gæta ákveðins misskilnings sem sjálfsagt er að leiðrétta hér. Í fyrsta lagi er rétt að fram komi að vaxtaviðmið lífeyrissjóðanna varðandi tryggingafræðilega stöðu þeirra miðast við 3,5% raunávöxtun að meðaltali til lengri tíma litið. Hér er um að ræða vaxtaviðmið en ekki ávöxtunarkröfu. Samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu hefur raunávöxtun íslensku lífeyrissjóðanna síðustu tuttugu árin oft á tíðum verið langt yfir 3,5%. Á árunum 1991 til og með 2010 hefur raunávöxtun sjóðanna verð jákvæð í sextán ár, en einungis neikvæð í fjögur ár. Lífeyrissjóðirnir hafa náð yfir 3,5% raunávöxtun á fjórtán árum þessa tímabils en aðeins í sex ár verið undir þessu vaxtaviðmiði. Íslenskt þjóðfélag er nú í ákveðnum sýndarveruleika vegna gjaldeyrishaftanna og vegna þess hvernig hleðst hér upp fjármagn hjá lífeyrissjóðunum sem ekki er hægt að koma út með neinum skaplegum hætti. Á meðan slíkt ástand varir er vöxtunum því miður handstýrt niður á við, sem best sést á neikvæðri ávöxtun sparifjár landsmanna hjá bönkunum. Það ástand sem ríkt hefur á fjármálamörkuðum frá hruni haustið 2008 má hins vegar alls ekki vera sá mælikvarði sem við ætlum að byggja á í framtíðinni. Í þessu sambandi má geta þess að árlegur hagvöxtur hér á Íslandi var um 3,8% að meðaltali á árunum 1945 til 2010. Ef við náum hins vegar ekki 3,5% raunávöxtun til langs tíma er tvennt í boði fyrir lífeyrissjóði á almennum vinnumarkaði; að hækka iðgjöld eða lækka lífeyrinn. Lífeyrissjóðirnir hafa slík ráð árlega til að fínstilla þessa þætti. Þess vegna er engin ástæða til að fara á taugum þótt raunávöxtun lífeyrissjóðanna nái ekki um þessar mundir 3,5% vaxtaviðmiðinu. Í öðru lagi er rétt að leiðrétta í eitt skipti fyrir öll þá staðhæfingu, sem m.a. örlar á í grein Sigríðar Ingibjargar, að 3,5% vaxtaviðmið sé í reynd eins konar vaxtagólf sem lífeyrissjóðirnir geti ekki farið undir. Slíkt er fjarri sanni og stenst engin efnisleg rök. Lífeyrissjóðirnir verða auðvitað að sætta sig við þá raunvexti sem eru á verðbréfamörkuðum á hverjum tíma og þurfa því stundum að kaupa skuldabréf á lægri raunvöxtum en 3,5%, ef svo býður við að horfa. Við því er ekkert að segja svo framarlega sem vöxtunum er ekki handstýrt niður á við með gjaldeyrishöftum og fábreyttum fjárfestingarkostum hér innanlands. Við skulum hins vegar vona að okkur takist a.m.k. að komast út úr þessum gjaldeyrishöftum á allra næstu misserum enda eru fyrirhuguð útboð Seðlabankans að losun haftanna mjög jákvætt skref í þá átt. Þrátt fyrir allt tel ég grein Sigríðar Ingibjargar ágætis innlegg í sjálfu sér og spurningar hennar eðlilegar í ljósi umræðu og atburða síðustu vikna og mánaða þótt, líkt og framan greinir, gæti þar nokkurs misskilnings. Ég verð þó að segja eins og er að ég hef mun meiri áhyggjur af fyrirhugaðri skattlagningu lífeyrissjóðanna, sem stenst enga skoðun þegar vel er að gáð, enda í hróplegu ósamræmi við meginhlutverk sjóðanna að standa við lífeyrisloforð sín. Um er að ræða stjórnarfrumvarp sem lagt var fram á Alþingi nú í vikunni um að skattleggja heildareignir lífeyrissjóðanna með sérstökum tímabundnum eignaskatti að fjárhæð samtals 2,8 milljarðar króna á árunum 2011 og 2012. Því verður vart trúað að Sigríður Ingibjörg formaður fjárlaganefndar Alþingis styðji slík áform.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun