Lífeyriskerfi á traustum grunni! 2. desember 2011 06:00 Ég sé að góð vinkona mín Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona, hefur töluverðar áhyggjur af okkar ágæta lífeyriskerfi, samanber grein hennar í Fréttablaðinu s.l. miðvikudag. Sigríður Ingibjörg spyr tveggja spurninga. Í fyrsta lagi hvort raunsætt sé að byggja lífeyriskerfi okkar á ávöxtun upp á 3,5% og í öðru lagi hvaða áhrif þetta vaxtaviðmið hafi á fjármálamarkað og vaxtastig í landinu. Í framhaldinu reynir Sigríður Ingibjörg að svara þessum spurningum en þar þykir mér gæta ákveðins misskilnings sem sjálfsagt er að leiðrétta hér. Í fyrsta lagi er rétt að fram komi að vaxtaviðmið lífeyrissjóðanna varðandi tryggingafræðilega stöðu þeirra miðast við 3,5% raunávöxtun að meðaltali til lengri tíma litið. Hér er um að ræða vaxtaviðmið en ekki ávöxtunarkröfu. Samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu hefur raunávöxtun íslensku lífeyrissjóðanna síðustu tuttugu árin oft á tíðum verið langt yfir 3,5%. Á árunum 1991 til og með 2010 hefur raunávöxtun sjóðanna verð jákvæð í sextán ár, en einungis neikvæð í fjögur ár. Lífeyrissjóðirnir hafa náð yfir 3,5% raunávöxtun á fjórtán árum þessa tímabils en aðeins í sex ár verið undir þessu vaxtaviðmiði. Íslenskt þjóðfélag er nú í ákveðnum sýndarveruleika vegna gjaldeyrishaftanna og vegna þess hvernig hleðst hér upp fjármagn hjá lífeyrissjóðunum sem ekki er hægt að koma út með neinum skaplegum hætti. Á meðan slíkt ástand varir er vöxtunum því miður handstýrt niður á við, sem best sést á neikvæðri ávöxtun sparifjár landsmanna hjá bönkunum. Það ástand sem ríkt hefur á fjármálamörkuðum frá hruni haustið 2008 má hins vegar alls ekki vera sá mælikvarði sem við ætlum að byggja á í framtíðinni. Í þessu sambandi má geta þess að árlegur hagvöxtur hér á Íslandi var um 3,8% að meðaltali á árunum 1945 til 2010. Ef við náum hins vegar ekki 3,5% raunávöxtun til langs tíma er tvennt í boði fyrir lífeyrissjóði á almennum vinnumarkaði; að hækka iðgjöld eða lækka lífeyrinn. Lífeyrissjóðirnir hafa slík ráð árlega til að fínstilla þessa þætti. Þess vegna er engin ástæða til að fara á taugum þótt raunávöxtun lífeyrissjóðanna nái ekki um þessar mundir 3,5% vaxtaviðmiðinu. Í öðru lagi er rétt að leiðrétta í eitt skipti fyrir öll þá staðhæfingu, sem m.a. örlar á í grein Sigríðar Ingibjargar, að 3,5% vaxtaviðmið sé í reynd eins konar vaxtagólf sem lífeyrissjóðirnir geti ekki farið undir. Slíkt er fjarri sanni og stenst engin efnisleg rök. Lífeyrissjóðirnir verða auðvitað að sætta sig við þá raunvexti sem eru á verðbréfamörkuðum á hverjum tíma og þurfa því stundum að kaupa skuldabréf á lægri raunvöxtum en 3,5%, ef svo býður við að horfa. Við því er ekkert að segja svo framarlega sem vöxtunum er ekki handstýrt niður á við með gjaldeyrishöftum og fábreyttum fjárfestingarkostum hér innanlands. Við skulum hins vegar vona að okkur takist a.m.k. að komast út úr þessum gjaldeyrishöftum á allra næstu misserum enda eru fyrirhuguð útboð Seðlabankans að losun haftanna mjög jákvætt skref í þá átt. Þrátt fyrir allt tel ég grein Sigríðar Ingibjargar ágætis innlegg í sjálfu sér og spurningar hennar eðlilegar í ljósi umræðu og atburða síðustu vikna og mánaða þótt, líkt og framan greinir, gæti þar nokkurs misskilnings. Ég verð þó að segja eins og er að ég hef mun meiri áhyggjur af fyrirhugaðri skattlagningu lífeyrissjóðanna, sem stenst enga skoðun þegar vel er að gáð, enda í hróplegu ósamræmi við meginhlutverk sjóðanna að standa við lífeyrisloforð sín. Um er að ræða stjórnarfrumvarp sem lagt var fram á Alþingi nú í vikunni um að skattleggja heildareignir lífeyrissjóðanna með sérstökum tímabundnum eignaskatti að fjárhæð samtals 2,8 milljarðar króna á árunum 2011 og 2012. Því verður vart trúað að Sigríður Ingibjörg formaður fjárlaganefndar Alþingis styðji slík áform. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sé að góð vinkona mín Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona, hefur töluverðar áhyggjur af okkar ágæta lífeyriskerfi, samanber grein hennar í Fréttablaðinu s.l. miðvikudag. Sigríður Ingibjörg spyr tveggja spurninga. Í fyrsta lagi hvort raunsætt sé að byggja lífeyriskerfi okkar á ávöxtun upp á 3,5% og í öðru lagi hvaða áhrif þetta vaxtaviðmið hafi á fjármálamarkað og vaxtastig í landinu. Í framhaldinu reynir Sigríður Ingibjörg að svara þessum spurningum en þar þykir mér gæta ákveðins misskilnings sem sjálfsagt er að leiðrétta hér. Í fyrsta lagi er rétt að fram komi að vaxtaviðmið lífeyrissjóðanna varðandi tryggingafræðilega stöðu þeirra miðast við 3,5% raunávöxtun að meðaltali til lengri tíma litið. Hér er um að ræða vaxtaviðmið en ekki ávöxtunarkröfu. Samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu hefur raunávöxtun íslensku lífeyrissjóðanna síðustu tuttugu árin oft á tíðum verið langt yfir 3,5%. Á árunum 1991 til og með 2010 hefur raunávöxtun sjóðanna verð jákvæð í sextán ár, en einungis neikvæð í fjögur ár. Lífeyrissjóðirnir hafa náð yfir 3,5% raunávöxtun á fjórtán árum þessa tímabils en aðeins í sex ár verið undir þessu vaxtaviðmiði. Íslenskt þjóðfélag er nú í ákveðnum sýndarveruleika vegna gjaldeyrishaftanna og vegna þess hvernig hleðst hér upp fjármagn hjá lífeyrissjóðunum sem ekki er hægt að koma út með neinum skaplegum hætti. Á meðan slíkt ástand varir er vöxtunum því miður handstýrt niður á við, sem best sést á neikvæðri ávöxtun sparifjár landsmanna hjá bönkunum. Það ástand sem ríkt hefur á fjármálamörkuðum frá hruni haustið 2008 má hins vegar alls ekki vera sá mælikvarði sem við ætlum að byggja á í framtíðinni. Í þessu sambandi má geta þess að árlegur hagvöxtur hér á Íslandi var um 3,8% að meðaltali á árunum 1945 til 2010. Ef við náum hins vegar ekki 3,5% raunávöxtun til langs tíma er tvennt í boði fyrir lífeyrissjóði á almennum vinnumarkaði; að hækka iðgjöld eða lækka lífeyrinn. Lífeyrissjóðirnir hafa slík ráð árlega til að fínstilla þessa þætti. Þess vegna er engin ástæða til að fara á taugum þótt raunávöxtun lífeyrissjóðanna nái ekki um þessar mundir 3,5% vaxtaviðmiðinu. Í öðru lagi er rétt að leiðrétta í eitt skipti fyrir öll þá staðhæfingu, sem m.a. örlar á í grein Sigríðar Ingibjargar, að 3,5% vaxtaviðmið sé í reynd eins konar vaxtagólf sem lífeyrissjóðirnir geti ekki farið undir. Slíkt er fjarri sanni og stenst engin efnisleg rök. Lífeyrissjóðirnir verða auðvitað að sætta sig við þá raunvexti sem eru á verðbréfamörkuðum á hverjum tíma og þurfa því stundum að kaupa skuldabréf á lægri raunvöxtum en 3,5%, ef svo býður við að horfa. Við því er ekkert að segja svo framarlega sem vöxtunum er ekki handstýrt niður á við með gjaldeyrishöftum og fábreyttum fjárfestingarkostum hér innanlands. Við skulum hins vegar vona að okkur takist a.m.k. að komast út úr þessum gjaldeyrishöftum á allra næstu misserum enda eru fyrirhuguð útboð Seðlabankans að losun haftanna mjög jákvætt skref í þá átt. Þrátt fyrir allt tel ég grein Sigríðar Ingibjargar ágætis innlegg í sjálfu sér og spurningar hennar eðlilegar í ljósi umræðu og atburða síðustu vikna og mánaða þótt, líkt og framan greinir, gæti þar nokkurs misskilnings. Ég verð þó að segja eins og er að ég hef mun meiri áhyggjur af fyrirhugaðri skattlagningu lífeyrissjóðanna, sem stenst enga skoðun þegar vel er að gáð, enda í hróplegu ósamræmi við meginhlutverk sjóðanna að standa við lífeyrisloforð sín. Um er að ræða stjórnarfrumvarp sem lagt var fram á Alþingi nú í vikunni um að skattleggja heildareignir lífeyrissjóðanna með sérstökum tímabundnum eignaskatti að fjárhæð samtals 2,8 milljarðar króna á árunum 2011 og 2012. Því verður vart trúað að Sigríður Ingibjörg formaður fjárlaganefndar Alþingis styðji slík áform.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar