Um náttúrurétt og lagalega söguhyggju 2. desember 2011 06:00 Á sjötta áratug liðinnar aldar óx þeirri hreyfingu mjög afl í Bandaríkjunum sem barðist gegn misrétti kynþáttanna. Blökkukonan Rósa Parks neitaði 1955 að standa upp fyrir hvítum manni í strætisvagni og var handtekin og sektuð. Margir urðu þá til þess að rísa upp gegn ranglætinu. John F. Kennedy tók málstað hörundsdökkra, en brýndi þó fyrir mönnum í innsetningarræðu til forsetaembættisins 1961, að þeir ættu ekki að spyrja að því, hvað þjóðfélagið gæti gert fyrir þá, heldur að því hvað þeir gætu gert fyrir þjóðfélagið. Fyrst í stað féllu þau orð í góðan jarðveg, en þegar sett voru lög um herskyldu 1964 er kváðu á um að ungir menn skyldu í blóma lífsins sendir til Víetnams til að slátra þar meðbræðrum sínum og/eða vera sjálfum slátrað, má segja að hvatning forsetans hafi snúizt upp í andhverfu sína. Háværar urðu raddir málsmetandi einstaklinga, eins og t.d. Noams Chomskys, sem hvöttu til þess að ungir menn óhlýðnuðust herskyldulögunum. Sú spurning hefur á síðustu árum dregið að sér athygli, hvernig bregðast skal við ranglátum lögum. Í umfjöllun um náttúrurétt í Um lög og lögfræði (Rvík 2003/2007) á bls. 65 þýðir Sigurður Líndal lauslega texta Norðmannanna Davids Doublets og Jans Fridthjofs Bernts í Retten og vitenskapen (Bergen 1992) á bls. 139. Textann setur Sigurður fram – andstætt lögum um höfundarrétt – sem sínar eigin hugsanir. Norðmennirnir spyrja, hvernig sé unnt að leggja mat á sett landslög út frá náttúruréttarkenningu, sem ekki orðar reglur sem valkost er komið geti í stað landslaga. Í raun er það þó vel gerlegt. Náttúruréttur er nokkrir meginstafir verklegrar skynsemi og um hann dæmir hver fyrir sig óháð landslögum – stað þeirra og stund. Rósa Parks þurfti ekki sérstaka reglu náttúruréttar um að svertingjar mættu neita að standa upp á strætisvögnum þegar hvítir menn krefðust sætisins. Frá norska textanum víkur Sigurður Líndal í þýðingu sinni þegar hann segir: „Löggjafinn kann að setja lög sem eru í andstöðu við eðlisréttarreglur. Og hvernig á þá að bregðast við slíkri reglu? Þarna rís túlkunarvandi þar sem niðurstaða liggur ekki í augum uppi. Við það bætist siðferðilegur vandi: að framfylgja slíkum ákvæðum.“ Ekki er ljóst, hvort Sigurður er hér að lýsa landsrétti eða náttúrurétti/eðlisrétti. En rökrétt lýtur spurningin að náttúrurétti og svarið er vafalaust: Ef sett hafa verið lög í andstöðu við eðlisréttarreglur, hljóta þau lög að vera ranglát og gegn slíkum lögum ber að andæfa. Norðmennirnir telja þá sem sæta ranglæti af völdum landslaga geta „með vísan til reglna náttúruréttarins … einungis skotið máli sínu til ríkisins og stofnana þess.“ („Gjennom de naturrettslige normer kan man bare appellere til statsapparatet.“). Í því felst að þeir sem telja sig beitta ranglæti með setningu tiltekinna laga geta t.d. leitað (1) til þingmanna og reynt með skynsamlegum rökum að fá þá til að leggja fram frumvarp til breytingar á lögunum, (2) til ráðherra og reynt að fá hann til að breyta reglugerð, ef slík breyting nægir til leiðréttingar og telst innan heimildar laganna, (3) til dómstóla ríkisins og freistað þess þar að fá lögin túlkuð til réttlátrar niðurstöðu eða jafnvel hnekkt með dómi. Staðhæfing Norðmannanna er ekki alveg rétt, því að m.a. geta menn – bæði í Noregi og á Íslandi – skotið máli sínu til Mannréttindadómstólsins í Strassborg, þótt þeim takist ekki innanlands að fá ranglát lög leiðrétt með því að bera fyrir sig náttúrurétt. Mannréttindasáttmáli Evrópu er nokkrir meginstafir náttúruréttar sem m.a. hafa verið lögfestir hér á landi, sbr. lög nr. 62/1994. Sigurður Líndal víkur verulega frá norska textanum, þegar hann segir: „Með eðlisréttinn að leiðarljósi geta þegnarnir einungis skírskotað til siðgæðisvitundar valdhafanna.“ Hér gerir Sigurður – eins og svo oft endranær – sig beran að óskýrri hugsun. Á 19. öld leysti lagaleg söguhyggja í Þýzkalandi náttúruréttarhyggju af hólmi og hefur síðan haft mikil áhrif á norrænan rétt. Hún er réttarkenning, sem – ólíkt náttúrurétti – notast því við hugtök, eins og réttarsannfæringu þjóðar, siðgæðisvitund, réttarvitund og réttartilfinningu. Þegar Sigurður Líndal notar sálfræðileg hugtök hennar, eins og t.d. „siðgæðisvitund“ til útskýringar á náttúrurétti, má vera ljóst, að hann er að rugla saman náttúruréttarhyggju og lagalegri söguhyggju. Réttarvitundin er ekki eingöngu formleg og stofnanabundin, svo sem að lög séu lög og þeim skuli hlýða, heldur getur hún verið frjáls, gagnrýnin og efnisleg. Siðgæðisvitundin er þáttur í henni og hún er ekki bundin við sett lög. Hver sá sem álítur sett lög stangast á við rétt sinn, getur skírskotað til almennrar réttarvitundar og það kann að hafa í för með sér, að sett lög verði ekki meðtekin sem gildandi réttur, af því að réttarvitundin samþykkir þau ekki. Hún er samkvæmt því eini prófsteinninn á tilvist og gildi laga, sbr. nánar Knud Illum í Lov og Ret (Khöfn 1945) á bls. 53f, 103 og 118 og Alf Ross í Om ret og retfærdighed (Khöfn 1953) á bls. 86-89 og 345-46 og Virkelighed og Gyldighed i Retslæren (Khöfn 1934) á bls. 99-100. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Á sjötta áratug liðinnar aldar óx þeirri hreyfingu mjög afl í Bandaríkjunum sem barðist gegn misrétti kynþáttanna. Blökkukonan Rósa Parks neitaði 1955 að standa upp fyrir hvítum manni í strætisvagni og var handtekin og sektuð. Margir urðu þá til þess að rísa upp gegn ranglætinu. John F. Kennedy tók málstað hörundsdökkra, en brýndi þó fyrir mönnum í innsetningarræðu til forsetaembættisins 1961, að þeir ættu ekki að spyrja að því, hvað þjóðfélagið gæti gert fyrir þá, heldur að því hvað þeir gætu gert fyrir þjóðfélagið. Fyrst í stað féllu þau orð í góðan jarðveg, en þegar sett voru lög um herskyldu 1964 er kváðu á um að ungir menn skyldu í blóma lífsins sendir til Víetnams til að slátra þar meðbræðrum sínum og/eða vera sjálfum slátrað, má segja að hvatning forsetans hafi snúizt upp í andhverfu sína. Háværar urðu raddir málsmetandi einstaklinga, eins og t.d. Noams Chomskys, sem hvöttu til þess að ungir menn óhlýðnuðust herskyldulögunum. Sú spurning hefur á síðustu árum dregið að sér athygli, hvernig bregðast skal við ranglátum lögum. Í umfjöllun um náttúrurétt í Um lög og lögfræði (Rvík 2003/2007) á bls. 65 þýðir Sigurður Líndal lauslega texta Norðmannanna Davids Doublets og Jans Fridthjofs Bernts í Retten og vitenskapen (Bergen 1992) á bls. 139. Textann setur Sigurður fram – andstætt lögum um höfundarrétt – sem sínar eigin hugsanir. Norðmennirnir spyrja, hvernig sé unnt að leggja mat á sett landslög út frá náttúruréttarkenningu, sem ekki orðar reglur sem valkost er komið geti í stað landslaga. Í raun er það þó vel gerlegt. Náttúruréttur er nokkrir meginstafir verklegrar skynsemi og um hann dæmir hver fyrir sig óháð landslögum – stað þeirra og stund. Rósa Parks þurfti ekki sérstaka reglu náttúruréttar um að svertingjar mættu neita að standa upp á strætisvögnum þegar hvítir menn krefðust sætisins. Frá norska textanum víkur Sigurður Líndal í þýðingu sinni þegar hann segir: „Löggjafinn kann að setja lög sem eru í andstöðu við eðlisréttarreglur. Og hvernig á þá að bregðast við slíkri reglu? Þarna rís túlkunarvandi þar sem niðurstaða liggur ekki í augum uppi. Við það bætist siðferðilegur vandi: að framfylgja slíkum ákvæðum.“ Ekki er ljóst, hvort Sigurður er hér að lýsa landsrétti eða náttúrurétti/eðlisrétti. En rökrétt lýtur spurningin að náttúrurétti og svarið er vafalaust: Ef sett hafa verið lög í andstöðu við eðlisréttarreglur, hljóta þau lög að vera ranglát og gegn slíkum lögum ber að andæfa. Norðmennirnir telja þá sem sæta ranglæti af völdum landslaga geta „með vísan til reglna náttúruréttarins … einungis skotið máli sínu til ríkisins og stofnana þess.“ („Gjennom de naturrettslige normer kan man bare appellere til statsapparatet.“). Í því felst að þeir sem telja sig beitta ranglæti með setningu tiltekinna laga geta t.d. leitað (1) til þingmanna og reynt með skynsamlegum rökum að fá þá til að leggja fram frumvarp til breytingar á lögunum, (2) til ráðherra og reynt að fá hann til að breyta reglugerð, ef slík breyting nægir til leiðréttingar og telst innan heimildar laganna, (3) til dómstóla ríkisins og freistað þess þar að fá lögin túlkuð til réttlátrar niðurstöðu eða jafnvel hnekkt með dómi. Staðhæfing Norðmannanna er ekki alveg rétt, því að m.a. geta menn – bæði í Noregi og á Íslandi – skotið máli sínu til Mannréttindadómstólsins í Strassborg, þótt þeim takist ekki innanlands að fá ranglát lög leiðrétt með því að bera fyrir sig náttúrurétt. Mannréttindasáttmáli Evrópu er nokkrir meginstafir náttúruréttar sem m.a. hafa verið lögfestir hér á landi, sbr. lög nr. 62/1994. Sigurður Líndal víkur verulega frá norska textanum, þegar hann segir: „Með eðlisréttinn að leiðarljósi geta þegnarnir einungis skírskotað til siðgæðisvitundar valdhafanna.“ Hér gerir Sigurður – eins og svo oft endranær – sig beran að óskýrri hugsun. Á 19. öld leysti lagaleg söguhyggja í Þýzkalandi náttúruréttarhyggju af hólmi og hefur síðan haft mikil áhrif á norrænan rétt. Hún er réttarkenning, sem – ólíkt náttúrurétti – notast því við hugtök, eins og réttarsannfæringu þjóðar, siðgæðisvitund, réttarvitund og réttartilfinningu. Þegar Sigurður Líndal notar sálfræðileg hugtök hennar, eins og t.d. „siðgæðisvitund“ til útskýringar á náttúrurétti, má vera ljóst, að hann er að rugla saman náttúruréttarhyggju og lagalegri söguhyggju. Réttarvitundin er ekki eingöngu formleg og stofnanabundin, svo sem að lög séu lög og þeim skuli hlýða, heldur getur hún verið frjáls, gagnrýnin og efnisleg. Siðgæðisvitundin er þáttur í henni og hún er ekki bundin við sett lög. Hver sá sem álítur sett lög stangast á við rétt sinn, getur skírskotað til almennrar réttarvitundar og það kann að hafa í för með sér, að sett lög verði ekki meðtekin sem gildandi réttur, af því að réttarvitundin samþykkir þau ekki. Hún er samkvæmt því eini prófsteinninn á tilvist og gildi laga, sbr. nánar Knud Illum í Lov og Ret (Khöfn 1945) á bls. 53f, 103 og 118 og Alf Ross í Om ret og retfærdighed (Khöfn 1953) á bls. 86-89 og 345-46 og Virkelighed og Gyldighed i Retslæren (Khöfn 1934) á bls. 99-100.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun