Slegið á puttana á hagsmunaaðilum lyfjamarkaðarins 2. desember 2011 06:00 Um leið og Heilsuhringurinn og Heilsufrelsi, samtök fólks um kjörlækningar (Integrative Medicine), gleðjast yfir að til standi endurskoðun á lyfjastefnu landsins og aukin verði neytendavernd, vekur það ugg að hagsmunaaðilar lyfjamarkaðarins sendi velferðarráðherra tillögur um að „auka samkeppni og skilvirkni og bæta starfsumhverfi á lyfjamarkaðinum“, eins og fram kemur í Fréttablaðinu 14. nóvember sl. Vilja hagsmunaaðilarnir auka frelsi til auglýsinga á lyfjum og selja lausasölulyf í almennum verslunum. Í leiðinni vilja þeir herða eftirlit með sölu náttúruvara og fæðubótarefna. Það skýtur skökku við að hagsmunaaðilar í sölu kemískra lyfja reyni að setja fótinn fyrir náttúruvörur á Íslandi. Ætli það sé tengt því að nú hafa fjölmargir Íslendingar lokið margra ára námi í grasalækningum og hómópatíu erlendis? Þeir hafa getið sér góðan orðstír vegna góðs árangurs sem komið hefur fram í bættu heilsufari fjölmargra Íslendinga. Slíkt gefur af sér fjárhagslegan ábata fyrir þjóðarbúið en rýrir kjör hagsmunaaðila lyfjamarkaðarins. Eins og alkunna er hefur lyfjakostnaður heilbrigðiskerfisins aukist geigvænlega undanfarin ár. Kostnaðurinn er ekki verstur, því að aukaverkanir lyfja geta verið stórhættulegar og birtast oft í öðrum sjúkdómseinkennum. Í slíkum tilfellum er stundum ávísað á fleiri lyf til að kveða niður hin fölsku sjúkdómseinkenni. Þannig myndast lyfjavítahringur sem leiðir til enn meiri lyfjanotkunar og hærri lyfjakostnaðar. Allir geta séð að slíkt knýr áfram myllu lyfjamarkaðarins. Við erum á þröskuldi nýrrar þekkingar í meðhöndlun andlegra og líkamlegra sjúkdóma. Íslendingar hafa ekki verið eftirbátar annarra að tileinka sér menntun á sviði kjörlækninga. Með vitneskju almennings um afdrifaríkar afleiðingar aukaverkana lyfja, hafa æ fleiri hafnað hefðbundnum vestrænum lækningum og kosið nýjar leiðir t.a.m. áhrifaríkar meðferðir, eins og: hómópatíu, náttúrupatíu, næringarráðgjöf, höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð, svæðameðferð, Bowen-tækni, lífljóseinda-meðferð, tíðnitækjameðferð, NLP, HAM og jóga. Allt eru þetta aðferðir sem bæta heilsu á uppbyggjandi hátt án niðurbrjótandi aukaverkana. Heilsuhringurinn og Heilsufrelsi hvetja til áherslubreytinga í íslensku heilbrigðiskerfi 1. Að dregið verði úr notkun verksmiðjuunninna lyfja í heilbrigðiskerfinu með því að auka vægi heildrænna/náttúrulegra lækninga. Hafin verði herferð til kynningar á hinum ýmsu greinum kjörlækninga. 2. Að kjörlækningar (Integrative medicine) verði teknar inn í íslenskt heilbrigðiskerfi til jafns við háskólalækningar. 3. Að aflétt verði þeim hömlum sem nú eru á innflutningi jurta, vítamína, steinefna, næringarefna og hómópatískra remedía. 4. Að menntuðum einstaklingum í kjörlækningum verði gert kleift að vinna við sitt fag og þeir fái leyfi til að flytja inn þær vörur sem störf þeirra krefjast. 5. Að komið verði á fót faghópi með sérþekkingu á sviði kjörlækninga til að fjalla um umsóknir og hæfni þeirra aðila sem sækja um starfsleyfi í kjörlækningum á Íslandi. Í slíkan matshóp verður að velja fjölfróða aðila sem hafa að baki haldgóða þekkingu á kjörlækningum. Miðað við fréttir undangenginna ára um að Ísland skori hæst í notkun ýmissa lyfja m.a. þunglyndislyfja og nýjustu fréttir um að við séum hæst í notkun „sterkustu“ verkjalyfja í Evrópu er þá ástæða til þess að herða enn á sölu kemískra lyfja og svipta fólk möguleikanum á hjálp náttúrulyfja? Nei, nú er mál að linni – það hefur aldrei verið meiri þörf á nýrri nálgun í heilbrigðisþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Um leið og Heilsuhringurinn og Heilsufrelsi, samtök fólks um kjörlækningar (Integrative Medicine), gleðjast yfir að til standi endurskoðun á lyfjastefnu landsins og aukin verði neytendavernd, vekur það ugg að hagsmunaaðilar lyfjamarkaðarins sendi velferðarráðherra tillögur um að „auka samkeppni og skilvirkni og bæta starfsumhverfi á lyfjamarkaðinum“, eins og fram kemur í Fréttablaðinu 14. nóvember sl. Vilja hagsmunaaðilarnir auka frelsi til auglýsinga á lyfjum og selja lausasölulyf í almennum verslunum. Í leiðinni vilja þeir herða eftirlit með sölu náttúruvara og fæðubótarefna. Það skýtur skökku við að hagsmunaaðilar í sölu kemískra lyfja reyni að setja fótinn fyrir náttúruvörur á Íslandi. Ætli það sé tengt því að nú hafa fjölmargir Íslendingar lokið margra ára námi í grasalækningum og hómópatíu erlendis? Þeir hafa getið sér góðan orðstír vegna góðs árangurs sem komið hefur fram í bættu heilsufari fjölmargra Íslendinga. Slíkt gefur af sér fjárhagslegan ábata fyrir þjóðarbúið en rýrir kjör hagsmunaaðila lyfjamarkaðarins. Eins og alkunna er hefur lyfjakostnaður heilbrigðiskerfisins aukist geigvænlega undanfarin ár. Kostnaðurinn er ekki verstur, því að aukaverkanir lyfja geta verið stórhættulegar og birtast oft í öðrum sjúkdómseinkennum. Í slíkum tilfellum er stundum ávísað á fleiri lyf til að kveða niður hin fölsku sjúkdómseinkenni. Þannig myndast lyfjavítahringur sem leiðir til enn meiri lyfjanotkunar og hærri lyfjakostnaðar. Allir geta séð að slíkt knýr áfram myllu lyfjamarkaðarins. Við erum á þröskuldi nýrrar þekkingar í meðhöndlun andlegra og líkamlegra sjúkdóma. Íslendingar hafa ekki verið eftirbátar annarra að tileinka sér menntun á sviði kjörlækninga. Með vitneskju almennings um afdrifaríkar afleiðingar aukaverkana lyfja, hafa æ fleiri hafnað hefðbundnum vestrænum lækningum og kosið nýjar leiðir t.a.m. áhrifaríkar meðferðir, eins og: hómópatíu, náttúrupatíu, næringarráðgjöf, höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð, svæðameðferð, Bowen-tækni, lífljóseinda-meðferð, tíðnitækjameðferð, NLP, HAM og jóga. Allt eru þetta aðferðir sem bæta heilsu á uppbyggjandi hátt án niðurbrjótandi aukaverkana. Heilsuhringurinn og Heilsufrelsi hvetja til áherslubreytinga í íslensku heilbrigðiskerfi 1. Að dregið verði úr notkun verksmiðjuunninna lyfja í heilbrigðiskerfinu með því að auka vægi heildrænna/náttúrulegra lækninga. Hafin verði herferð til kynningar á hinum ýmsu greinum kjörlækninga. 2. Að kjörlækningar (Integrative medicine) verði teknar inn í íslenskt heilbrigðiskerfi til jafns við háskólalækningar. 3. Að aflétt verði þeim hömlum sem nú eru á innflutningi jurta, vítamína, steinefna, næringarefna og hómópatískra remedía. 4. Að menntuðum einstaklingum í kjörlækningum verði gert kleift að vinna við sitt fag og þeir fái leyfi til að flytja inn þær vörur sem störf þeirra krefjast. 5. Að komið verði á fót faghópi með sérþekkingu á sviði kjörlækninga til að fjalla um umsóknir og hæfni þeirra aðila sem sækja um starfsleyfi í kjörlækningum á Íslandi. Í slíkan matshóp verður að velja fjölfróða aðila sem hafa að baki haldgóða þekkingu á kjörlækningum. Miðað við fréttir undangenginna ára um að Ísland skori hæst í notkun ýmissa lyfja m.a. þunglyndislyfja og nýjustu fréttir um að við séum hæst í notkun „sterkustu“ verkjalyfja í Evrópu er þá ástæða til þess að herða enn á sölu kemískra lyfja og svipta fólk möguleikanum á hjálp náttúrulyfja? Nei, nú er mál að linni – það hefur aldrei verið meiri þörf á nýrri nálgun í heilbrigðisþjónustu.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar