Auðlindanýting í anda LÍÚ Vilhelm Jónsson skrifar 2. desember 2011 06:00 Það væri tilvalið fyrir ráðherra að setja kvótastýringu á rjúpnaveiðistofninn, þar sem hann er í sögulegri lægð og arðsemin lítil sem engin í greininni. Við verðum að bera gæfu til að ganga vel um þessa auðlind og af fyllstu nærgætni. Til að ná sem mestri hagræðingu og standa undir arðsemiskröfu ætti að loka fyrir rjúpnaveiðar til almennings, ráðherra gæti úthlutað rjúpnagjafakvóta til útvaldra vina og kunningja í þeim byggðarlögum þar sem lítill fiskikvóti er eftir í sárabætur, t.d. í 50 ár í senn til að hámarka arðsemina. Með þessu fyrirkomulagi þyrfti svo miklu færri byssur að greinin gæti endurnýjað sig og verið sjálfbær. Jafnvel væri hægt að fá notaðar hálfsjálfvirkar vélbyssur með fullkomnum miðunarbúnaði frá víkingasveitinni, sem hún væri hætt að nota, fyrir lítið til að hámarka skotnýtinguna og arðsemina. Menn skyldu ekki gera lítið úr því hvað þetta yrði mikil lyftistöng fyrir byggðarlögin sem fengju að njóta þessara auðæfa. Með þessu fyrirkomulagi yrðu margfeldisáhrifin jafnvel svo mikil að hægt væri fyrir kvótahafa að fjárfesta fyrir væntanlegan hagnað, t.d. í hótelkeðjum, bílaumboðum, öryggisfyrirtækjum, þyrlum, pizzafyrirtækjum og fleiru, sem myndi stuðla að enduruppbyggingu atvinnulífsins öllum til hagsbóta. Það væri ekki óvitlaust að fá hagfræðiprófessorana Ragnar Árnason og Þórólf Matthíasson og stærðfræðinginn Helga Áss Grétarsson til að útsetja það nánar í anda LÍÚ, þar sem þeir eru nú helstu talsmenn kvótastýringar LÍÚ. Til að ná veðsetningarhlutfalli í hærri hæðir gætu þeir jafnvel kallað eftir Dr. Gunna sér til fulltingis. Ef þessi leið yrði farin væri ekki óvarlegt að áætla að hagnaðurinn gæti numið tugum ef ekki hundruðum milljarða þegar margfeldisáhrifin væru búin að skila sér. Það væri ekki óeðlilegt að veita greininni kúlulán og viðeigandi afskriftir til að greinin yrði sjálfbær. Það væri vel við hæfi að endurskoðunarstofan Deloitte og lögmannsstofan Lex útfærðu þetta nánar í anda laganna og felldu að stjórnarskránni. Fyrir þá skotveiðimenn sem væru óánægðir með að fá ekki úthlutun mætti niðurgreiða félagsgjald hjá Leirdúfufélagi Íslands Geithálsi, og jafnvel niðurgreiða skoskar rjúpur fyrir þá sem væru ósáttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Það væri tilvalið fyrir ráðherra að setja kvótastýringu á rjúpnaveiðistofninn, þar sem hann er í sögulegri lægð og arðsemin lítil sem engin í greininni. Við verðum að bera gæfu til að ganga vel um þessa auðlind og af fyllstu nærgætni. Til að ná sem mestri hagræðingu og standa undir arðsemiskröfu ætti að loka fyrir rjúpnaveiðar til almennings, ráðherra gæti úthlutað rjúpnagjafakvóta til útvaldra vina og kunningja í þeim byggðarlögum þar sem lítill fiskikvóti er eftir í sárabætur, t.d. í 50 ár í senn til að hámarka arðsemina. Með þessu fyrirkomulagi þyrfti svo miklu færri byssur að greinin gæti endurnýjað sig og verið sjálfbær. Jafnvel væri hægt að fá notaðar hálfsjálfvirkar vélbyssur með fullkomnum miðunarbúnaði frá víkingasveitinni, sem hún væri hætt að nota, fyrir lítið til að hámarka skotnýtinguna og arðsemina. Menn skyldu ekki gera lítið úr því hvað þetta yrði mikil lyftistöng fyrir byggðarlögin sem fengju að njóta þessara auðæfa. Með þessu fyrirkomulagi yrðu margfeldisáhrifin jafnvel svo mikil að hægt væri fyrir kvótahafa að fjárfesta fyrir væntanlegan hagnað, t.d. í hótelkeðjum, bílaumboðum, öryggisfyrirtækjum, þyrlum, pizzafyrirtækjum og fleiru, sem myndi stuðla að enduruppbyggingu atvinnulífsins öllum til hagsbóta. Það væri ekki óvitlaust að fá hagfræðiprófessorana Ragnar Árnason og Þórólf Matthíasson og stærðfræðinginn Helga Áss Grétarsson til að útsetja það nánar í anda LÍÚ, þar sem þeir eru nú helstu talsmenn kvótastýringar LÍÚ. Til að ná veðsetningarhlutfalli í hærri hæðir gætu þeir jafnvel kallað eftir Dr. Gunna sér til fulltingis. Ef þessi leið yrði farin væri ekki óvarlegt að áætla að hagnaðurinn gæti numið tugum ef ekki hundruðum milljarða þegar margfeldisáhrifin væru búin að skila sér. Það væri ekki óeðlilegt að veita greininni kúlulán og viðeigandi afskriftir til að greinin yrði sjálfbær. Það væri vel við hæfi að endurskoðunarstofan Deloitte og lögmannsstofan Lex útfærðu þetta nánar í anda laganna og felldu að stjórnarskránni. Fyrir þá skotveiðimenn sem væru óánægðir með að fá ekki úthlutun mætti niðurgreiða félagsgjald hjá Leirdúfufélagi Íslands Geithálsi, og jafnvel niðurgreiða skoskar rjúpur fyrir þá sem væru ósáttir.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar