Verndum æskuna – Já takk 3. desember 2011 06:00 Áfengisauglýsingar virka ekki, segja framleiðendur og heildsalar, en hafa þá einstöku sérstöðu, að hafa aðeins þau áhrif, að þeir sem þegar eru neytendur skipti um tegund? Viðkomandi auglýsa síðan hvað af tekur í miðlum sem höfða sérstaklega til barna og ungmenna? Samkvæmt þessu þá eru það yfirlýst markmið framleiðenda og innflytjenda að fá börn og ungmenni til að skipta um áfengistegund? Áfengisauglýsingar hafa enga sérstöðu og eins og aðrar auglýsingar þá virka þær vel. Annars væru viðkomandi ekki að auglýsa dag út og dag inn. Hagsmunaaðilar hafa haldið því fram að ekkert orsakasamhengi sé milli auglýsinga og aukinnar neyslu í samfélaginu, vitandi það að það er ekki hægt að meta áhrif auglýsinganna með slíkum aðferðum, eins og samfélagið sé lokuð,einangruð og dauðhreinsuð rannsóknarstofa sem byggir á klassískum rannsóknum um virkni lyfja versus lyfleysu. Slíkar aðferðir er ekki nýtilegar í þessum tilgangi. Hins vegar eru til rannsóknir þar sem kannað hefur verið hvaða þættir hafa áhrif á neyslu barna og ungmenna sem hafa lent illa í áfengisneyslu. Einn af þeim þáttum, sem þar hafa veruleg áhrif, eru áhrif áfengisauglýsinga, bæði hvað varðar aldur er neysla hefst, tegundir, magn og tíðni neyslu. Önnur rök hagsmunaaðila eru þau að „allt má erlendis" þegar að vitað er að í mörgum löndum er ströng löggjöf eða reglur um áfengisauglýsingar sem m.a byggja að velferðarsjónarmiðum um vernd barna og ungmenna. Í Noregi er að mörgu leyti sambærileg löggjöf og hérlendis, í Frakklandi gilda ákveðin lög t.d. um algert auglýsingabann á íþróttaleikvöngum, Bretar eru að velta fyrir sér breytingum m.a vegna óhóflegrar áfengisneyslu ungmenna, sama á við um í Danmörku, sem státar af þeim vafasama heiðri að eiga heimsmet í unglingadrykkju. Á vettvangi Evrópusambandsins er umræða um verulega aukið aðhald bæði út frá heilbrigðisjónarmiðum og ekki síður út frá velferðarsjónarmiðum barna og ungmenna og svona mætti lengi telja. Fullyrðingar um að „allt megi erlendis" eru því fyrst og fremst byggðar á óskhyggju hagsmunaaðila í áfengisbransanum og sem slíkar með öllu óbrúklegar við uppeldi æskunnar og eða sem siðferðisviðmið í samfélaginu almennt. Nýlegar rannsóknir Rannsóknar og greiningar um áfengis – og vímuefnaneyslu framhaldsskólanema sýna að ástand er með ágætum en ef bætt er við niðurstöðum er ná til sama aldurshóps sem eru utan skóla þá gjörbreytast niðurstöður til hins verra svo um munar. Að meta drykkju unglinga á tilteknum tímapunkti/um þarf ekki að segja allt m.a. vegna þess að unglingar lenda almennt ekki í vanda við fyrsta sopa og forsagan þeirra sem neytenda er stutt. Neysla og neyslumynstur er ferli. Hlutfallslega meiri fjöldi ungs fólks (20+) í meðferð hjá SÁA gæti hugsanlega átt rætur sínar að rekja til „vel heppnaðra" áfengisauglýsinga fyrri ára. Kjarni málsins er sá að áfengisauglýsingar eru bannaðar samkvæmt 20. grein áfengislaga. Hinn siðferðilegi boðskapur laganna er afar skýr. Með grímulausum áfengisauglýsingum og eða heimskulegum útúrsnúningum úr lögum eru þau brotin margsinnis dag hvern. Hagsmunaaðilar sýna í verki afar einbeittan og einlægan brotavilja sem þeir komast upp með tiltölulega óáreittir af hálfu yfirvalda (Sjá dómasafn www.foreldrasamtok.is). Áfengisauglýsingar eru boðflennur í tilveru barna og unglinga sem þau eiga fullan og lögvarðann rétt á að vera laus við.Lögin eru sett á grundvelli velferðarsjónarmiða og í tengslum við réttindi barna og unglinga til þess að verða laus við áróður af þeim toga sem kemur fram í áfengisauglýsingum. Auglýsingarnar stríða og vinna markvisst gegn samfélagslegum markmiðum eins og vímulausum grunnskóla. Markmiðum sem foreldrar, forráðamenn og allir sem að uppeldismálum vinna í þessu landi eru einhuga um. Ýtrustu viðskiptahagsmunir áfengisbransans um frelsi til þess að beina markvissum áfengisáróðri að börnum og ungmennum eru í hróplegu ósamræmi við það. Sorglegt að fólk skuli í opinberri umræðu nefna slíkt sé dæmi um dæmi um að „fjandskapur núverandi stjórnvalda gagnvart íslensku atvinnulífi og störfum fyrir vinnufúsar hendur eigi sér engin takmörk". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Sjá meira
Áfengisauglýsingar virka ekki, segja framleiðendur og heildsalar, en hafa þá einstöku sérstöðu, að hafa aðeins þau áhrif, að þeir sem þegar eru neytendur skipti um tegund? Viðkomandi auglýsa síðan hvað af tekur í miðlum sem höfða sérstaklega til barna og ungmenna? Samkvæmt þessu þá eru það yfirlýst markmið framleiðenda og innflytjenda að fá börn og ungmenni til að skipta um áfengistegund? Áfengisauglýsingar hafa enga sérstöðu og eins og aðrar auglýsingar þá virka þær vel. Annars væru viðkomandi ekki að auglýsa dag út og dag inn. Hagsmunaaðilar hafa haldið því fram að ekkert orsakasamhengi sé milli auglýsinga og aukinnar neyslu í samfélaginu, vitandi það að það er ekki hægt að meta áhrif auglýsinganna með slíkum aðferðum, eins og samfélagið sé lokuð,einangruð og dauðhreinsuð rannsóknarstofa sem byggir á klassískum rannsóknum um virkni lyfja versus lyfleysu. Slíkar aðferðir er ekki nýtilegar í þessum tilgangi. Hins vegar eru til rannsóknir þar sem kannað hefur verið hvaða þættir hafa áhrif á neyslu barna og ungmenna sem hafa lent illa í áfengisneyslu. Einn af þeim þáttum, sem þar hafa veruleg áhrif, eru áhrif áfengisauglýsinga, bæði hvað varðar aldur er neysla hefst, tegundir, magn og tíðni neyslu. Önnur rök hagsmunaaðila eru þau að „allt má erlendis" þegar að vitað er að í mörgum löndum er ströng löggjöf eða reglur um áfengisauglýsingar sem m.a byggja að velferðarsjónarmiðum um vernd barna og ungmenna. Í Noregi er að mörgu leyti sambærileg löggjöf og hérlendis, í Frakklandi gilda ákveðin lög t.d. um algert auglýsingabann á íþróttaleikvöngum, Bretar eru að velta fyrir sér breytingum m.a vegna óhóflegrar áfengisneyslu ungmenna, sama á við um í Danmörku, sem státar af þeim vafasama heiðri að eiga heimsmet í unglingadrykkju. Á vettvangi Evrópusambandsins er umræða um verulega aukið aðhald bæði út frá heilbrigðisjónarmiðum og ekki síður út frá velferðarsjónarmiðum barna og ungmenna og svona mætti lengi telja. Fullyrðingar um að „allt megi erlendis" eru því fyrst og fremst byggðar á óskhyggju hagsmunaaðila í áfengisbransanum og sem slíkar með öllu óbrúklegar við uppeldi æskunnar og eða sem siðferðisviðmið í samfélaginu almennt. Nýlegar rannsóknir Rannsóknar og greiningar um áfengis – og vímuefnaneyslu framhaldsskólanema sýna að ástand er með ágætum en ef bætt er við niðurstöðum er ná til sama aldurshóps sem eru utan skóla þá gjörbreytast niðurstöður til hins verra svo um munar. Að meta drykkju unglinga á tilteknum tímapunkti/um þarf ekki að segja allt m.a. vegna þess að unglingar lenda almennt ekki í vanda við fyrsta sopa og forsagan þeirra sem neytenda er stutt. Neysla og neyslumynstur er ferli. Hlutfallslega meiri fjöldi ungs fólks (20+) í meðferð hjá SÁA gæti hugsanlega átt rætur sínar að rekja til „vel heppnaðra" áfengisauglýsinga fyrri ára. Kjarni málsins er sá að áfengisauglýsingar eru bannaðar samkvæmt 20. grein áfengislaga. Hinn siðferðilegi boðskapur laganna er afar skýr. Með grímulausum áfengisauglýsingum og eða heimskulegum útúrsnúningum úr lögum eru þau brotin margsinnis dag hvern. Hagsmunaaðilar sýna í verki afar einbeittan og einlægan brotavilja sem þeir komast upp með tiltölulega óáreittir af hálfu yfirvalda (Sjá dómasafn www.foreldrasamtok.is). Áfengisauglýsingar eru boðflennur í tilveru barna og unglinga sem þau eiga fullan og lögvarðann rétt á að vera laus við.Lögin eru sett á grundvelli velferðarsjónarmiða og í tengslum við réttindi barna og unglinga til þess að verða laus við áróður af þeim toga sem kemur fram í áfengisauglýsingum. Auglýsingarnar stríða og vinna markvisst gegn samfélagslegum markmiðum eins og vímulausum grunnskóla. Markmiðum sem foreldrar, forráðamenn og allir sem að uppeldismálum vinna í þessu landi eru einhuga um. Ýtrustu viðskiptahagsmunir áfengisbransans um frelsi til þess að beina markvissum áfengisáróðri að börnum og ungmennum eru í hróplegu ósamræmi við það. Sorglegt að fólk skuli í opinberri umræðu nefna slíkt sé dæmi um dæmi um að „fjandskapur núverandi stjórnvalda gagnvart íslensku atvinnulífi og störfum fyrir vinnufúsar hendur eigi sér engin takmörk".
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun