Ábyrgð fyrirtækja 3. desember 2011 06:00 Mikið hefur verið rætt um ábyrgð hluthafa á fyrirtækjum sínum. Takmörkuð ábyrgð hefur oft verið talin af hagfræðingum vera besta uppfinning síðari ára en hún ýtir undir nýsköpun í samfélaginu. Þó er það barnaskapur að átta sig ekki á því að á henni eru vankantar, mýmörg dæmi eru um að eitt félag í eigu ákveðinna aðila fer í þrot og lætur eftir sig milljarða skuldir meðan annað félag er skilið eftir. Eða dæmi þar sem eignir eru færðar á milli og skuldir skildar eftir. Hér þarf greinilega að finna einhverja málamiðlun. Í 67. grein ársreikningalaga er móðurfélögum gert skylt að semja samstæðureikning fyrir öll dótturfélög sín, óháð því hvar þau eru skráð. Móðurfélag er svo skilgreint meðal annars sem félag sem á eignarhlut í öðru félagi og hefur ákvörðunarvald um rekstur og fjárhagslega stjórn þess. Skilgreining á móðurfélagi er frekar þröng og því ekki mikil hætta á að slíkt félag sé skikkað til að gera samstæðureikningsskil hafi það ekki raunverulega stjórn á öðrum félögum innan samstæðunnar. Ef eitthvað er, þá er það á hinn veginn. Nú vil ég kynna til sögunnar hugtak sem ég hef ekki heyrt nefnt áður, samstæðuábyrgð. Í því felst að ef félag í þinni samstæðu fer í þrot, mun hlutfall af skuld félagsins sem samsvarar eignarhluta þínum færast yfir á eignarhluti þína í samstæðunni. Það er, ef þú átt 100% í félagi A sem fer í þrot og skilur eftir sig 10 milljarða í skuldir, en þú átt 50% í félagi B, sem er metið á 50 milljarða, missirðu 40% af eignarhlut þínum í félagi B til kröfuhafa félags A. Önnur breyting á hluthafalögum varðar færslu eigna, óheimilt sé að flytja eignir úr félagi A í félag B og meta það aðeins á 2% af raunvirði. Erfitt er að útfæra þetta þar sem raunvirði er oft óþekkt og aðeins mat þeirra sem að viðskiptunum koma, ásamt því að ef það þyrfti að kalla til óháðan matsmann við öll viðskipti milli lögaðila kæmi þar til sögunnar óheyrilegur kostnaður á íslenskt athafnalíf. Tvær heimildir ættu að vera kynntar til sögunnar: 1. Að Fjármálaeftirlitið geti upp á sitt eindæmi og án frekari rökstuðnings krafist allra gagna frá hlutaðeigandi aðilum varðandi söluna og hvernig eignir voru verðmetnar og skipað óháðan matsmann til að verðmeta eignirnar. Ef verulegar aðfinnslur koma í ljós hefur Fjármálaeftirlitið heimild til að rifta kaupunum. 2. Að kröfuhafar þeirra fyrirtækja sem standa að viðskiptunum geta farið fram á við Fjármálaeftirlitið að það kalli til sín þau gögn sem teljast nauðsynleg og skipi matsmann til að verðmeta eignirnar líkt og í lið eitt. Báðar þessar heimildir þyrftu að hafa þröngan tímaramma enda geta lögaðilar ekki beðið mánuðum saman eftir að viðskipti eiga sér stað hvort FME eða kröfuhafar efist um lögmæti gjörningana. Ef viðskiptin eru af þeim mælikvarða að óvissa, jafnvel í stuttan tíma, sé fjárhagslega skaðleg fyrir þá aðila sem koma að sölunni geta þeir óskað eftir því að FME kalli til matsmann áður en salan á sér stað. Ef sá matsmaður kemst að því að eðlilega hafi verið staðið að öllu missa bæði FME og kröfuhafar þá rétti sem nefndir voru í grein eitt og tvö. Engin þessara hugmynda er gallalaus, enda er það svo þegar litið er til svo stórra málefna sem snerta svo marga að það er ómögulegt að koma með gallalausa útfærslu. Vel má vera að heimildir fyrir einhverju af þessu séu núna í gildandi lögum enda er höfundur ekki lögmenntaður, en ef svo er virðist vera skortur á framkvæmd. KVÓT : Enda er það svo þegar litið er til svo stórra málefna sem snerta svo marga að það er ómögulegt að koma með gallalausa útfærslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Við þurfum jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni Sandra Hlíf Ocares Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um ábyrgð hluthafa á fyrirtækjum sínum. Takmörkuð ábyrgð hefur oft verið talin af hagfræðingum vera besta uppfinning síðari ára en hún ýtir undir nýsköpun í samfélaginu. Þó er það barnaskapur að átta sig ekki á því að á henni eru vankantar, mýmörg dæmi eru um að eitt félag í eigu ákveðinna aðila fer í þrot og lætur eftir sig milljarða skuldir meðan annað félag er skilið eftir. Eða dæmi þar sem eignir eru færðar á milli og skuldir skildar eftir. Hér þarf greinilega að finna einhverja málamiðlun. Í 67. grein ársreikningalaga er móðurfélögum gert skylt að semja samstæðureikning fyrir öll dótturfélög sín, óháð því hvar þau eru skráð. Móðurfélag er svo skilgreint meðal annars sem félag sem á eignarhlut í öðru félagi og hefur ákvörðunarvald um rekstur og fjárhagslega stjórn þess. Skilgreining á móðurfélagi er frekar þröng og því ekki mikil hætta á að slíkt félag sé skikkað til að gera samstæðureikningsskil hafi það ekki raunverulega stjórn á öðrum félögum innan samstæðunnar. Ef eitthvað er, þá er það á hinn veginn. Nú vil ég kynna til sögunnar hugtak sem ég hef ekki heyrt nefnt áður, samstæðuábyrgð. Í því felst að ef félag í þinni samstæðu fer í þrot, mun hlutfall af skuld félagsins sem samsvarar eignarhluta þínum færast yfir á eignarhluti þína í samstæðunni. Það er, ef þú átt 100% í félagi A sem fer í þrot og skilur eftir sig 10 milljarða í skuldir, en þú átt 50% í félagi B, sem er metið á 50 milljarða, missirðu 40% af eignarhlut þínum í félagi B til kröfuhafa félags A. Önnur breyting á hluthafalögum varðar færslu eigna, óheimilt sé að flytja eignir úr félagi A í félag B og meta það aðeins á 2% af raunvirði. Erfitt er að útfæra þetta þar sem raunvirði er oft óþekkt og aðeins mat þeirra sem að viðskiptunum koma, ásamt því að ef það þyrfti að kalla til óháðan matsmann við öll viðskipti milli lögaðila kæmi þar til sögunnar óheyrilegur kostnaður á íslenskt athafnalíf. Tvær heimildir ættu að vera kynntar til sögunnar: 1. Að Fjármálaeftirlitið geti upp á sitt eindæmi og án frekari rökstuðnings krafist allra gagna frá hlutaðeigandi aðilum varðandi söluna og hvernig eignir voru verðmetnar og skipað óháðan matsmann til að verðmeta eignirnar. Ef verulegar aðfinnslur koma í ljós hefur Fjármálaeftirlitið heimild til að rifta kaupunum. 2. Að kröfuhafar þeirra fyrirtækja sem standa að viðskiptunum geta farið fram á við Fjármálaeftirlitið að það kalli til sín þau gögn sem teljast nauðsynleg og skipi matsmann til að verðmeta eignirnar líkt og í lið eitt. Báðar þessar heimildir þyrftu að hafa þröngan tímaramma enda geta lögaðilar ekki beðið mánuðum saman eftir að viðskipti eiga sér stað hvort FME eða kröfuhafar efist um lögmæti gjörningana. Ef viðskiptin eru af þeim mælikvarða að óvissa, jafnvel í stuttan tíma, sé fjárhagslega skaðleg fyrir þá aðila sem koma að sölunni geta þeir óskað eftir því að FME kalli til matsmann áður en salan á sér stað. Ef sá matsmaður kemst að því að eðlilega hafi verið staðið að öllu missa bæði FME og kröfuhafar þá rétti sem nefndir voru í grein eitt og tvö. Engin þessara hugmynda er gallalaus, enda er það svo þegar litið er til svo stórra málefna sem snerta svo marga að það er ómögulegt að koma með gallalausa útfærslu. Vel má vera að heimildir fyrir einhverju af þessu séu núna í gildandi lögum enda er höfundur ekki lögmenntaður, en ef svo er virðist vera skortur á framkvæmd. KVÓT : Enda er það svo þegar litið er til svo stórra málefna sem snerta svo marga að það er ómögulegt að koma með gallalausa útfærslu.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun