Allir tapa 3. desember 2011 06:00 Stjórnvöld hafa lagt til að heimildir launþega til greiðslu á frádráttarbæru iðgjaldi til viðbótarlífeyrissparnaðar lækki úr 4% af launum í 2%. Rökin fyrir þessari tillögu eru að þannig muni neysla aukast og þá um leið hagvöxtur. Meginástæðan fyrir tillögunni er þó sú að með þessari aðgerð aukast tekjur ríkissjóðs til skamms tíma um 1,4 milljarða eða 0,3% af heildarskatttekjum næsta árs. Með tillögunni er horft fram hjá þeirri staðreynd að þörfin fyrir viðbótarlífeyrissparnað hefur aldrei verið meiri en núna. Mannfjöldaspár gera ráð fyrir gerbreyttri samsetningu þjóðarinnar og því breyttu þjóðfélagi á næstu áratugum með auknu vægi lífeyrisþega. Í dag eru til dæmis rúmlega fimm vinnandi einstaklingar á móti hverjum lífeyrisþega en eftir 20 ár er því spáð að þeir verði þrír og eftir 40 ár aðeins tveir. Af þessu leiðir að í framtíðinni verða mun færri sem greiða skatta af atvinnutekjum til að fjármagna samneysluna, á sama tíma og velferðarkerfið þarf að vaxa með fjölgun lífeyrisþega og hækkandi lífaldri þeirra. Kosturinn við viðbótarlífeyrissparnað er að einstaklingar ráða því sjálfir hvort þeir nýta sér hann til að búa í haginn fyrir framtíðina. Þegar kreppir að geta þeir hætt tímabundið með sparnaðinn og byrjað svo aftur þegar svigrúm eykst á ný. Allir hagnast ef einstaklingar geta nýtt sér þessa heimild. Einstaklingurinn sjálfur fær hærri eftirlaun, ríkið fær skatta af eftirlaununum og þörfin fyrir opinberan stuðning verður minni. Það myndi lýsa mikilli skammsýni ef ríkið gripi nú til þess ráðs að minnka heimildir til sparnaðar til að auka tekjur til skamms tíma. Með því er einnig vegið að kerfi sem tekist hefur að byggja upp frá árinu 1999. Inngrip af þessu tagi eru óheppileg þegar kemur að sparnaði og það er óvíst að einstaklingar byrji aftur að spara þó svo að heimildir verði auknar á ný. Vonandi bera þingmenn gæfu til að hafna tillögu stjórnvalda um að minnka heimildir til viðbótarlífeyrissparnaðar. Það er öllum fyrir bestu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnvöld hafa lagt til að heimildir launþega til greiðslu á frádráttarbæru iðgjaldi til viðbótarlífeyrissparnaðar lækki úr 4% af launum í 2%. Rökin fyrir þessari tillögu eru að þannig muni neysla aukast og þá um leið hagvöxtur. Meginástæðan fyrir tillögunni er þó sú að með þessari aðgerð aukast tekjur ríkissjóðs til skamms tíma um 1,4 milljarða eða 0,3% af heildarskatttekjum næsta árs. Með tillögunni er horft fram hjá þeirri staðreynd að þörfin fyrir viðbótarlífeyrissparnað hefur aldrei verið meiri en núna. Mannfjöldaspár gera ráð fyrir gerbreyttri samsetningu þjóðarinnar og því breyttu þjóðfélagi á næstu áratugum með auknu vægi lífeyrisþega. Í dag eru til dæmis rúmlega fimm vinnandi einstaklingar á móti hverjum lífeyrisþega en eftir 20 ár er því spáð að þeir verði þrír og eftir 40 ár aðeins tveir. Af þessu leiðir að í framtíðinni verða mun færri sem greiða skatta af atvinnutekjum til að fjármagna samneysluna, á sama tíma og velferðarkerfið þarf að vaxa með fjölgun lífeyrisþega og hækkandi lífaldri þeirra. Kosturinn við viðbótarlífeyrissparnað er að einstaklingar ráða því sjálfir hvort þeir nýta sér hann til að búa í haginn fyrir framtíðina. Þegar kreppir að geta þeir hætt tímabundið með sparnaðinn og byrjað svo aftur þegar svigrúm eykst á ný. Allir hagnast ef einstaklingar geta nýtt sér þessa heimild. Einstaklingurinn sjálfur fær hærri eftirlaun, ríkið fær skatta af eftirlaununum og þörfin fyrir opinberan stuðning verður minni. Það myndi lýsa mikilli skammsýni ef ríkið gripi nú til þess ráðs að minnka heimildir til sparnaðar til að auka tekjur til skamms tíma. Með því er einnig vegið að kerfi sem tekist hefur að byggja upp frá árinu 1999. Inngrip af þessu tagi eru óheppileg þegar kemur að sparnaði og það er óvíst að einstaklingar byrji aftur að spara þó svo að heimildir verði auknar á ný. Vonandi bera þingmenn gæfu til að hafna tillögu stjórnvalda um að minnka heimildir til viðbótarlífeyrissparnaðar. Það er öllum fyrir bestu.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun