Erfðabreytt matvæli og afneitun áhættunnar 13. desember 2011 06:00 Í grein sinni í Fbl. 1. des. sl. heldur Jón Hallsson áfram umræðu okkar um erfðabreytt matvæli og reynir að kasta rýrð á rannsókn franska vísindamannsins G.E. Seralini o.fl. frá 2009 sem ég vísaði til í grein 23. nóv. Niðurstaða Seralini var að gögn sem líftæknirisinn Monsanto afhenti ESB í því skyni að afla ræktunarleyfis á erfðabreyttum Bt-maís væru ótraust. Engan þarf að undra þótt Monsanto og EFSA (Matvælaöryggisstofnun Evrópu sem annast áhættumat fyrir framkvæmdanefnd ESB) hafi hafnað niðurstöðum Seralini. EFSA er nefnilega ekki eins „óháð“ og Jón heldur fram. Stofnunin hefur sætt vaxandi gagnrýni fyrir gallaðar aðferðir og skort á sjálfstæði. Samkvæmt athugun Corporate Europe Observatory, sem notar viðmið OECD, höfðu meir en helmingur (12 af 21) fulltrúa í sérfræðiráði EFSA um erfðabreyttar lífverur hagsmunatengsl við líftækniiðnaðinn þegar ráðið tók hina umdeildu ákvörðun 2009 um að mæla með ræktun á erfðabreyttum kartöflum. Ungverjaland hefur nú stefnt ESB fyrir Evrópudómstólinn fyrir að leyfa ræktun erfðabreyttra kartaflna á grundvelli gallaðs áhættumats. Austurríki, Lúxembúrg, Pólland og Frakkland gerðust aðilar að kærunni. Jón kvartar undan því að Greenpeace hafi fjármagnað rannsóknir Seralini o.fl. sem ég vísaði til. Hér fatast Jóni því hann ruglar saman tveimur aðgreindum rannsóknarverkefnum. Sænska landbúnaðarstofnunin ásamt Greenpeace o.fl. fóru í mál fyrir þýskum rétti til að knýja Monsanto til þess að opinbera gögn sem fyrirtækið beitti til að fá ræktunarleyfi á Bt-maís í Evrópu. Eftir sigur í því máli bauðst Greenpeace til að styrkja vísindalega úttekt á þessum gögnum. Seralini var falið að stýra henni sakir sjálfstæðis hans, þekkingar og hæfni á sviði sameindalíffræði. Jón lætur ekki þar við sitja og spyr hvort stuðningur Greenpeace við rannsóknina „hafi haft áhrif á niðurstöður Seralini o.fl.“ Gættu þín Jón að herma nú ekki um of eftir hegðun líftækniiðnaðarins sem þú segist ekki vilja láta spyrða þig við. Franski líftækniiðnaðurinn undir forystu Marc Fellous, forseta franska plöntulíftæknisambandsins, hleypti af stokkunum herferð til ófrægingar á Seralini, sem brást við með því að höfða meiðyrðamál á hendur Fellous fyrir frönskum rétti. Seralini vann málið í janúar á þessu ári. Umkvörtun Jóns um endurtekin ósannindi ætti hann fremur að beina til líftækniiðnaðarins í stað þess að beina henni að mér. Ekki er rúm til umfjöllunar um allar staðhæfingar sem iðnaðurinn hamrar á um erfðabreyttar afurðir og reynst hafa ósannar. Ein slík síbylja er að erfðabreyttar plöntur dragi úr eiturefnanotkun. Svonefndar Ht-plöntur eru plöntur sem erfðabreytt var til að þola eiturefni svo unnt sé að eyða samkeppni frá illgresi og öðrum plöntum. Svonefndar Bt-plöntur eru þær sem erfðabreytt var til að framleiða Bt-eitur sem drepur skordýr sem sækja í viðkomandi plöntur. Eftir því sem illgresi myndar ónæmi fyrir illgresiseyði og skordýr verða ónæmari fyrir Bt-eitri þurfa bændur að grípa til meiri og öflugri eiturefna til að ráða niðurlögum ofurillgresis og ofurskordýra. Rannsóknir Dr. C. Benbrook staðfesta, á grundvelli opinberra talnagagna, að ræktun erfðabreyttra plantna hefur haft í för með sér gríðarlegra aukningu á eiturefnanotkun í bandarískum landbúnaði. Þannig er talið að eiturefnanotkun hafi verið 144.000 tonnum meiri á fyrstu 13 árum erfðabreyttrar ræktunar (1996-2008) en verið hefði, ef erfðabreyttar Ht- og Bt-plöntur hefðu ekki verið ræktaðar. Á þeim tíma var árleg aukning á notkun glyphosates (illgresiseiturs) 18% í bómullarrækt, 10% í sojaræktun og 4% í maísræktun. Ræktun erfðabreyttra lífvera hefur aukið eiturefnanotkun sem kann að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir lýðheilsu. Rannsókn sem gerð var á vegum Sherbrooke háskólasjúkrahússins í Kanada greindi þrjár tegundir eiturefna sem tengjast ræktun erfðabreyttra plantna í blóðsermi kvenna. Glyphosate og gluphosinate sem notuð eru til illgresiseyðingar í ræktun Ht-plantna og Bt-eitur úr Bt-plöntum fundust í blóðsermi óþungaðra kvenna. Þá fannst Bt-eitur í blóðsermi ófrískra kvenna og fóstra þeirra. Þetta varpar skugga á áhættumat EFSA sem jafnan hefur haldið því fram að Bt-eiturprótein brotni niður við meltingu erfðabreyttra matvæla. Kanadíska rannsóknin bendir til þess að próteinið í heild, ekki bara brot af DNA, komist í gegnum meltingarveginn og inn í blóðið. Nú er mikilvægt að EFSA endurskoði aðferðir sínar við áhættumat og að sjálfstæðir vísindamenn verði fengnir til að rannsaka heilsufarsáhrif þess að glyphosate, glufosinate og Bt-eitur berist í blóð neytenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í grein sinni í Fbl. 1. des. sl. heldur Jón Hallsson áfram umræðu okkar um erfðabreytt matvæli og reynir að kasta rýrð á rannsókn franska vísindamannsins G.E. Seralini o.fl. frá 2009 sem ég vísaði til í grein 23. nóv. Niðurstaða Seralini var að gögn sem líftæknirisinn Monsanto afhenti ESB í því skyni að afla ræktunarleyfis á erfðabreyttum Bt-maís væru ótraust. Engan þarf að undra þótt Monsanto og EFSA (Matvælaöryggisstofnun Evrópu sem annast áhættumat fyrir framkvæmdanefnd ESB) hafi hafnað niðurstöðum Seralini. EFSA er nefnilega ekki eins „óháð“ og Jón heldur fram. Stofnunin hefur sætt vaxandi gagnrýni fyrir gallaðar aðferðir og skort á sjálfstæði. Samkvæmt athugun Corporate Europe Observatory, sem notar viðmið OECD, höfðu meir en helmingur (12 af 21) fulltrúa í sérfræðiráði EFSA um erfðabreyttar lífverur hagsmunatengsl við líftækniiðnaðinn þegar ráðið tók hina umdeildu ákvörðun 2009 um að mæla með ræktun á erfðabreyttum kartöflum. Ungverjaland hefur nú stefnt ESB fyrir Evrópudómstólinn fyrir að leyfa ræktun erfðabreyttra kartaflna á grundvelli gallaðs áhættumats. Austurríki, Lúxembúrg, Pólland og Frakkland gerðust aðilar að kærunni. Jón kvartar undan því að Greenpeace hafi fjármagnað rannsóknir Seralini o.fl. sem ég vísaði til. Hér fatast Jóni því hann ruglar saman tveimur aðgreindum rannsóknarverkefnum. Sænska landbúnaðarstofnunin ásamt Greenpeace o.fl. fóru í mál fyrir þýskum rétti til að knýja Monsanto til þess að opinbera gögn sem fyrirtækið beitti til að fá ræktunarleyfi á Bt-maís í Evrópu. Eftir sigur í því máli bauðst Greenpeace til að styrkja vísindalega úttekt á þessum gögnum. Seralini var falið að stýra henni sakir sjálfstæðis hans, þekkingar og hæfni á sviði sameindalíffræði. Jón lætur ekki þar við sitja og spyr hvort stuðningur Greenpeace við rannsóknina „hafi haft áhrif á niðurstöður Seralini o.fl.“ Gættu þín Jón að herma nú ekki um of eftir hegðun líftækniiðnaðarins sem þú segist ekki vilja láta spyrða þig við. Franski líftækniiðnaðurinn undir forystu Marc Fellous, forseta franska plöntulíftæknisambandsins, hleypti af stokkunum herferð til ófrægingar á Seralini, sem brást við með því að höfða meiðyrðamál á hendur Fellous fyrir frönskum rétti. Seralini vann málið í janúar á þessu ári. Umkvörtun Jóns um endurtekin ósannindi ætti hann fremur að beina til líftækniiðnaðarins í stað þess að beina henni að mér. Ekki er rúm til umfjöllunar um allar staðhæfingar sem iðnaðurinn hamrar á um erfðabreyttar afurðir og reynst hafa ósannar. Ein slík síbylja er að erfðabreyttar plöntur dragi úr eiturefnanotkun. Svonefndar Ht-plöntur eru plöntur sem erfðabreytt var til að þola eiturefni svo unnt sé að eyða samkeppni frá illgresi og öðrum plöntum. Svonefndar Bt-plöntur eru þær sem erfðabreytt var til að framleiða Bt-eitur sem drepur skordýr sem sækja í viðkomandi plöntur. Eftir því sem illgresi myndar ónæmi fyrir illgresiseyði og skordýr verða ónæmari fyrir Bt-eitri þurfa bændur að grípa til meiri og öflugri eiturefna til að ráða niðurlögum ofurillgresis og ofurskordýra. Rannsóknir Dr. C. Benbrook staðfesta, á grundvelli opinberra talnagagna, að ræktun erfðabreyttra plantna hefur haft í för með sér gríðarlegra aukningu á eiturefnanotkun í bandarískum landbúnaði. Þannig er talið að eiturefnanotkun hafi verið 144.000 tonnum meiri á fyrstu 13 árum erfðabreyttrar ræktunar (1996-2008) en verið hefði, ef erfðabreyttar Ht- og Bt-plöntur hefðu ekki verið ræktaðar. Á þeim tíma var árleg aukning á notkun glyphosates (illgresiseiturs) 18% í bómullarrækt, 10% í sojaræktun og 4% í maísræktun. Ræktun erfðabreyttra lífvera hefur aukið eiturefnanotkun sem kann að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir lýðheilsu. Rannsókn sem gerð var á vegum Sherbrooke háskólasjúkrahússins í Kanada greindi þrjár tegundir eiturefna sem tengjast ræktun erfðabreyttra plantna í blóðsermi kvenna. Glyphosate og gluphosinate sem notuð eru til illgresiseyðingar í ræktun Ht-plantna og Bt-eitur úr Bt-plöntum fundust í blóðsermi óþungaðra kvenna. Þá fannst Bt-eitur í blóðsermi ófrískra kvenna og fóstra þeirra. Þetta varpar skugga á áhættumat EFSA sem jafnan hefur haldið því fram að Bt-eiturprótein brotni niður við meltingu erfðabreyttra matvæla. Kanadíska rannsóknin bendir til þess að próteinið í heild, ekki bara brot af DNA, komist í gegnum meltingarveginn og inn í blóðið. Nú er mikilvægt að EFSA endurskoði aðferðir sínar við áhættumat og að sjálfstæðir vísindamenn verði fengnir til að rannsaka heilsufarsáhrif þess að glyphosate, glufosinate og Bt-eitur berist í blóð neytenda.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun