Dýrafjarðargöng eru lífsnauðsyn fyrir samfélagið 15. desember 2011 06:00 Dýrafjarðargöng eru mikilvægasta samgöngubót á Vestfjörðum til að tengja saman þéttbýlisstaði og byggðir Ísafjarðarsýslu og Barðastrandarsýslu. Dýrafjarðargöng munu leysa af veginn um Hrafnseyrarheiði, einn hæsta og erfiðasta fjallveg á landinu, og stytta leiðina á milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar um 27 kílómetra. Hrafnseyrarheiði er sú heiði sem yfirleitt verður fyrst ófær, af öllum heiðum Vestfjarða, og sú heiði sem síðast er opnuð á vorin. Hrafnseyrarheiði er versta hindrun í frekari samvinnu og samtengingu byggða á Vestfjörðum. Vestfirðingar vilja Dýrafjarðargöng. Við endurskoðun vegaáætlunar eftir hrunið, árið 2010, var ákveðið að á árinu 2012 yrði veitt fjármunum bæði í Dýrafjarðargöng og Norðfjarðargöng, með fyrirheiti um áframhald á fjárveitingum næstu ár. Samgöngunefnd Alþingis sagði þá í nefndaráliti sínu: „Fyrir nefndinni kom fram það sjónarmið að samtenging byggða á Vestfjörðum væri að mörgu leyti sérstök og að taka yrði tillit til þess við gerð samgönguáætlunar. Nefndin telur að gerð jarðganga á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar efli samgöngur á milli byggða er nú tengjast saman með malarvegum og verða fyrir verulegum samgöngutruflunum yfir vetrartímann.“ Þingsályktun um samgönguáætlun áranna 2009-2012 var samþykkt á Alþingi 15. júní 2010. Röksemdir nefndarinnar eru enn í fullu gildi. Rifja má upp að í eldri samgönguáætlun var gert ráð fyrir að Dýrafjarðargöng yrðu byggð á árunum 2011-2014. Eftir harkalegan niðurskurð í þorski árið 2007 (og í samræmi við bjartsýnisæði þess tíma) var boðað að flýta ætti framkvæmdinni þannig að göngin gætu orðið tilbúin árið 2012. En þeir tímar eru liðnir og koma ekki aftur. Árið 2009 vann Náttúrustofa Vestfjarða frummatsskýrslu fyrir Vegagerðina vegna jarðganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Niðurstaða skýrslunnar er sú að umhverfisáhrif af völdum jarðganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar séu að mestu óveruleg. Hins vegar séu áhrif á samgöngur og samfélög verulega jákvæð. Það má því segja að allt sé tilbúið til að setja göngin í útboð. Nú berast þær fréttir að leggja skuli fyrir Alþingi nýja samgönguáætlun, langtímaáætlun áranna 2011-2022 þar sem ekki er fyrirhugað að grafa nein göng næstu fjögur árin og að Dýrafjarðargöng verði aftur sett aftast í langtímaáætlun. Framkvæmdin frestist því til ársins 2022, eða jafnvel lengur. Þetta er algerlega ófært fyrir okkur Vestfirðinga. Enn ein frestunin á framkvæmdum við Dýrafjarðargöng er hættuleg fyrir framtíð byggðar á Vestfjörðum og hindrar frekari þróun í atvinnuháttum og byggðaþróun. Þróun sem Vestfirðingar gera sér vonir um að geti hafist nú, með nýrri sjávarútvegsstefnu og uppbyggingu í fiskeldi og fleiri greinum. Seinkun Dýrafjarðarganga mun draga enn úr nýrri sókn byggðanna. Það eru ekki þau skilaboð sem Vestfirðingar þurfa, eftir hrakfarir síðustu áratuga undir ofríki rangláts kvótakerfis, einkavinavæðingar og öfgafrjálshyggju. Nú verða Vestfirðingar að standa saman um kröfuna um Dýrafjarðargöng á næstu fimm árum. Allir sem einn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Sjá meira
Dýrafjarðargöng eru mikilvægasta samgöngubót á Vestfjörðum til að tengja saman þéttbýlisstaði og byggðir Ísafjarðarsýslu og Barðastrandarsýslu. Dýrafjarðargöng munu leysa af veginn um Hrafnseyrarheiði, einn hæsta og erfiðasta fjallveg á landinu, og stytta leiðina á milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar um 27 kílómetra. Hrafnseyrarheiði er sú heiði sem yfirleitt verður fyrst ófær, af öllum heiðum Vestfjarða, og sú heiði sem síðast er opnuð á vorin. Hrafnseyrarheiði er versta hindrun í frekari samvinnu og samtengingu byggða á Vestfjörðum. Vestfirðingar vilja Dýrafjarðargöng. Við endurskoðun vegaáætlunar eftir hrunið, árið 2010, var ákveðið að á árinu 2012 yrði veitt fjármunum bæði í Dýrafjarðargöng og Norðfjarðargöng, með fyrirheiti um áframhald á fjárveitingum næstu ár. Samgöngunefnd Alþingis sagði þá í nefndaráliti sínu: „Fyrir nefndinni kom fram það sjónarmið að samtenging byggða á Vestfjörðum væri að mörgu leyti sérstök og að taka yrði tillit til þess við gerð samgönguáætlunar. Nefndin telur að gerð jarðganga á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar efli samgöngur á milli byggða er nú tengjast saman með malarvegum og verða fyrir verulegum samgöngutruflunum yfir vetrartímann.“ Þingsályktun um samgönguáætlun áranna 2009-2012 var samþykkt á Alþingi 15. júní 2010. Röksemdir nefndarinnar eru enn í fullu gildi. Rifja má upp að í eldri samgönguáætlun var gert ráð fyrir að Dýrafjarðargöng yrðu byggð á árunum 2011-2014. Eftir harkalegan niðurskurð í þorski árið 2007 (og í samræmi við bjartsýnisæði þess tíma) var boðað að flýta ætti framkvæmdinni þannig að göngin gætu orðið tilbúin árið 2012. En þeir tímar eru liðnir og koma ekki aftur. Árið 2009 vann Náttúrustofa Vestfjarða frummatsskýrslu fyrir Vegagerðina vegna jarðganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Niðurstaða skýrslunnar er sú að umhverfisáhrif af völdum jarðganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar séu að mestu óveruleg. Hins vegar séu áhrif á samgöngur og samfélög verulega jákvæð. Það má því segja að allt sé tilbúið til að setja göngin í útboð. Nú berast þær fréttir að leggja skuli fyrir Alþingi nýja samgönguáætlun, langtímaáætlun áranna 2011-2022 þar sem ekki er fyrirhugað að grafa nein göng næstu fjögur árin og að Dýrafjarðargöng verði aftur sett aftast í langtímaáætlun. Framkvæmdin frestist því til ársins 2022, eða jafnvel lengur. Þetta er algerlega ófært fyrir okkur Vestfirðinga. Enn ein frestunin á framkvæmdum við Dýrafjarðargöng er hættuleg fyrir framtíð byggðar á Vestfjörðum og hindrar frekari þróun í atvinnuháttum og byggðaþróun. Þróun sem Vestfirðingar gera sér vonir um að geti hafist nú, með nýrri sjávarútvegsstefnu og uppbyggingu í fiskeldi og fleiri greinum. Seinkun Dýrafjarðarganga mun draga enn úr nýrri sókn byggðanna. Það eru ekki þau skilaboð sem Vestfirðingar þurfa, eftir hrakfarir síðustu áratuga undir ofríki rangláts kvótakerfis, einkavinavæðingar og öfgafrjálshyggju. Nú verða Vestfirðingar að standa saman um kröfuna um Dýrafjarðargöng á næstu fimm árum. Allir sem einn.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun