Gerendur taki ábyrgð á sjálfum sér 15. desember 2011 06:00 Ég er ein af þeim manneskjum sem urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi sem barn. Eins og svo oft tengdist gerandinn inn í fjölskylduna mína. Ég er líka dæmigerður þolandi sem tók á sig ábyrgðina á ofbeldinu, bar sökina og skömmina í hljóði. Ég réði ekkert við að burðast með ljótu sjálfsmyndina mína en hafði bara alls ekki hugmynd um það. Vissi ekki að ég yfirgaf sjálfa mig daginn sem ofbeldið hófst, hætti að lifa en varð snillingur í að lifa af. Ég afbar það einfaldlega ekki að vera ljóta ég. Mín leið til að þrauka gegnum líf mitt var að gera öðrum lífið bærilegt. Gleyma sjálfri mér í lífi fólksins í kringum mig, drekka í mig þakklæti þess og safna þeim prikum í sarpinn minn. En það var sama hversu þakklætis- og viðurkenningarprikin mín urðu mörg, þau gerðu aldrei misheppnuðu mig að fallegri manneskju. Þannig upplifði ég líf mitt fram að þrítugu, þegar ég loks hrundi og fékk hjálp. Þá komst ég ekki lengur hjá því að mæta sjálfri mér. Sem betur fer, því þá sá ég að litla ljóta barnið ég hefur aldrei verið til. Og að það er ekkert athugavert við mig. Sá sem framdi á mér ofbeldi þegar ég var lítið barn notaði á mig sömu aðferð og allir gera sem meiða börn. Kom ábyrgðinni á því yfir á mig og kom því rækilega til skila að ef ég vogaði mér nokkurn tímann að segja frá þá kæmust allir að því hve vond manneskja ég væri. Mér yrði úthýst af þeim sem ég elskaði. Það er ekkert skrýtið að ég skuli hafa yfirgefið sjálfa mig sem barn. Þvílíkur léttir að segja frá og skila ofbeldinu heim til sín. Geta talað um líf mitt eins og það raunverulega var. Vera aftur ég sjálf, með tilfinningar, væntingar og alvöru bros. Allt breyttist og það fóru að vaxa falleg blóm í garðinum mínum. Líka þótt sumt af því gerðist sem gerandinn hótaði mér ef ég segði frá. Mér var úthýst af fólki sem ég elskaði. Sumir lokuðu strax á mig og sögðu að ég væri klikkuð, vond og lygin. Það var mikið sjokk. Aðrir komu því til skila að ég ætti stuðning þeirra, ef ég gerði ekki þá kröfu að saga mín hefði einhver áhrif á líf þeirra. Það þýddi að ég mátti vera ég sjálf í völdum aðstæðum. Ekki þar sem það gat verið óþægilegt fyrir aðra að taka skýra afstöðu með sögu minni. Mér þykir leiðinlegt að segja frá því að ég lét stilla mér svona upp, allt of lengi. En ekki lengur og aldrei framar. Ég á líka yndislegt fólk að, manneskjur sem yfirgáfu mig aldrei fyrir að segja satt og fólk sem hefur komið inn í líf mitt eftir að ég fór að standa með sjálfri mér. Það mikilvægasta er að ég lifi mínu eigin lífi. Sama hvernig það var og er eða hvað aðrir hafa um það að segja. Er það ekki lygilegt að í upplýstu samfélagi skuli ekki enn vera búið að létta þeirri kröfu af þolendum kynferðislegs ofbeldis að þeir burðist með ábyrgð gerendanna? En ég skynja breytingar í loftinu. Breytingar sem skila einhverju til minnar kynslóðar og miklu inn í framtíðina. Ég trúi að í gegnum átökin í umræðunni skilji æ fleiri hversu alvarlegt og algengt kynferðisofbeldi er, hvernig það þrífst í þöggun og hvað það getur þýtt fyrir þolendur að segja frá. Það er líka að síast í gegn hvernig við verðum öll að opna á þann möguleika að okkar eigin ástvinir geti allt eins verið gerendur og þolendur. Að við þurfum að byggja upp kjark til að líta ekki undan þeim veruleika. Svo munstrið haldi ekki áfram inn í framtíðina, í börnunum okkar. Þessi þróun verður samt ekki af sjálfu sér, heldur kristallast í einstaklingsbyltingunum sem eru í gangi. Við þurfum svo mikið á þessum byltingum að halda. Ég sé fólk forherðast í átökunum en sem betur fer sé ég fleiri breytast, læra. Ég skynja framþróun. Svo kemur að því að við getum talað um gerendur án þess að annað hvort upphefja þá í afneitun eða útskúfa þeim sem úrhrökum. Við munum láta þá og leyfa þeim að taka ábyrgð á sjálfum sér. Þá fyrst frelsar samfélagið þolendur undan því hlutverki að bera ábyrgðina fyrir gerendur. Við erum nefnilega hjarðdýr og þótt við þolendur náum því kýrskýrt að ábyrgðin er engan veginn okkar, þá búum við í samfélagi manna sem þarf jafnframt að losa okkur undan þeirri ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Ég er ein af þeim manneskjum sem urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi sem barn. Eins og svo oft tengdist gerandinn inn í fjölskylduna mína. Ég er líka dæmigerður þolandi sem tók á sig ábyrgðina á ofbeldinu, bar sökina og skömmina í hljóði. Ég réði ekkert við að burðast með ljótu sjálfsmyndina mína en hafði bara alls ekki hugmynd um það. Vissi ekki að ég yfirgaf sjálfa mig daginn sem ofbeldið hófst, hætti að lifa en varð snillingur í að lifa af. Ég afbar það einfaldlega ekki að vera ljóta ég. Mín leið til að þrauka gegnum líf mitt var að gera öðrum lífið bærilegt. Gleyma sjálfri mér í lífi fólksins í kringum mig, drekka í mig þakklæti þess og safna þeim prikum í sarpinn minn. En það var sama hversu þakklætis- og viðurkenningarprikin mín urðu mörg, þau gerðu aldrei misheppnuðu mig að fallegri manneskju. Þannig upplifði ég líf mitt fram að þrítugu, þegar ég loks hrundi og fékk hjálp. Þá komst ég ekki lengur hjá því að mæta sjálfri mér. Sem betur fer, því þá sá ég að litla ljóta barnið ég hefur aldrei verið til. Og að það er ekkert athugavert við mig. Sá sem framdi á mér ofbeldi þegar ég var lítið barn notaði á mig sömu aðferð og allir gera sem meiða börn. Kom ábyrgðinni á því yfir á mig og kom því rækilega til skila að ef ég vogaði mér nokkurn tímann að segja frá þá kæmust allir að því hve vond manneskja ég væri. Mér yrði úthýst af þeim sem ég elskaði. Það er ekkert skrýtið að ég skuli hafa yfirgefið sjálfa mig sem barn. Þvílíkur léttir að segja frá og skila ofbeldinu heim til sín. Geta talað um líf mitt eins og það raunverulega var. Vera aftur ég sjálf, með tilfinningar, væntingar og alvöru bros. Allt breyttist og það fóru að vaxa falleg blóm í garðinum mínum. Líka þótt sumt af því gerðist sem gerandinn hótaði mér ef ég segði frá. Mér var úthýst af fólki sem ég elskaði. Sumir lokuðu strax á mig og sögðu að ég væri klikkuð, vond og lygin. Það var mikið sjokk. Aðrir komu því til skila að ég ætti stuðning þeirra, ef ég gerði ekki þá kröfu að saga mín hefði einhver áhrif á líf þeirra. Það þýddi að ég mátti vera ég sjálf í völdum aðstæðum. Ekki þar sem það gat verið óþægilegt fyrir aðra að taka skýra afstöðu með sögu minni. Mér þykir leiðinlegt að segja frá því að ég lét stilla mér svona upp, allt of lengi. En ekki lengur og aldrei framar. Ég á líka yndislegt fólk að, manneskjur sem yfirgáfu mig aldrei fyrir að segja satt og fólk sem hefur komið inn í líf mitt eftir að ég fór að standa með sjálfri mér. Það mikilvægasta er að ég lifi mínu eigin lífi. Sama hvernig það var og er eða hvað aðrir hafa um það að segja. Er það ekki lygilegt að í upplýstu samfélagi skuli ekki enn vera búið að létta þeirri kröfu af þolendum kynferðislegs ofbeldis að þeir burðist með ábyrgð gerendanna? En ég skynja breytingar í loftinu. Breytingar sem skila einhverju til minnar kynslóðar og miklu inn í framtíðina. Ég trúi að í gegnum átökin í umræðunni skilji æ fleiri hversu alvarlegt og algengt kynferðisofbeldi er, hvernig það þrífst í þöggun og hvað það getur þýtt fyrir þolendur að segja frá. Það er líka að síast í gegn hvernig við verðum öll að opna á þann möguleika að okkar eigin ástvinir geti allt eins verið gerendur og þolendur. Að við þurfum að byggja upp kjark til að líta ekki undan þeim veruleika. Svo munstrið haldi ekki áfram inn í framtíðina, í börnunum okkar. Þessi þróun verður samt ekki af sjálfu sér, heldur kristallast í einstaklingsbyltingunum sem eru í gangi. Við þurfum svo mikið á þessum byltingum að halda. Ég sé fólk forherðast í átökunum en sem betur fer sé ég fleiri breytast, læra. Ég skynja framþróun. Svo kemur að því að við getum talað um gerendur án þess að annað hvort upphefja þá í afneitun eða útskúfa þeim sem úrhrökum. Við munum láta þá og leyfa þeim að taka ábyrgð á sjálfum sér. Þá fyrst frelsar samfélagið þolendur undan því hlutverki að bera ábyrgðina fyrir gerendur. Við erum nefnilega hjarðdýr og þótt við þolendur náum því kýrskýrt að ábyrgðin er engan veginn okkar, þá búum við í samfélagi manna sem þarf jafnframt að losa okkur undan þeirri ábyrgð.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun