Framtíð mannkyns veltur á menntun kvenna Valdimar Tr. Hafstein skrifar 15. desember 2011 06:00 Ein af hverjum fjórum stúlkum á aldrinum 11-15 ára á ekki völ á skólagöngu. Í Afríku fær ekki nema ein af hverjum þremur stúlkum gagnfræðamenntun. Af 796 milljónum fullorðinna jarðarbúa sem eru ólæsir eru 2/3 konur. Aðeins í þriðjungi ríkja heimsins hafa drengir og stúlkur jafna möguleika á að ganga í gagnfræðaskóla. Ýmsar hindranir eru í vegi fyrir því að stúlkur njóti skólagöngu til jafns við drengi. Sums staðar stendur snemmbúið hjónaband og barneignir í vegi fyrir því að stúlkur fái að ganga í skóla á unglingsárum. Þá skortir þær og foreldrana víða fyrirmyndir annarra menntaðra kvenna og oft á áhugaleysi foreldranna stóran hlut að máli í að stúlkurnar njóta ekki skólagöngu til jafns við bræður sína. Ekki má heldur gleyma því að kynbundið ofbeldi gegn skólastúlkum og kennurum þeirra fær sums staðar að líðast og fælir stúlkur frá því að sækja skóla og foreldra þeirra frá því að senda þær þangað. Börn læsra kvenna 50% líklegri til að lifaÞað er hins vegar til mikils að vinna að gera stúlkum kleift að ganga í skóla til jafns við drengi. Jafnrétti á þessu sviði er lífsspursmál fyrir mannkynið allt. Talið er að það gæti bjargað allt að 1,8 milljónum mannslífa á ári ef stúlkur í Afríku sunnan Sahara gengju almennt í gagnfræðaskóla. Konur með gagnfræðapróf eru fimm sinnum líklegri en kynsystur þeirra til að hafa fræðst um alnæmi og varnir gegn því. Hvert ár sem bætist við skólagöngu stúlkna lækkar fæðingartíðni um 10%. Þannig eiga gagnfræðaskólagengnar konur í Malí að meðaltali þrjú börn en ómenntaðar konur eiga að meðaltali sjö börn. Börn sem læsar konur ala upp eru 50% líklegri til að ná fimm ára aldri en börn ólæsra kvenna. Fyrr á þessu ári hrinti UNESCO (mennta-, vísinda-, fjölmiðla- og menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna) úr vör samstarfsverkefni um menntun stúlkna og kvenna, með þátttöku fjölda stofnana, félagasamtaka og fyrirtækja um heim allan. Samstarfsverkefnið leggur höfuðáherslu á gagnfræðamenntun stúlkna og fullorðinsfræðslu kvenna. Það kemur í framhaldi af áherslunum í starfi undanfarinna ára, en fyrir hönd alþjóðasamfélagsins og í samstarfi við marga aðila hefur UNESCO róið öllum árum að því marki að öll börn alls staðar í heiminum eigi kost á barnaskólamenntun. Þetta er eitt af þúsaldarmarkmiðunum í þróunarmálum og er á meðal þeirra markmiða sem alþjóðasamfélaginu hefur orðið hvað mest ágengt með að nálgast. „Sættu þig aldrei við minni menntun en bróðir þinn fær“Á aðalráðstefnu UNESCO í liðnum mánuði sló Irena Bokova, framkvæmdastjóri UNESCO, því föstu að menntun kvenna geymdi lykilinn að bættri framtíð mannkyns. Þetta hafa ótal rannsóknir sýnt og það eru núorðið viðtekin sannindi að ef takast á að uppræta fátækt, vernda umhverfið og tryggja frið er nauðsynlegt að konur fái menntun. „Ungar stúlkur og konur eru að breyta heiminum,“ bætti Bokova við. „Við verðum að gefa þeim verkfærin sem þær þurfa til að móta heiminn eftir sínu höfði. Það eru engar hindranir sem ekki er hægt að yfirstíga í vegi fyrir því að kynjajöfnuður verði staðreynd og allir fái menntun,“ sagði framkvæmdastjóri UNESCO. Vigdís Finnbogadóttir, velgjörðarsendiherra UNESCO og náinn ráðgjafi framkvæmdastjórans, flutti ávarp við sama tækifæri og undirstrikaði mikilvægi þessa verkefnis: „Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að bjarga mannkyninu. Það geta konur gert.“ Skilaboðin sem Vigdís færði stúlkum um heim allan voru þessi: „Sæktu þér menntun og sættu þig aldrei við skemmri menntun en bróðir þinn fær.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Ein af hverjum fjórum stúlkum á aldrinum 11-15 ára á ekki völ á skólagöngu. Í Afríku fær ekki nema ein af hverjum þremur stúlkum gagnfræðamenntun. Af 796 milljónum fullorðinna jarðarbúa sem eru ólæsir eru 2/3 konur. Aðeins í þriðjungi ríkja heimsins hafa drengir og stúlkur jafna möguleika á að ganga í gagnfræðaskóla. Ýmsar hindranir eru í vegi fyrir því að stúlkur njóti skólagöngu til jafns við drengi. Sums staðar stendur snemmbúið hjónaband og barneignir í vegi fyrir því að stúlkur fái að ganga í skóla á unglingsárum. Þá skortir þær og foreldrana víða fyrirmyndir annarra menntaðra kvenna og oft á áhugaleysi foreldranna stóran hlut að máli í að stúlkurnar njóta ekki skólagöngu til jafns við bræður sína. Ekki má heldur gleyma því að kynbundið ofbeldi gegn skólastúlkum og kennurum þeirra fær sums staðar að líðast og fælir stúlkur frá því að sækja skóla og foreldra þeirra frá því að senda þær þangað. Börn læsra kvenna 50% líklegri til að lifaÞað er hins vegar til mikils að vinna að gera stúlkum kleift að ganga í skóla til jafns við drengi. Jafnrétti á þessu sviði er lífsspursmál fyrir mannkynið allt. Talið er að það gæti bjargað allt að 1,8 milljónum mannslífa á ári ef stúlkur í Afríku sunnan Sahara gengju almennt í gagnfræðaskóla. Konur með gagnfræðapróf eru fimm sinnum líklegri en kynsystur þeirra til að hafa fræðst um alnæmi og varnir gegn því. Hvert ár sem bætist við skólagöngu stúlkna lækkar fæðingartíðni um 10%. Þannig eiga gagnfræðaskólagengnar konur í Malí að meðaltali þrjú börn en ómenntaðar konur eiga að meðaltali sjö börn. Börn sem læsar konur ala upp eru 50% líklegri til að ná fimm ára aldri en börn ólæsra kvenna. Fyrr á þessu ári hrinti UNESCO (mennta-, vísinda-, fjölmiðla- og menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna) úr vör samstarfsverkefni um menntun stúlkna og kvenna, með þátttöku fjölda stofnana, félagasamtaka og fyrirtækja um heim allan. Samstarfsverkefnið leggur höfuðáherslu á gagnfræðamenntun stúlkna og fullorðinsfræðslu kvenna. Það kemur í framhaldi af áherslunum í starfi undanfarinna ára, en fyrir hönd alþjóðasamfélagsins og í samstarfi við marga aðila hefur UNESCO róið öllum árum að því marki að öll börn alls staðar í heiminum eigi kost á barnaskólamenntun. Þetta er eitt af þúsaldarmarkmiðunum í þróunarmálum og er á meðal þeirra markmiða sem alþjóðasamfélaginu hefur orðið hvað mest ágengt með að nálgast. „Sættu þig aldrei við minni menntun en bróðir þinn fær“Á aðalráðstefnu UNESCO í liðnum mánuði sló Irena Bokova, framkvæmdastjóri UNESCO, því föstu að menntun kvenna geymdi lykilinn að bættri framtíð mannkyns. Þetta hafa ótal rannsóknir sýnt og það eru núorðið viðtekin sannindi að ef takast á að uppræta fátækt, vernda umhverfið og tryggja frið er nauðsynlegt að konur fái menntun. „Ungar stúlkur og konur eru að breyta heiminum,“ bætti Bokova við. „Við verðum að gefa þeim verkfærin sem þær þurfa til að móta heiminn eftir sínu höfði. Það eru engar hindranir sem ekki er hægt að yfirstíga í vegi fyrir því að kynjajöfnuður verði staðreynd og allir fái menntun,“ sagði framkvæmdastjóri UNESCO. Vigdís Finnbogadóttir, velgjörðarsendiherra UNESCO og náinn ráðgjafi framkvæmdastjórans, flutti ávarp við sama tækifæri og undirstrikaði mikilvægi þessa verkefnis: „Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að bjarga mannkyninu. Það geta konur gert.“ Skilaboðin sem Vigdís færði stúlkum um heim allan voru þessi: „Sæktu þér menntun og sættu þig aldrei við skemmri menntun en bróðir þinn fær.“
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun