Breytingar í Bláfjöllum 15. desember 2011 06:00 Í mars 2007 skrifaði ég grein í Morgunblaðið sem bar heitið „Snjóleysi í Bláfjöllum?“ Greinin var ádeila á rekstur skíðasvæðisins, sér í lagi hvers vegna ekki væru snjógirðingar til staðar til að tryggja snjó í helstu skíðaleiðum svæðisins. Sérstaklega í ljósi þess hve gríðarlega vindasamt er á svæðinu og snjór sest og helst illa í brekkunum. Bent var á að nauðsyn þess að að virkja þá gríðarlegu ókeypis efnisflutninga sem eiga sér stað í skafrenningi með einföldum snjógirðingum. Fanga þannig efnið og halda því í brekkunum. Hvernig svo sem það atvikaðist fór það svo að sumarið 2008 var farið af fullum þunga að vinna að landmótun, þ.e. lagfæra og slétta brekkur, og girða með tveggja metra háum snjógirðingum. Núna safnast snjórinn í skíðaleiðirnar í stað þess að fjúka burtu, þökk sé girðingunum. Auk þess þarf nú mun minni snjó til að opna brekkurnar vegna þess hve sléttar þær eru. Þetta er bylting frá því sem áður var. Skíðafólk getur þakkað stóran hluta opnunardaga síðastliðna vetur þessum breytingum. Fyrir sáralitla fjármuni hefur tekist að tryggja snjó miklu betur í skíðaleiðum og þar með bæta rekstargrundvöll svæðisins. En betur má ef duga skal. Það þarf nefnilega að landmóta miklu stærra svæði og girða. Á suðvesturhorninu býr nefnilega meira en 2/3 hlutar þjóðarinnar. Og hefur aðeins aðgang að þessu eina mjög svo fjársvelta skíðasvæði. Snjógirðingar og landmótun eru einnig forsenda þess að hægt sé að fara í snjóframleiðslu svo eitthvert vit sé í. Að öðrum kosti fýkur framleiddur snjórinn burtu rétt eins og sá náttúrulegi. En girðingar hafa líka sína miklu galla. Þetta eru jarðföst mannvirki og lífshættulegt að lenda á þeim á einhverri ferð. Snjógirðing byggir á sverum niðurgröfnum staurum (trjábolum) með þriggja metra millibili. Á þessu hangir gisin klæðning. Þetta er groddalegt og gisið. Þetta er hálfgerður skógur. Víða erlendis skíða menn í braut sem rudd hefur verið gegnum skóg. Skíða með tré á báða bóga. Erlendis setja menn ekki púða á hvert tré í öryggisskyni. Það er talinn ógjörningur. Girðingarnar liggja meðfram skíðaleiðunum og eru þannig séð okkar skógur. Við skíðum með þær á báða bóga. Að ætla sér að púða hvern staur og hverja spýtu er ekki raunhæft. Þó að unnið sé að úrbótum er vandséð hvernig hægt er að gera girðingar hættuminni. Skíðamaðurinn verður einfaldlega að læra að lifa með þessum mannvirkjum. Best er að halda sig í hæfilegri fjarlægð og skíða ekki of hratt. Flest slys má rekja til glannaskapar þegar skíðað er of hratt miðað við getu og aðstæður. Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður ekki rekið án snjógirðinga. Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Ýmis önnur jarðföst mannvirki eru nálægt skíðaleiðum, að ógleymdu grjóti og klettum. Lyftustaurar, ljósastaurar, lyftuskúrar o.s.frv. Reynt er að setja höggvarnir (púða) á hættumestu staðina. Það er hins vegar engin trygging fyrir því að ekki illa fari, lendi menn á slíku á mikilli ferð. Og ógjörningur er að púða allt. Skíðamaðurinn sjálfur verður að passa sig. Það gerir það enginn fyrir hann. Sem skíðagæslumaður kem ég að flestum slysum á svæðinu. Almennt séð eru verstu slysin þegar fólk lendir á einhverju jarðföstu, þar á meðal girðingum. Þeir eru orðnir margir brotnir hjálmarnir sem ég hef tekið af fólki. Sem betur fer því ef það er ekki hjálmurinn þá væri það eitthvað dýrmætara. Hjálmur hefur og getur bjargað mannslífi. Það ættu því allir að nota slíkan búnað. Öll viljum við koma heil heim. Förum því varlega á skíðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í mars 2007 skrifaði ég grein í Morgunblaðið sem bar heitið „Snjóleysi í Bláfjöllum?“ Greinin var ádeila á rekstur skíðasvæðisins, sér í lagi hvers vegna ekki væru snjógirðingar til staðar til að tryggja snjó í helstu skíðaleiðum svæðisins. Sérstaklega í ljósi þess hve gríðarlega vindasamt er á svæðinu og snjór sest og helst illa í brekkunum. Bent var á að nauðsyn þess að að virkja þá gríðarlegu ókeypis efnisflutninga sem eiga sér stað í skafrenningi með einföldum snjógirðingum. Fanga þannig efnið og halda því í brekkunum. Hvernig svo sem það atvikaðist fór það svo að sumarið 2008 var farið af fullum þunga að vinna að landmótun, þ.e. lagfæra og slétta brekkur, og girða með tveggja metra háum snjógirðingum. Núna safnast snjórinn í skíðaleiðirnar í stað þess að fjúka burtu, þökk sé girðingunum. Auk þess þarf nú mun minni snjó til að opna brekkurnar vegna þess hve sléttar þær eru. Þetta er bylting frá því sem áður var. Skíðafólk getur þakkað stóran hluta opnunardaga síðastliðna vetur þessum breytingum. Fyrir sáralitla fjármuni hefur tekist að tryggja snjó miklu betur í skíðaleiðum og þar með bæta rekstargrundvöll svæðisins. En betur má ef duga skal. Það þarf nefnilega að landmóta miklu stærra svæði og girða. Á suðvesturhorninu býr nefnilega meira en 2/3 hlutar þjóðarinnar. Og hefur aðeins aðgang að þessu eina mjög svo fjársvelta skíðasvæði. Snjógirðingar og landmótun eru einnig forsenda þess að hægt sé að fara í snjóframleiðslu svo eitthvert vit sé í. Að öðrum kosti fýkur framleiddur snjórinn burtu rétt eins og sá náttúrulegi. En girðingar hafa líka sína miklu galla. Þetta eru jarðföst mannvirki og lífshættulegt að lenda á þeim á einhverri ferð. Snjógirðing byggir á sverum niðurgröfnum staurum (trjábolum) með þriggja metra millibili. Á þessu hangir gisin klæðning. Þetta er groddalegt og gisið. Þetta er hálfgerður skógur. Víða erlendis skíða menn í braut sem rudd hefur verið gegnum skóg. Skíða með tré á báða bóga. Erlendis setja menn ekki púða á hvert tré í öryggisskyni. Það er talinn ógjörningur. Girðingarnar liggja meðfram skíðaleiðunum og eru þannig séð okkar skógur. Við skíðum með þær á báða bóga. Að ætla sér að púða hvern staur og hverja spýtu er ekki raunhæft. Þó að unnið sé að úrbótum er vandséð hvernig hægt er að gera girðingar hættuminni. Skíðamaðurinn verður einfaldlega að læra að lifa með þessum mannvirkjum. Best er að halda sig í hæfilegri fjarlægð og skíða ekki of hratt. Flest slys má rekja til glannaskapar þegar skíðað er of hratt miðað við getu og aðstæður. Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður ekki rekið án snjógirðinga. Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Ýmis önnur jarðföst mannvirki eru nálægt skíðaleiðum, að ógleymdu grjóti og klettum. Lyftustaurar, ljósastaurar, lyftuskúrar o.s.frv. Reynt er að setja höggvarnir (púða) á hættumestu staðina. Það er hins vegar engin trygging fyrir því að ekki illa fari, lendi menn á slíku á mikilli ferð. Og ógjörningur er að púða allt. Skíðamaðurinn sjálfur verður að passa sig. Það gerir það enginn fyrir hann. Sem skíðagæslumaður kem ég að flestum slysum á svæðinu. Almennt séð eru verstu slysin þegar fólk lendir á einhverju jarðföstu, þar á meðal girðingum. Þeir eru orðnir margir brotnir hjálmarnir sem ég hef tekið af fólki. Sem betur fer því ef það er ekki hjálmurinn þá væri það eitthvað dýrmætara. Hjálmur hefur og getur bjargað mannslífi. Það ættu því allir að nota slíkan búnað. Öll viljum við koma heil heim. Förum því varlega á skíðum.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun