Lýsi þeim sem sitja í myrkri Toshiki Toma skrifar 22. desember 2011 06:00 Um daginn samþykkti Alþingi frumvarp um að veita 24 einstaklingum ríkisborgararétt. Þá fékk hælisleitandi frá Íran, Mehdi Kavyanpoor, að verða Íslendingur. Mehdi hafði dvalið um sjö ár hérlendis en hann sótti um hæli á Íslandi árið 2005. Sem prestur innflytjenda og vinur hans fagna ég þessum úrslitum í máli Mehdi. En um leið langar mig að minna ykkur á að þetta er ekki niðurstaðan í máli allra þeirra sem hælis leita hér á landi. Það eru fleiri sem eru í samsvarandi limbó-stöðu og bíða lengi eftir því að komast inn í venjulegt samfélag eins og Mehdi hefur nú gert. Ungur maður sem ég þekki sótti um hæli á Íslandi fyrir tíu árum en hann hefur ekki fengið venjulegt dvalarleyfi en býr engu að síður á Íslandi. Máli hans var synjað, samt getur innanríkisráðuneytið ekki sent hann til heimalandsins vegna sérstakrar ástæðu. Hann býr því á Íslandi með síendurnýjað takmarkað dvalarleyfi en hefur aldrei orðið almennur þegn þjóðfélagsins. Niðurstaðan í máli Mehdi er góð. En ein ástæða þess var sú að hann fékk mikla umfjöllun í fjölmiðlunum, þar sem athafnir hans vöktu athygli eins og hungurverkfall og mótmæli á skrifstofu Rauða krossins, enda margir í samfélaginu sem sýndu Mehdi stöðu. Áðurnefndur maður spurði mig: „Verð ég líka að kveikja í mér til að mál mitt fái einhvern framgang?“ Hann óttist að hann „gleymist“. En mótmæli eins og að reyna sjálfsvíg eða skaða sig alvarlega á ekki að vera skilyrði, að sjálfsögðu, til þess að fá hælisumsókn án tafar. Mál Mehdi fékk góða niðurstöðu með samþykkt Alþingis, en ekki með ákvörðun Útlendingastofnunar eða innanríkisráðuneytisins en í þeim farvegi átti mál Mehdi að vera. Ég tel þá staðreynd vera gagnrýni löggjafarvalds þjóðarinnar á störf framkvæmdarvaldsins, þ.ám dómsmálayfirvalda, sem skorti vilja til þess að leita réttlætis fyrir hælisumsækjanda sem fyrir vikið þurfti að bíða milli vonar og ótta árum saman. Ég óska eftir því að framkvæmdayfirvaldið sýni það hugrekki að endurskoða vinnubrögðin hjá sér og bæta þau, svo að ljós mannúðar og mannréttinda lýsi öllum hælisleitendum sem sitja í myrkri hérlendis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Um daginn samþykkti Alþingi frumvarp um að veita 24 einstaklingum ríkisborgararétt. Þá fékk hælisleitandi frá Íran, Mehdi Kavyanpoor, að verða Íslendingur. Mehdi hafði dvalið um sjö ár hérlendis en hann sótti um hæli á Íslandi árið 2005. Sem prestur innflytjenda og vinur hans fagna ég þessum úrslitum í máli Mehdi. En um leið langar mig að minna ykkur á að þetta er ekki niðurstaðan í máli allra þeirra sem hælis leita hér á landi. Það eru fleiri sem eru í samsvarandi limbó-stöðu og bíða lengi eftir því að komast inn í venjulegt samfélag eins og Mehdi hefur nú gert. Ungur maður sem ég þekki sótti um hæli á Íslandi fyrir tíu árum en hann hefur ekki fengið venjulegt dvalarleyfi en býr engu að síður á Íslandi. Máli hans var synjað, samt getur innanríkisráðuneytið ekki sent hann til heimalandsins vegna sérstakrar ástæðu. Hann býr því á Íslandi með síendurnýjað takmarkað dvalarleyfi en hefur aldrei orðið almennur þegn þjóðfélagsins. Niðurstaðan í máli Mehdi er góð. En ein ástæða þess var sú að hann fékk mikla umfjöllun í fjölmiðlunum, þar sem athafnir hans vöktu athygli eins og hungurverkfall og mótmæli á skrifstofu Rauða krossins, enda margir í samfélaginu sem sýndu Mehdi stöðu. Áðurnefndur maður spurði mig: „Verð ég líka að kveikja í mér til að mál mitt fái einhvern framgang?“ Hann óttist að hann „gleymist“. En mótmæli eins og að reyna sjálfsvíg eða skaða sig alvarlega á ekki að vera skilyrði, að sjálfsögðu, til þess að fá hælisumsókn án tafar. Mál Mehdi fékk góða niðurstöðu með samþykkt Alþingis, en ekki með ákvörðun Útlendingastofnunar eða innanríkisráðuneytisins en í þeim farvegi átti mál Mehdi að vera. Ég tel þá staðreynd vera gagnrýni löggjafarvalds þjóðarinnar á störf framkvæmdarvaldsins, þ.ám dómsmálayfirvalda, sem skorti vilja til þess að leita réttlætis fyrir hælisumsækjanda sem fyrir vikið þurfti að bíða milli vonar og ótta árum saman. Ég óska eftir því að framkvæmdayfirvaldið sýni það hugrekki að endurskoða vinnubrögðin hjá sér og bæta þau, svo að ljós mannúðar og mannréttinda lýsi öllum hælisleitendum sem sitja í myrkri hérlendis.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun