Lýsi þeim sem sitja í myrkri Toshiki Toma skrifar 22. desember 2011 06:00 Um daginn samþykkti Alþingi frumvarp um að veita 24 einstaklingum ríkisborgararétt. Þá fékk hælisleitandi frá Íran, Mehdi Kavyanpoor, að verða Íslendingur. Mehdi hafði dvalið um sjö ár hérlendis en hann sótti um hæli á Íslandi árið 2005. Sem prestur innflytjenda og vinur hans fagna ég þessum úrslitum í máli Mehdi. En um leið langar mig að minna ykkur á að þetta er ekki niðurstaðan í máli allra þeirra sem hælis leita hér á landi. Það eru fleiri sem eru í samsvarandi limbó-stöðu og bíða lengi eftir því að komast inn í venjulegt samfélag eins og Mehdi hefur nú gert. Ungur maður sem ég þekki sótti um hæli á Íslandi fyrir tíu árum en hann hefur ekki fengið venjulegt dvalarleyfi en býr engu að síður á Íslandi. Máli hans var synjað, samt getur innanríkisráðuneytið ekki sent hann til heimalandsins vegna sérstakrar ástæðu. Hann býr því á Íslandi með síendurnýjað takmarkað dvalarleyfi en hefur aldrei orðið almennur þegn þjóðfélagsins. Niðurstaðan í máli Mehdi er góð. En ein ástæða þess var sú að hann fékk mikla umfjöllun í fjölmiðlunum, þar sem athafnir hans vöktu athygli eins og hungurverkfall og mótmæli á skrifstofu Rauða krossins, enda margir í samfélaginu sem sýndu Mehdi stöðu. Áðurnefndur maður spurði mig: „Verð ég líka að kveikja í mér til að mál mitt fái einhvern framgang?“ Hann óttist að hann „gleymist“. En mótmæli eins og að reyna sjálfsvíg eða skaða sig alvarlega á ekki að vera skilyrði, að sjálfsögðu, til þess að fá hælisumsókn án tafar. Mál Mehdi fékk góða niðurstöðu með samþykkt Alþingis, en ekki með ákvörðun Útlendingastofnunar eða innanríkisráðuneytisins en í þeim farvegi átti mál Mehdi að vera. Ég tel þá staðreynd vera gagnrýni löggjafarvalds þjóðarinnar á störf framkvæmdarvaldsins, þ.ám dómsmálayfirvalda, sem skorti vilja til þess að leita réttlætis fyrir hælisumsækjanda sem fyrir vikið þurfti að bíða milli vonar og ótta árum saman. Ég óska eftir því að framkvæmdayfirvaldið sýni það hugrekki að endurskoða vinnubrögðin hjá sér og bæta þau, svo að ljós mannúðar og mannréttinda lýsi öllum hælisleitendum sem sitja í myrkri hérlendis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um daginn samþykkti Alþingi frumvarp um að veita 24 einstaklingum ríkisborgararétt. Þá fékk hælisleitandi frá Íran, Mehdi Kavyanpoor, að verða Íslendingur. Mehdi hafði dvalið um sjö ár hérlendis en hann sótti um hæli á Íslandi árið 2005. Sem prestur innflytjenda og vinur hans fagna ég þessum úrslitum í máli Mehdi. En um leið langar mig að minna ykkur á að þetta er ekki niðurstaðan í máli allra þeirra sem hælis leita hér á landi. Það eru fleiri sem eru í samsvarandi limbó-stöðu og bíða lengi eftir því að komast inn í venjulegt samfélag eins og Mehdi hefur nú gert. Ungur maður sem ég þekki sótti um hæli á Íslandi fyrir tíu árum en hann hefur ekki fengið venjulegt dvalarleyfi en býr engu að síður á Íslandi. Máli hans var synjað, samt getur innanríkisráðuneytið ekki sent hann til heimalandsins vegna sérstakrar ástæðu. Hann býr því á Íslandi með síendurnýjað takmarkað dvalarleyfi en hefur aldrei orðið almennur þegn þjóðfélagsins. Niðurstaðan í máli Mehdi er góð. En ein ástæða þess var sú að hann fékk mikla umfjöllun í fjölmiðlunum, þar sem athafnir hans vöktu athygli eins og hungurverkfall og mótmæli á skrifstofu Rauða krossins, enda margir í samfélaginu sem sýndu Mehdi stöðu. Áðurnefndur maður spurði mig: „Verð ég líka að kveikja í mér til að mál mitt fái einhvern framgang?“ Hann óttist að hann „gleymist“. En mótmæli eins og að reyna sjálfsvíg eða skaða sig alvarlega á ekki að vera skilyrði, að sjálfsögðu, til þess að fá hælisumsókn án tafar. Mál Mehdi fékk góða niðurstöðu með samþykkt Alþingis, en ekki með ákvörðun Útlendingastofnunar eða innanríkisráðuneytisins en í þeim farvegi átti mál Mehdi að vera. Ég tel þá staðreynd vera gagnrýni löggjafarvalds þjóðarinnar á störf framkvæmdarvaldsins, þ.ám dómsmálayfirvalda, sem skorti vilja til þess að leita réttlætis fyrir hælisumsækjanda sem fyrir vikið þurfti að bíða milli vonar og ótta árum saman. Ég óska eftir því að framkvæmdayfirvaldið sýni það hugrekki að endurskoða vinnubrögðin hjá sér og bæta þau, svo að ljós mannúðar og mannréttinda lýsi öllum hælisleitendum sem sitja í myrkri hérlendis.
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar