Hjarta í ökuskírteinið Margrét S. Sölvadóttir skrifar 28. desember 2011 06:00 Það er yndislegt að fá að koma heim í jólafrí þegar maður býr ekki lengur á landinu kalda. Hvergi í heiminum er jólalegra eða hátíðlegra en á Íslandi á jólum. Íslendingar kunna að halda jól betur en nokkrar aðrar þjóðir að mínu mati. Svo á það svo vel við að hafa jólasnjóinn sem gerir birtu jólaljósanna enn fallegri. Mér finnst líka að það ríki einstök samkennd og hlýja í garð náungans á jólunum á Íslandi. Já, þetta er mín upplifun í hvert sinn sem ég kem til að halda jól hér heima. Íslendingar eru líka fyrstir þjóða til að taka upp nýjungar, eða það segi ég öllum erlendum vinum og kunningjum sem spyrja mikið um land og þjóð. Ég var því svolítið undrandi þegar við umræður við vini mína hér um líffæragjafir kom í ljós að ekki er búið að taka upp þann sið hér á landi að spyrja nýja ökuskírteinishafa hvort þeir vilji gerast líffæragjafi. Þetta er gert í Bandaríkjunum og er þá sett lítið rautt hjarta í eitt horn ökuskírteinisins sem segir allt sem þarf við slíkar aðstæður. Í Bandaríkjunum er ökuskírteinið mikið notað sem persónuskilríki og nægir það t.d. þegar flogið er á milli fylkja, svo allir sem hafa bílpróf ganga með það á sér. Þegar fólk verður fyrir slysi er gott að vita strax hvað má gera ef viðkomandi hefur það ekki af og þá er allt til reiðu til að bjarga öðrum mannslífum. Líka hlýtur það að vera auðveldara fyrir aðstandendur ef slíkt hefur verið ákveðið af gjafanum sjálfum. Það er líka einhvern veginn svo auðveld ákvörðun að taka, þegar maður er spurður við endurnýjun ökuskírteinis hvort maður vilji vera líffæragjafi. Það fannst mér og ég er viss um að það muni mörgum finnast og þá er þessi ákvörðun staðfest. Ég vil leggja það til að þeir sem um þessi mál sjá setji þá reglu að umsækjandi ökuskíteinis sé spurður hvort hann vilji vera líffæragjafi og fá lítið sætt hjarta í hornið á ökuskírteininu sínu, sem ef til vill gæti bjargað mörgum mannslífum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Sjá meira
Það er yndislegt að fá að koma heim í jólafrí þegar maður býr ekki lengur á landinu kalda. Hvergi í heiminum er jólalegra eða hátíðlegra en á Íslandi á jólum. Íslendingar kunna að halda jól betur en nokkrar aðrar þjóðir að mínu mati. Svo á það svo vel við að hafa jólasnjóinn sem gerir birtu jólaljósanna enn fallegri. Mér finnst líka að það ríki einstök samkennd og hlýja í garð náungans á jólunum á Íslandi. Já, þetta er mín upplifun í hvert sinn sem ég kem til að halda jól hér heima. Íslendingar eru líka fyrstir þjóða til að taka upp nýjungar, eða það segi ég öllum erlendum vinum og kunningjum sem spyrja mikið um land og þjóð. Ég var því svolítið undrandi þegar við umræður við vini mína hér um líffæragjafir kom í ljós að ekki er búið að taka upp þann sið hér á landi að spyrja nýja ökuskírteinishafa hvort þeir vilji gerast líffæragjafi. Þetta er gert í Bandaríkjunum og er þá sett lítið rautt hjarta í eitt horn ökuskírteinisins sem segir allt sem þarf við slíkar aðstæður. Í Bandaríkjunum er ökuskírteinið mikið notað sem persónuskilríki og nægir það t.d. þegar flogið er á milli fylkja, svo allir sem hafa bílpróf ganga með það á sér. Þegar fólk verður fyrir slysi er gott að vita strax hvað má gera ef viðkomandi hefur það ekki af og þá er allt til reiðu til að bjarga öðrum mannslífum. Líka hlýtur það að vera auðveldara fyrir aðstandendur ef slíkt hefur verið ákveðið af gjafanum sjálfum. Það er líka einhvern veginn svo auðveld ákvörðun að taka, þegar maður er spurður við endurnýjun ökuskírteinis hvort maður vilji vera líffæragjafi. Það fannst mér og ég er viss um að það muni mörgum finnast og þá er þessi ákvörðun staðfest. Ég vil leggja það til að þeir sem um þessi mál sjá setji þá reglu að umsækjandi ökuskíteinis sé spurður hvort hann vilji vera líffæragjafi og fá lítið sætt hjarta í hornið á ökuskírteininu sínu, sem ef til vill gæti bjargað mörgum mannslífum.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun