Hjarta í ökuskírteinið Margrét S. Sölvadóttir skrifar 28. desember 2011 06:00 Það er yndislegt að fá að koma heim í jólafrí þegar maður býr ekki lengur á landinu kalda. Hvergi í heiminum er jólalegra eða hátíðlegra en á Íslandi á jólum. Íslendingar kunna að halda jól betur en nokkrar aðrar þjóðir að mínu mati. Svo á það svo vel við að hafa jólasnjóinn sem gerir birtu jólaljósanna enn fallegri. Mér finnst líka að það ríki einstök samkennd og hlýja í garð náungans á jólunum á Íslandi. Já, þetta er mín upplifun í hvert sinn sem ég kem til að halda jól hér heima. Íslendingar eru líka fyrstir þjóða til að taka upp nýjungar, eða það segi ég öllum erlendum vinum og kunningjum sem spyrja mikið um land og þjóð. Ég var því svolítið undrandi þegar við umræður við vini mína hér um líffæragjafir kom í ljós að ekki er búið að taka upp þann sið hér á landi að spyrja nýja ökuskírteinishafa hvort þeir vilji gerast líffæragjafi. Þetta er gert í Bandaríkjunum og er þá sett lítið rautt hjarta í eitt horn ökuskírteinisins sem segir allt sem þarf við slíkar aðstæður. Í Bandaríkjunum er ökuskírteinið mikið notað sem persónuskilríki og nægir það t.d. þegar flogið er á milli fylkja, svo allir sem hafa bílpróf ganga með það á sér. Þegar fólk verður fyrir slysi er gott að vita strax hvað má gera ef viðkomandi hefur það ekki af og þá er allt til reiðu til að bjarga öðrum mannslífum. Líka hlýtur það að vera auðveldara fyrir aðstandendur ef slíkt hefur verið ákveðið af gjafanum sjálfum. Það er líka einhvern veginn svo auðveld ákvörðun að taka, þegar maður er spurður við endurnýjun ökuskírteinis hvort maður vilji vera líffæragjafi. Það fannst mér og ég er viss um að það muni mörgum finnast og þá er þessi ákvörðun staðfest. Ég vil leggja það til að þeir sem um þessi mál sjá setji þá reglu að umsækjandi ökuskíteinis sé spurður hvort hann vilji vera líffæragjafi og fá lítið sætt hjarta í hornið á ökuskírteininu sínu, sem ef til vill gæti bjargað mörgum mannslífum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Það er yndislegt að fá að koma heim í jólafrí þegar maður býr ekki lengur á landinu kalda. Hvergi í heiminum er jólalegra eða hátíðlegra en á Íslandi á jólum. Íslendingar kunna að halda jól betur en nokkrar aðrar þjóðir að mínu mati. Svo á það svo vel við að hafa jólasnjóinn sem gerir birtu jólaljósanna enn fallegri. Mér finnst líka að það ríki einstök samkennd og hlýja í garð náungans á jólunum á Íslandi. Já, þetta er mín upplifun í hvert sinn sem ég kem til að halda jól hér heima. Íslendingar eru líka fyrstir þjóða til að taka upp nýjungar, eða það segi ég öllum erlendum vinum og kunningjum sem spyrja mikið um land og þjóð. Ég var því svolítið undrandi þegar við umræður við vini mína hér um líffæragjafir kom í ljós að ekki er búið að taka upp þann sið hér á landi að spyrja nýja ökuskírteinishafa hvort þeir vilji gerast líffæragjafi. Þetta er gert í Bandaríkjunum og er þá sett lítið rautt hjarta í eitt horn ökuskírteinisins sem segir allt sem þarf við slíkar aðstæður. Í Bandaríkjunum er ökuskírteinið mikið notað sem persónuskilríki og nægir það t.d. þegar flogið er á milli fylkja, svo allir sem hafa bílpróf ganga með það á sér. Þegar fólk verður fyrir slysi er gott að vita strax hvað má gera ef viðkomandi hefur það ekki af og þá er allt til reiðu til að bjarga öðrum mannslífum. Líka hlýtur það að vera auðveldara fyrir aðstandendur ef slíkt hefur verið ákveðið af gjafanum sjálfum. Það er líka einhvern veginn svo auðveld ákvörðun að taka, þegar maður er spurður við endurnýjun ökuskírteinis hvort maður vilji vera líffæragjafi. Það fannst mér og ég er viss um að það muni mörgum finnast og þá er þessi ákvörðun staðfest. Ég vil leggja það til að þeir sem um þessi mál sjá setji þá reglu að umsækjandi ökuskíteinis sé spurður hvort hann vilji vera líffæragjafi og fá lítið sætt hjarta í hornið á ökuskírteininu sínu, sem ef til vill gæti bjargað mörgum mannslífum.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun