Að synda í skítköldum sjó 29. desember 2011 06:00 Fyrir rúmum þrem árum hringdi systir mín í mig og sagði mér að hún hefði skellt sér í sjósund. Mér fannst það frekar kjánalegt en var svo sem ekkert að láta hana heyra það. Gretti mig pínulítið hinum megin á símalínunni og sagði „ó, en frábært" án þess að meina það alveg frá hjartanu. En systir mín fór aftur og aftur í sjósund og dásamaði þetta alltaf meir og meir í hvert skipti. Heima sat ég hálf partinn undrandi á henni en samt hreykin af dugnaði hennar og ákvað síðan að skella mér með, prófa bara einu sinni. Mitt fyrsta sjósund var 5. nóvember 2008 og mikið skelfilega var þetta kalt. Það var samt eitthvað við sjósundið, það má segja að það hafi verið svona gott-vont! Ég hef satt best að segja ekki stoppað að synda síðan. Ég hef synt hin ýmsu sjósund en það sem stendur upp úr er formlegt Viðeyjarsund sem ég þreytti nú síðasta sumar, ásamt tengdadóttur minni og vinkonu, og var þar með áttunda konan á Íslandi til að synda það sund. Vissulega hef ég fengið að heyra ýmislegt þegar ég segi við fólk að ég stundi þessa íþrótt. Sumir segja að ég sé skrýtin, bara rugluð. Hef verið spurð hvort ekki sé bara hægt að fylla baðkarið af klökum og liggja þar, og álíka spurningar. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þennan pistill er sú að mig langar að deila með ykkur hvað sjósund hefur gert fyrir mig. Áður en ég byrjaði í sjósundi var ég með mikinn áreynsluastma, hafði exem og nánast ekkert þol. Ég gat ekki labbað upp Esjuna öðru vísi en að stoppa nokkrum sinnum á leiðinni og kasta mæðinni. Ég var endalaust með steraáburð á lofti til að bera á mig og stóð á öndinni ef ég reyndi að hlaupa eitthvað og varð þá í framan á litinn eins og karfi. Núna er þetta allt horfið og þakka ég sjósundinu fyrir það. Ég skokka upp Esjuna án nokkurra astmaeinkenna, fór meira að segja í fyrra upp á hæsta fjall stærsta jökuls Evrópu (Hvannadalshnjúk). Ég hljóp í sumar 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu og degi síðar synti ég formlegt Viðeyjarsund (4,3 km). Einnig er exemið nánast alveg horfið. Enginn sem mig þekkir hefði trúað því fyrir nokkrum árum að ég ætti eftir að gera þetta allt saman. Það sem gerist í líkamanum við það að fara í sjósund er að í kulda dragast æðarnar saman, pumpan fer alveg á fullt og álagið á hjartað eykst. Vissulega hljómar þetta svakalegt en treystið mér, þetta hefur gert kraftaverk fyrir mig, bæði andlega og líkamlega. Mér líður mun betur í dag og hlakka til að mæta í Nauthólsvíkina góðu í hverri viku til að synda með vinum mínum. Ég stunda þetta ekki ein því það er fullt af fólki sem stundar þessa íþrótt og félagsskapurinn er frábær og mjög dýrmætur. Það eru allir glaðir í sjónum og pottinum, allir stoltir af sjálfum sér að taka þeirri áskorun að skella sér í sjóinn í hvaða veðri sem er. Kæri lesandi, á nýársdag er nýárssundið okkar í Nauthólsvík. Ég hlakka mikið til að byrja árið á því að hitta vini mína og synda með þeim. Ég skora á þig að setja þér markmið um að prófa og koma í Nauthólsvík og synda með okkur kl. 11. Hlakka til að sjá þig :-) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum þrem árum hringdi systir mín í mig og sagði mér að hún hefði skellt sér í sjósund. Mér fannst það frekar kjánalegt en var svo sem ekkert að láta hana heyra það. Gretti mig pínulítið hinum megin á símalínunni og sagði „ó, en frábært" án þess að meina það alveg frá hjartanu. En systir mín fór aftur og aftur í sjósund og dásamaði þetta alltaf meir og meir í hvert skipti. Heima sat ég hálf partinn undrandi á henni en samt hreykin af dugnaði hennar og ákvað síðan að skella mér með, prófa bara einu sinni. Mitt fyrsta sjósund var 5. nóvember 2008 og mikið skelfilega var þetta kalt. Það var samt eitthvað við sjósundið, það má segja að það hafi verið svona gott-vont! Ég hef satt best að segja ekki stoppað að synda síðan. Ég hef synt hin ýmsu sjósund en það sem stendur upp úr er formlegt Viðeyjarsund sem ég þreytti nú síðasta sumar, ásamt tengdadóttur minni og vinkonu, og var þar með áttunda konan á Íslandi til að synda það sund. Vissulega hef ég fengið að heyra ýmislegt þegar ég segi við fólk að ég stundi þessa íþrótt. Sumir segja að ég sé skrýtin, bara rugluð. Hef verið spurð hvort ekki sé bara hægt að fylla baðkarið af klökum og liggja þar, og álíka spurningar. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þennan pistill er sú að mig langar að deila með ykkur hvað sjósund hefur gert fyrir mig. Áður en ég byrjaði í sjósundi var ég með mikinn áreynsluastma, hafði exem og nánast ekkert þol. Ég gat ekki labbað upp Esjuna öðru vísi en að stoppa nokkrum sinnum á leiðinni og kasta mæðinni. Ég var endalaust með steraáburð á lofti til að bera á mig og stóð á öndinni ef ég reyndi að hlaupa eitthvað og varð þá í framan á litinn eins og karfi. Núna er þetta allt horfið og þakka ég sjósundinu fyrir það. Ég skokka upp Esjuna án nokkurra astmaeinkenna, fór meira að segja í fyrra upp á hæsta fjall stærsta jökuls Evrópu (Hvannadalshnjúk). Ég hljóp í sumar 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu og degi síðar synti ég formlegt Viðeyjarsund (4,3 km). Einnig er exemið nánast alveg horfið. Enginn sem mig þekkir hefði trúað því fyrir nokkrum árum að ég ætti eftir að gera þetta allt saman. Það sem gerist í líkamanum við það að fara í sjósund er að í kulda dragast æðarnar saman, pumpan fer alveg á fullt og álagið á hjartað eykst. Vissulega hljómar þetta svakalegt en treystið mér, þetta hefur gert kraftaverk fyrir mig, bæði andlega og líkamlega. Mér líður mun betur í dag og hlakka til að mæta í Nauthólsvíkina góðu í hverri viku til að synda með vinum mínum. Ég stunda þetta ekki ein því það er fullt af fólki sem stundar þessa íþrótt og félagsskapurinn er frábær og mjög dýrmætur. Það eru allir glaðir í sjónum og pottinum, allir stoltir af sjálfum sér að taka þeirri áskorun að skella sér í sjóinn í hvaða veðri sem er. Kæri lesandi, á nýársdag er nýárssundið okkar í Nauthólsvík. Ég hlakka mikið til að byrja árið á því að hitta vini mína og synda með þeim. Ég skora á þig að setja þér markmið um að prófa og koma í Nauthólsvík og synda með okkur kl. 11. Hlakka til að sjá þig :-)
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun