Hvað kostar leigubíll? 29. desember 2011 06:00 Fram undan er skemmtilegur tími, áramótin. Tækifæri til að hitta vini og fjölskyldu og fagna saman. Það er ekki óalgengt að fagna nýju ári með því að skála. Margir láta það ekki nægja heldur fá sér í glas í góðra vina hópi, sem ekkert athugavert er við. Þegar gleðinni lýkur getur verið snúið að komast heim ef enginn í hópnum er edrú. Bið eftir leigubíl getur tekið á. Svo er stórhátíðarálag og mun dýrara að taka leigubíl á nýársnótt, þannig að freistingin að nota bílinn sem stendur við útidyrnar getur orðið nokkuð mikil. En kostnaðurinn við einn leigubíl er smámunir í samanburði við það sem getur gerst ef við veljum að aka drukkin. Minnsti kostnaðurinn er ef við erum svo heppin að lögreglan stöðvar okkur, þá er það bara 70-160 þúsund auk þess að missa prófið í allt að tvö ár miðað við fyrsta brot og að ekkert annað brot hafi verið framið. Ef tjón verður er bíllinn ótryggður og það lendir á okkur. Margir hafa tapað öllu vegna þess. En það er ekki stærsta refsingin því sá sem verður valdur að slysi eða bana annarrar manneskju getur aldrei fyrirgefið sér að hafa valið bílinn í stað þess að taka leigubíl. Þegar við fáum okkur í glas deyfum við dómgreindina smátt og smátt og þegar að heimferð kemur er ekki víst að hún sé til staðar til að stoppa okkur. Fyrir bragðið teljum við ekkert mál að aka ölvuð, þó svo við við myndum aldrei láta okkur detta það í hug edrú. Ráðið við þessu er bara að skilja bílinn eftir heima eða afhenda öðrum, sem ætlar ekki að drekka, bíllykilinn. Látum ekki ölvunarakstur eyðileggja fyrir okkur áramótin. Er ekki upplagt að eitt af áramótaheitunum sé að aka aldrei undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna? Slíkt heit er fjárfesting til framtíðar. Gleðilega hátíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Fram undan er skemmtilegur tími, áramótin. Tækifæri til að hitta vini og fjölskyldu og fagna saman. Það er ekki óalgengt að fagna nýju ári með því að skála. Margir láta það ekki nægja heldur fá sér í glas í góðra vina hópi, sem ekkert athugavert er við. Þegar gleðinni lýkur getur verið snúið að komast heim ef enginn í hópnum er edrú. Bið eftir leigubíl getur tekið á. Svo er stórhátíðarálag og mun dýrara að taka leigubíl á nýársnótt, þannig að freistingin að nota bílinn sem stendur við útidyrnar getur orðið nokkuð mikil. En kostnaðurinn við einn leigubíl er smámunir í samanburði við það sem getur gerst ef við veljum að aka drukkin. Minnsti kostnaðurinn er ef við erum svo heppin að lögreglan stöðvar okkur, þá er það bara 70-160 þúsund auk þess að missa prófið í allt að tvö ár miðað við fyrsta brot og að ekkert annað brot hafi verið framið. Ef tjón verður er bíllinn ótryggður og það lendir á okkur. Margir hafa tapað öllu vegna þess. En það er ekki stærsta refsingin því sá sem verður valdur að slysi eða bana annarrar manneskju getur aldrei fyrirgefið sér að hafa valið bílinn í stað þess að taka leigubíl. Þegar við fáum okkur í glas deyfum við dómgreindina smátt og smátt og þegar að heimferð kemur er ekki víst að hún sé til staðar til að stoppa okkur. Fyrir bragðið teljum við ekkert mál að aka ölvuð, þó svo við við myndum aldrei láta okkur detta það í hug edrú. Ráðið við þessu er bara að skilja bílinn eftir heima eða afhenda öðrum, sem ætlar ekki að drekka, bíllykilinn. Látum ekki ölvunarakstur eyðileggja fyrir okkur áramótin. Er ekki upplagt að eitt af áramótaheitunum sé að aka aldrei undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna? Slíkt heit er fjárfesting til framtíðar. Gleðilega hátíð.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun