Stjórnvöld skortir áræði Elín Björg Jónsdóttir skrifar 4. febrúar 2011 06:00 Nú hafa Samtök atvinnulífsins upplýst að þau ætli ekki að ganga til kjarasamninga fyrr en gengið hefur verið frá málefnum varðandi fiskveiðistjórnunarkerfið. Launafólk í alls óskyldum greinum á sem sagt að bíða með úrlausn sinna mála þar til jafn viðkvæmt pólitískt mál og kvótakerfið verður til lykta leitt. Undanfarin ár hefur sú hefð myndast að hið opinbera bíður með sína samningagerð þar til samið hefur verið á almenna vinnumarkaðinum. Samningar opinberra starfsmanna hafa síðan tekið mið af þeim. Það er hins vegar ólíðandi að þessi sérkrafa verði til þess að allir launamenn í landinu þurfi að bíða í lausu lofti með kjarasamninga. Í óvissuástandi í efnahagsmálunum, eins og nú ríkir, þarf styrka forystu til að leggja línurnar á vinnumarkaðnum. Það þarf að gera með hagsmuni samfélagsins alls í huga. Það er ekki hægt að bjóða heimilunum í landinu upp á áframhaldandi kaupmáttarrýrnun á meðan hagsmunaeigendur ræða við ríkisstjórnina. Hagur venjulegs launafólks; sjúkraliða, lögreglumanna, bæjarstarfsmanna, tollvarða, skólaliða, svo dæmi sé tekið, á ekki að vera í höndum útgerðarmanna. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar kennir sig við félagshyggju. Það skýtur því skökku við að þau ætli sér að láta hagsmuni atvinnurekenda í einni atvinnugrein hindra almennar kjarabætur í landinu. Endurreisn íslensks efnahagslífs er sameiginlegt átak þar sem allir verða að leggjast á eitt. Við verðum hins vegar að hafa stjórnvöld sem þora að skera á hnútinn þegar með þarf, þora að stíga fram fyrir skjöldu og móta stefnuna, með hagsmuni alls fólksins í landinu í huga; ekki bara þeirra sem reka útgerðarfyrirtæki. Það er skylda ríkisstjórnarinnar að leysa almennt launafólk úr viðjum sérhagsmunanna LÍÚ. Nú er lag að semja við opinbera starfsmenn, slá tóninn fyrir komandi kjarabætur og leyfa Samtökum atvinnurekenda að velja hvort þau verði með í endurreisn samfélagsins, eða hvort þau setji sérhagsmuni ofar almannahagsmunum. Jóhanna og Steingrímur: sýnið dug og semjið við viðsemjendur ykkar, í því liggur ykkar ábyrgð. Ekki bíða eftir línunni frá sérhagsmunasamtökum. Leggið línurnar sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hafa Samtök atvinnulífsins upplýst að þau ætli ekki að ganga til kjarasamninga fyrr en gengið hefur verið frá málefnum varðandi fiskveiðistjórnunarkerfið. Launafólk í alls óskyldum greinum á sem sagt að bíða með úrlausn sinna mála þar til jafn viðkvæmt pólitískt mál og kvótakerfið verður til lykta leitt. Undanfarin ár hefur sú hefð myndast að hið opinbera bíður með sína samningagerð þar til samið hefur verið á almenna vinnumarkaðinum. Samningar opinberra starfsmanna hafa síðan tekið mið af þeim. Það er hins vegar ólíðandi að þessi sérkrafa verði til þess að allir launamenn í landinu þurfi að bíða í lausu lofti með kjarasamninga. Í óvissuástandi í efnahagsmálunum, eins og nú ríkir, þarf styrka forystu til að leggja línurnar á vinnumarkaðnum. Það þarf að gera með hagsmuni samfélagsins alls í huga. Það er ekki hægt að bjóða heimilunum í landinu upp á áframhaldandi kaupmáttarrýrnun á meðan hagsmunaeigendur ræða við ríkisstjórnina. Hagur venjulegs launafólks; sjúkraliða, lögreglumanna, bæjarstarfsmanna, tollvarða, skólaliða, svo dæmi sé tekið, á ekki að vera í höndum útgerðarmanna. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar kennir sig við félagshyggju. Það skýtur því skökku við að þau ætli sér að láta hagsmuni atvinnurekenda í einni atvinnugrein hindra almennar kjarabætur í landinu. Endurreisn íslensks efnahagslífs er sameiginlegt átak þar sem allir verða að leggjast á eitt. Við verðum hins vegar að hafa stjórnvöld sem þora að skera á hnútinn þegar með þarf, þora að stíga fram fyrir skjöldu og móta stefnuna, með hagsmuni alls fólksins í landinu í huga; ekki bara þeirra sem reka útgerðarfyrirtæki. Það er skylda ríkisstjórnarinnar að leysa almennt launafólk úr viðjum sérhagsmunanna LÍÚ. Nú er lag að semja við opinbera starfsmenn, slá tóninn fyrir komandi kjarabætur og leyfa Samtökum atvinnurekenda að velja hvort þau verði með í endurreisn samfélagsins, eða hvort þau setji sérhagsmuni ofar almannahagsmunum. Jóhanna og Steingrímur: sýnið dug og semjið við viðsemjendur ykkar, í því liggur ykkar ábyrgð. Ekki bíða eftir línunni frá sérhagsmunasamtökum. Leggið línurnar sjálf.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun