Körfubolti

Stórsigur Miami | Chicago góðir án Derrick Rose

AP
Alls fóru sjö leikir fram í NBA deildinni í körfubolta í gærkvöld og nótt. Miami vann stórsigur á heimavelli gegn San Antonio Spurs 120-98 á heimavelli. Miami lauk þar með þriggja leikja taphrinu, þrátt fyrir að vera ekki með Dwayne Wade í liðinu. Miami lenti 14 stigum undir í fyrri hálfleik en 17-0 rispa í þeim síðari lagði grunninn að sigrinum.

LeBron James skoraði 33 stig og tók 10 fráköst og Chris Bosh skoraði 30, tók 8 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Mike Miller lék sinn fyrsta leik með Miami á tímabilinu og skoraði hann 18 stig, öll úr þriggja stiga skotum. Tony Parker skoraði 18 stig fyrir gestina.

Chicago burstaði Phoenix á heimaveli, 118-98, þrátt fyrir að besti leikmaður NBA deildarinnar á síðsta tímabili hafi ekki leikið með. Derrick Rose sat í jakkafötum á hliðarlínunni vegna meiðsla í tá.

Carlos Boozer skoraði 31 stig fyrir Bulls sem er það mesta sem hann hefur skorað á þessari leiktíð.

Steve Nash skoraði 25 stig fyrir Phoenix.

Eitt „heitasta" lið deildarinnar, LA Clippers, tapaði stórt á útivelli gegn Utah, 108-79. Og kemur sá sigur verulega á óvart. Paul Millsap var stigahæstur í liði Utah með 20 stig, Al Jefferson skoraði 10 og tók 13 fráköst. Bakverðirnir Chris Paul og Mo Williams léku ekki með Clippers vegna meiðsla. Caron Butler skoraði 14 stig og troðslukóngurinn Blake Griffin skoraði aðeins 10 stig og tók 11 fráköst.

Úrslit:

Orlando – Charlotte 96-89

Cleveland – Golden State 95-105

Miami – San Antonio 120-98

Chicago – Phoenix 118-97

Milwaukee – Denver 95-105

Houston – Detroit 97-80

Utah – LA Clippers 108-79






Fleiri fréttir

Sjá meira


×