Körfubolti

Lakers tapaði þriðja leiknum í röð | Miami tapaði á heimavelli

Kobe Bryant skoraði 33 stig fyrir Lakers en það dugði ekki til.
Kobe Bryant skoraði 33 stig fyrir Lakers en það dugði ekki til. AP
Aðeins fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt og þar tapaði Los Angeles Lakers sínum þriðja leik í röð. Lakers tapaði 98-96 gegn Indiana á heimavelli. Miami tapaði einnig óvænt í gær á heimavelli gegn Milwaukee, 91-82. Kobe Bryant skoraði 33 stig fyrir Lakers en það dugði ekki til.

Þetta var 11. sigurleikur Indiana á þessari leiktíð, en liðið hefur aðeins tapað 5. Liðið hefur ekki byrjað svona vel í deildinni frá tímabilinu 2003-2004 þegar liðið vann 14 af fyrstu 16 leikjum sínum.

Dwyane Wade lék ekki með Miami Heat vegna meiðsla í tapleiknum gegn Milwaukee sem vann sinn fyrsta sigur á útivelli á leiktíðinni. Brandon Jennings skoraði 23 stig og gaf 6 stoðsendingar fyrir Milwaukee. LeBron James skoraði 28 stig fyrir Miami og tók 13 fráköst.

Paul Pierce fóru fyrir liði Boston í 100-94 sigri gegn Washington. Boston lék án þeirra Rajon Rondo og Ray Allen sem eru meiddir. Pierce skoraði 34 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 8 fráköst. John Wall skoraði 27 stig fyrir Washington og tók 10 fráköst.

Úrslit:

LA Lakers – Indiana 96-98

Washington – Boston 94-100

LA Clippers – Toronto 103-91

New Jersey – Charlotte 97-87

Miami – Milwaukee 82-91




Fleiri fréttir

Sjá meira


×