KR vann Val í framlengingu - Prosser með 18 stig á síðustu 15 mínútunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2012 21:04 Erica Prosser og :Þórunn Bjarnadóttir léku vel í kvöld. Mynd/Stefán KR endaði fimm leikja taphrinu sína og komst aftur upp í 4. sætið í Iceland Express deild kvenna með sjö stiga sigri á Val, 78-71, í æsispennandi framlengdum leik í DHL-höllinni í kvöld. Valskonur mættu í leikinn á mikilli siglingu en eftir þetta tap hafa vonir liðsins um sæti í úrslitakeppninni veikst mikið. KR vann þarna sinn fyrsta leik síðan að Finnur Freyr Stefánsson tók við liðinu af Ara Gunnarssyni en KR-liðið var búið að tapa tveimur fyrstu leikjunum undir hans stjórn. KR-liðið getur þakkað bandaríska bakverðinum Ericu Prosser fyrir sigurinn því hún skoraði 18 af 28 stigum sínum í fjórða leikhluta og framlengingu. Valsliðið lék án bandaríska leikstjórnandans Melissu Leichlitner sem meiddist í fyrri hálfleik í sigrinum á haukum á sunnudaginn. KR var áfram án Bryndísar Guðmundsdóttur sem hefur misst af síðustu leikjum liðsins. Valskonur byrjuðu aðeins betur og komust í 4-0, 6-2 og 13-9 en KR-konur voru komnar einu stigi yfir fyrir lok fyrsta leikhluta, 16-15. Leikurinn var jafn í öðrum leikhluta þar sem liðin skiptust á því að hafa forystuna og náði aldrei meira en þriggja stiga forskoti. Valur var síðan einu stigi yfir í hálfleik, 36-35. Hafrún Hálfdánadóttir skoraði 13 stig fyrir KR-liðið í fyrri hálfleiknum og Sigrún Ámundadóttir var með 8 stig en María Ben Erlingsdóttir var stigahæst hjá Val með 8 stig og Lacey Simpson skoraði 7 stig. KR-liðið byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst í 43-38 en Valskonur svöruðu með átta stigum í röð og náðu aftur forystunni. Leikurinn hélst áfram jafn en Valur var einu stigi yfir fyrir lokaleikhlutann, 50-49. Valur náði fimm stiga forskoti í upphafi fjórða leikhlutans og komst síðan sjö stigum yfir, 63-56, þegar leikhlutinn var hálfnaður. Erica Prosser hélt KR inn í leiknum með því að skora 10 stig á fyrstu sex mínútum leikhlutans. KR jafnaði metin í 63-63 og Erica Prosser kom KR-liðinu síðan yfir í 64-63 en hún var þá búin að skora 13 stig í leikhlutanum og koma að öllum körfum liðsins. Kristrún Sigurjónsdóttir kom Val aftur yfir en það var síðan Hafrún Hálfdánardóttir sem sá til þess að leikurinn fór í framlengingu með því að hitta úr öðru víta sinna í blálokin. KR-liðið var síðan mun sterkara í framlenginunni, vann hana 13-6 og fangaði gríðarlega mikilvægum sigri, 78-71.KR-Valur 78-71 (16-15, 19-21, 14-14, 16-15, 13-6)KR: Erica Prosser 28/5 fráköst/6 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 19/5 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 14, Margrét Kara Sturludóttir 12/9 fráköst, Anna María Ævarsdóttir 5/4 fráköst.Valur: Lacey Katrice Simpson 19/10 fráköst/5 stolnir/6 varin skot, Þórunn Bjarnadóttir 15, María Ben Erlingsdóttir 11/10 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 8/7 fráköst, Signý Hermannsdóttir 6, Kristrún Sigurjónsdóttir 6/5 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 4, Hallveig Jónsdóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
KR endaði fimm leikja taphrinu sína og komst aftur upp í 4. sætið í Iceland Express deild kvenna með sjö stiga sigri á Val, 78-71, í æsispennandi framlengdum leik í DHL-höllinni í kvöld. Valskonur mættu í leikinn á mikilli siglingu en eftir þetta tap hafa vonir liðsins um sæti í úrslitakeppninni veikst mikið. KR vann þarna sinn fyrsta leik síðan að Finnur Freyr Stefánsson tók við liðinu af Ara Gunnarssyni en KR-liðið var búið að tapa tveimur fyrstu leikjunum undir hans stjórn. KR-liðið getur þakkað bandaríska bakverðinum Ericu Prosser fyrir sigurinn því hún skoraði 18 af 28 stigum sínum í fjórða leikhluta og framlengingu. Valsliðið lék án bandaríska leikstjórnandans Melissu Leichlitner sem meiddist í fyrri hálfleik í sigrinum á haukum á sunnudaginn. KR var áfram án Bryndísar Guðmundsdóttur sem hefur misst af síðustu leikjum liðsins. Valskonur byrjuðu aðeins betur og komust í 4-0, 6-2 og 13-9 en KR-konur voru komnar einu stigi yfir fyrir lok fyrsta leikhluta, 16-15. Leikurinn var jafn í öðrum leikhluta þar sem liðin skiptust á því að hafa forystuna og náði aldrei meira en þriggja stiga forskoti. Valur var síðan einu stigi yfir í hálfleik, 36-35. Hafrún Hálfdánadóttir skoraði 13 stig fyrir KR-liðið í fyrri hálfleiknum og Sigrún Ámundadóttir var með 8 stig en María Ben Erlingsdóttir var stigahæst hjá Val með 8 stig og Lacey Simpson skoraði 7 stig. KR-liðið byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst í 43-38 en Valskonur svöruðu með átta stigum í röð og náðu aftur forystunni. Leikurinn hélst áfram jafn en Valur var einu stigi yfir fyrir lokaleikhlutann, 50-49. Valur náði fimm stiga forskoti í upphafi fjórða leikhlutans og komst síðan sjö stigum yfir, 63-56, þegar leikhlutinn var hálfnaður. Erica Prosser hélt KR inn í leiknum með því að skora 10 stig á fyrstu sex mínútum leikhlutans. KR jafnaði metin í 63-63 og Erica Prosser kom KR-liðinu síðan yfir í 64-63 en hún var þá búin að skora 13 stig í leikhlutanum og koma að öllum körfum liðsins. Kristrún Sigurjónsdóttir kom Val aftur yfir en það var síðan Hafrún Hálfdánardóttir sem sá til þess að leikurinn fór í framlengingu með því að hitta úr öðru víta sinna í blálokin. KR-liðið var síðan mun sterkara í framlenginunni, vann hana 13-6 og fangaði gríðarlega mikilvægum sigri, 78-71.KR-Valur 78-71 (16-15, 19-21, 14-14, 16-15, 13-6)KR: Erica Prosser 28/5 fráköst/6 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 19/5 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 14, Margrét Kara Sturludóttir 12/9 fráköst, Anna María Ævarsdóttir 5/4 fráköst.Valur: Lacey Katrice Simpson 19/10 fráköst/5 stolnir/6 varin skot, Þórunn Bjarnadóttir 15, María Ben Erlingsdóttir 11/10 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 8/7 fráköst, Signý Hermannsdóttir 6, Kristrún Sigurjónsdóttir 6/5 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 4, Hallveig Jónsdóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum