Pepe fékk tveggja leikja bann | Ramos slapp með skrekkinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2012 13:15 Ramos var allt annað en sáttur við brottvísun sína gegn Villareal. Nordic Photos / Getty Images Spænska knattspyrnusambandið hafði í nógu að snúast í gær þegar agabrot leikmanna og forsvarsmanna Real Madrid í jafnteflinu gegn Villareal í vikunni voru til umræðu. Madridingar misstu stjórn á skapi sínu eftir að Villareal jafnaði metin í 1-1 þegar skammt var til leiksloka. Alls fengu þrír leikmenn reisupassann auk Jose Mourinho, knattspyrnustjóra liðsins. Fyrr í leiknum var þrekþjálfarinn Rui Faria sendur upp í stúku fyrir mótmæli. Portúgalska varnartröllið Pepe fékk tveggja leikja bann fyrir niðrandi ummæli sín um dómara leiksins. Hann verður því fjarri góðu gamni í viðureign Real Madrid gegn Real Sociedad í kvöld. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Pepe verður á í messunni. Fyrr í vetur traðkaði hann á hönd Lionel Messi svo eitt dæmi af alltof mörgum sé tekið. Mesut Özil fékk eins leiks bann en hann var sendur í sturtu eftir ljótt orðbragð í garð dómarans. Özil mótmælti brottvísun kollega síns Sergio Ramos harðlega, alltof harðlega að mati dómara leiksins. Ramos, sem fékk sitt annað gula spjald fyrir brot skömmu eftir jöfnunarmark Villareal, slapp hins vegar með skrekkinn. Spænska sambandið afturkallaði fyrra gula spjald hans í leiknum og verður hann því með í kvöld ólíkt Özil. Þá verða Mourinho og Faria, einnig uppi í stúku í kvöld. Mourinho fékk eins leiks bann fyrir sína brottvísun gegn Villareal. Faria fékk hins vegar tveggja leikja bann. Madridingar voru allt annað en sáttir með dómgæsluna í leiknum og blésu af vikulegan blaðamannafund sem fara átti fram í gær. Liðið hefur sex stiga forskot á toppi deildarinnar en eiga meðal annars eftir að sækja Barcelona heim á Nou Camp. Leikur Real Madrid og Real Sociedad hefst klukkan 19 í kvöld. Hann er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og einnig verður fylgst með gangi mála hér á Vísi. Spænski boltinn Tengdar fréttir Leikmenn og þjálfari Real Madrid sáu rautt í jafnteflisleik Real Madrid er hægt og bítandi að hleypa Barcelona aftur inn í slaginn um Spánarmeistaratitilinn. Real gerði jafntefli, 1-1, gegn Villarreal í kvöld og er nú aðeins með sex stiga forskot á Barcelona. Liðin eiga þess utan eftir að mætast í deildinni á nýjan leik. 21. mars 2012 15:49 Mourinho blótaði framan í spænsku þjóðina Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, er í vandræðum eftir leik Real Madrid í gærkvöldi en lærisveinar hans gerðu þá 1-1 jafntefli við Villarreal og töpuðu þá dýrmætum stigum í titilbaráttunni við Barcelona. Mourinho var einn af þremur Real-mönnum sem fengu að líta rauða spjaldið en það er þó ekki rauða spjaldið sem fór mest fyrir brjóstið á spænsku þjóðinni. 22. mars 2012 16:00 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Í beinni: KA - Afturelding | Botnliðið vill bíta frá sér Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Í beinni: Valur - ÍBV | Á sömu slóðum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Sjá meira
Spænska knattspyrnusambandið hafði í nógu að snúast í gær þegar agabrot leikmanna og forsvarsmanna Real Madrid í jafnteflinu gegn Villareal í vikunni voru til umræðu. Madridingar misstu stjórn á skapi sínu eftir að Villareal jafnaði metin í 1-1 þegar skammt var til leiksloka. Alls fengu þrír leikmenn reisupassann auk Jose Mourinho, knattspyrnustjóra liðsins. Fyrr í leiknum var þrekþjálfarinn Rui Faria sendur upp í stúku fyrir mótmæli. Portúgalska varnartröllið Pepe fékk tveggja leikja bann fyrir niðrandi ummæli sín um dómara leiksins. Hann verður því fjarri góðu gamni í viðureign Real Madrid gegn Real Sociedad í kvöld. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Pepe verður á í messunni. Fyrr í vetur traðkaði hann á hönd Lionel Messi svo eitt dæmi af alltof mörgum sé tekið. Mesut Özil fékk eins leiks bann en hann var sendur í sturtu eftir ljótt orðbragð í garð dómarans. Özil mótmælti brottvísun kollega síns Sergio Ramos harðlega, alltof harðlega að mati dómara leiksins. Ramos, sem fékk sitt annað gula spjald fyrir brot skömmu eftir jöfnunarmark Villareal, slapp hins vegar með skrekkinn. Spænska sambandið afturkallaði fyrra gula spjald hans í leiknum og verður hann því með í kvöld ólíkt Özil. Þá verða Mourinho og Faria, einnig uppi í stúku í kvöld. Mourinho fékk eins leiks bann fyrir sína brottvísun gegn Villareal. Faria fékk hins vegar tveggja leikja bann. Madridingar voru allt annað en sáttir með dómgæsluna í leiknum og blésu af vikulegan blaðamannafund sem fara átti fram í gær. Liðið hefur sex stiga forskot á toppi deildarinnar en eiga meðal annars eftir að sækja Barcelona heim á Nou Camp. Leikur Real Madrid og Real Sociedad hefst klukkan 19 í kvöld. Hann er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og einnig verður fylgst með gangi mála hér á Vísi.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Leikmenn og þjálfari Real Madrid sáu rautt í jafnteflisleik Real Madrid er hægt og bítandi að hleypa Barcelona aftur inn í slaginn um Spánarmeistaratitilinn. Real gerði jafntefli, 1-1, gegn Villarreal í kvöld og er nú aðeins með sex stiga forskot á Barcelona. Liðin eiga þess utan eftir að mætast í deildinni á nýjan leik. 21. mars 2012 15:49 Mourinho blótaði framan í spænsku þjóðina Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, er í vandræðum eftir leik Real Madrid í gærkvöldi en lærisveinar hans gerðu þá 1-1 jafntefli við Villarreal og töpuðu þá dýrmætum stigum í titilbaráttunni við Barcelona. Mourinho var einn af þremur Real-mönnum sem fengu að líta rauða spjaldið en það er þó ekki rauða spjaldið sem fór mest fyrir brjóstið á spænsku þjóðinni. 22. mars 2012 16:00 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Í beinni: KA - Afturelding | Botnliðið vill bíta frá sér Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Í beinni: Valur - ÍBV | Á sömu slóðum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Sjá meira
Leikmenn og þjálfari Real Madrid sáu rautt í jafnteflisleik Real Madrid er hægt og bítandi að hleypa Barcelona aftur inn í slaginn um Spánarmeistaratitilinn. Real gerði jafntefli, 1-1, gegn Villarreal í kvöld og er nú aðeins með sex stiga forskot á Barcelona. Liðin eiga þess utan eftir að mætast í deildinni á nýjan leik. 21. mars 2012 15:49
Mourinho blótaði framan í spænsku þjóðina Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, er í vandræðum eftir leik Real Madrid í gærkvöldi en lærisveinar hans gerðu þá 1-1 jafntefli við Villarreal og töpuðu þá dýrmætum stigum í titilbaráttunni við Barcelona. Mourinho var einn af þremur Real-mönnum sem fengu að líta rauða spjaldið en það er þó ekki rauða spjaldið sem fór mest fyrir brjóstið á spænsku þjóðinni. 22. mars 2012 16:00