Fótbolti

Öruggt hjá Real Madrid | Benzema sá þriðji í 20 mörkin

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ronaldo kemur heimamönnum á bragðið í Madríd.
Ronaldo kemur heimamönnum á bragðið í Madríd. Nordic Photos / Getty
Real Madrid steig stórt skref í átt að spænska meistaratitlinum í knattspyrnu með 3-0 sigri á Sevilla á heimavelli í morgun.

Cristiano Ronaldo skoraði eina mark fyrri hálfleiksins á 19. mínútu með góðu skoti. 43 mark Ronaldo í deildinni og heimamenn með forskot í hállfeik.

Franski landsliðsmaðurinn Karim Benzema sló á allar vonir gestanna frá Sevilla með tveimur mörkum á þremur mínútum í upphafi síðari hálfleiksins.

Með sigrinum náði Real Madrid 10 stiga forskoti á Barcelona á toppi deildarinnar. Börsungar sækja Rayo Vallecano heim í kvöld en tap myndi tryggja Madrídingum titilinn þegar þrjár umferðir eru eftir.

Þeir Cristiano Ronaldo (43 mörk), Gonzalo Higuiain (21 mark) og Karim Benzema (20 mörk) hafa eftir leik dagsins allir skorað yfir 20 mörk í deildinni. Þeir eru fyrsta þríeykið í sögu Madrídarliðsins sem tekst það.

Leikur Rayo Vallecano og Barcelona hefst klukkan 19.30 í kvöld og er í beinni á Sport 3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×